Vikan - 08.04.1948, Qupperneq 11
VIKAN, nr. 15, 1948
11
Framhaldssaga :
ÁST LEIKKONUNNAR
I
^iiiuuiiiiiiiiiiimmimuuuiuiuiuiiiummmmmmimmuiuiiiuuuiiuuiiiiiiuuuimiiiumimuuuumuumiuiMimiHHiiumimumm
Eftir FAITH BALDWIN
Staðurinn var fundinn þar sem myndin skyldi
tekin. Það var sjávarströnd, vaxin pálmum og-
með hvítum fjörusandi. í>að var ekki ýkjalangt
þangað, og þama var hægt að koma fyrir þægi-
legum tjaldbúðum til að hafast við í. Leikaramir
þurftu ekki að líða nein óþægindi. Og allir voru
ánægðir — nema Cherry.
Myndatakan hófst. Myndin var tekin í hlut,-
um, eins og venja var, og síðan átti að tengja
allt saman. En hvað var að Cherry Chester.
Hún lék að vísu af miklum móði, úthellti tár-
um af þjáningum og sársauka. Hún hafði aldrei
leikið betur. Þar sem unnusti hennar yfirgaf
hana skömmu fyrir brúðkaupið til að fara allt
í einu í ferðalag á lystisnekkju sinni, var leikur
hennar mjög áhrifamikill. Þar sýndi Cherry sár-
ar þjáningar, vrndrnn og vonbrigði.
Boycie horfði á leik hennar og sagði við sjálfa
sig:
,,Hún grætur í raun og vem, — og þessar
hreyfingar hennar — —“
Bums var _ ánægður með hana. Hann hélt að
það þyrfti ekki að leika neitt af þáttunum upp
aftur. Myndatökunni yrði lokið fyrr en ætlað
var. En — hvað var að Cherry.
Hún var alltaf ein á milli atriða. En það var
eins og hún hefði glatað einhverju, innri æsku,
einhverju, sem henni fannst hún ekki geta án
vérið. Aðeins þegar hún vann með félögum sin-
um, var hún eins og hún átti að sér.
Nú var farið út að ströndinni, þar sem taka
átti nokkurn hluta myndarinnar, og allt virtist
ganga á afturfótunum. Cherry var stirð og fjör-
laus í hlutverki sínu og hún hafði lamandi áhrif
á meðleikenduma. Samhengið í myndinni spilltist
og allt var í óreiðu. Það var hneyksli!
Bums reif hár sitt og hann steytti hnefann
ógnandi að Boycie.
„Hver skollinn amar eiginlega að henni?“ spurði
hann. „Við getum ekki haldið áfram með þetta
svona. Fyrst tók hún öllu öðmm fram að list, og
nú----------.“
„Ég veit það ekki, kæri Bums,“ sagði Boycie
áhyggjufuil. „Henni líður ekki vel, og ég er óró-
leg hennar vegna — — en ég skal reyna að tala
um fyrir henni í kvöid.“
En það var vitagagnslaust. Cherry lá í bedd-
anum og grét þljóðlega. Síðan mælti hún:
„Ég veit það, Boycie, — en ég get ekki að
því gert, — ég hélt ég gæti komizt fram úr
þessu, ég reyndi að neyta allrar orka minnar —
en ég gat það ekki.“
„Hún er með óráði!“ hugsaði Boycie.
Endirinn varð sá, að myndatökunni var hætt
og Cherry fór heim í húsið sitt í Benedict Can-
yon. Læknarnir vom ráðþrota.
„Taugaáfall," sögðu þeir. „Heilsan er ágæt að
öðru leyti en því.“
Hún átti að hvílast algjörlega.
Það varð ókyrrð í kvikmyndastöðinni. Leik-
stjóramir þustu að dyrunum og töluðu í hálfum
hljóðum við Boycie. „Hversu lengi? Vissi hún,
hve mikið þessir duttlungar kostuðu þau?“
Þetta vom engir duttlungar. Læknamir og
hjúkrunarkonurnar tvær gátu vitnað um það.
Stúlkan var sjúk.
Leikstjóramir hótuðu því, að fá Alma Davis
aðalhlutverkið.
Alma Davis var nýjasta stjaman — og eftir
því sem gagnrýnendurnir sögðu, minnti hún tölu-
vert á Cherry Chester.
„Já, þið verðið að sjálfsögðu að gera það, sem
þið teljið bezt henta,“ sagði Boycie.
Leikstjóramir fóm burt í myrku skapi.
Ef þeir gerðu nú alvöru úr þessu — fengju
Alma Davis hlutverkið?
Skömmu siðar læddist Boycie á tánum inn í
herbergi Cherry og hjúkrunarkonan, sem sat við
hlið hennar og brosti til Boyeie og gaf henni
hljóðlega merki um að fara sér hægt, en fór
síðan út. Cherry sneri höfðinu þreytulega á svæfl-
inum. Hún var ræfilsleg útlits. Boycie reyndi að
vera glaðleg um leið og hún sagði:
„Þeir em að tala um að, fá Alma Davis hlut-
verk þitt!“
Cherry yppti bara veiklulega öxlum undir sæng-
inni. Boycie dró djúpt andann og mælti síðan:
„Jæja, ég hefi þó eina frétt, sem kannske getur
hresst þig: Anthony Amberton er á leið hingað!“
Cherry reis upp í rúmi sínu. Hún át eftir: „Á
leið hingað------?“
Svo hallaði hún sér aftur í hægindin og stundi:
„Ég þekki naumast manninn!" Boycie virtist rödd
hennar vera litið eitt hljómmeiri, og andartaki
síðar sagði hún: „Biddu þá um að bíða — nokkra
daga. Þeir mega ekki fá Alma þetta hlutverk.
Ég — ég vil sjálf hafa það, Boycie!"
1 raun og vem var ekkert að henni. Hún var
bara þreytt, þreytt af að hugsa, þreytt á að vera
óhamingjusöm, þreytt á vinnunni, sem samt sem
áður var einasta vöm hennar gegn áhyggjum
hennar. Þess vegna lagðist hún í rúmið. En ef
Anthony var á leið til Hollywood — ef hann
heyrði — ef hann læsi — — „Cherry Chester
hefir fengið taugaáfall------." Nei, hann skyldi
ekki fá að fagna þeim sigri og njóta þeirrar
ánægju. Hann skyldli fá að sjá — —!!
Hún leit á Boycie og mælti:
„Gefðu mér eitthvað að borða! Steik og mjólk.
Síðan einhvem ábæti — og glas af sherry."
Cherry Chester var að hressast svona fljótt.
Fréttin barst út og allir glöddust. Forstjórinn
neri höndunum saman af ánægju.
„Mér datt það í hug, að hún myndi fljótt ná
sér, þegar Alma Davis yrði talin líkleg til að
taka við af henni.“
Þegar Cherry Chester birtist aftur á kvik-
myndastöðinni, var henni heilsað með húrrahróp-
um. Fólki fannst hún líta vel út. Engum gat
dottið í hug, að hún hefði verið veik, eftir útlit-
inu einu að dæma. Hvenær yrði hún fær um að
fara að vinna aftur? Nú varð að hafa hraðan
á. Menn voru búnir að uppgötva, að skógarströnd-
in var mjög heppilegt umhverfi fyrir fyrstu Am-
berton-kvikmyndina.
„Amberton?‘i- spurði Cherry kæruleysislega.
, Anthony Amberton átti að koma síðari hluta
dagsins til Hollywood.
„Ég er reiðubúin til að byrja að vinna á morg-
un, “ sagði Cherry svo.
Sama kvöld fékk forstjórinn ágæta hugmynd.
„Var ekki það atriði, þar sem Cherry var bjarg-
að af ferðalangi, heppilegt fyrir Amberton? Bara
þetta eina atriði, þar sem hann finnur hana og
hún heldur, í hitasóttar-óráðinu, að hann sé villi-
maður og berst á móti honum — eftir að hún
i marga daga hefir verið vilt frá elskhuga sin-
um. Hann finnur hana, það er allt og sumt, og
ber hana i tjaldbúðir sinar .... en þá kemur
Sandez til sögunnar, eins og þið vitið. Þetta get-
ur orðið geysileg auglýsing fyrir myndina, jafn-
vel margra milljóna dollara virði.“
Og þetta var ákveðið.
Cherry og Boycié voru úti á kvikmyndatöku-
staðnum, þegar Anthony kom. Anthony brosti,
en hrukkaði örlítið ennið, þegar hann rakst á
tígrisdýrsunga og apa, sem honum hafði verið
sendur þama. Hann lét taka hvorttveggja úr
íbúð sinni. Hann var ekki kominn til Hollywood
til að hirða um apa. Hann hafði tvær góðar og
gildar ástæður fyrir komu sinni þama; hann kom
vegna eiginkonu sinnar og peninganna, sem í
boði voru. x
Hann spurðist kæruleysislega fyrir. Nú, ungft'úi
Chester ? Hann þekkti ungfrú Chester vel. Hún-
var á þessari stundu að enda við eina kvikmynd-.
ina. Hún hafði verið veik, svo að tökunni hafði
seinkað.
„Jæja, einmitt það,“ sagði Anthöny. Hún hafðí
þá verið veik ? Hann hmkkaði ennið, stakk hönd-
unum í jakkavasann, gekk svo út að gluggan-
um og starði út, án þess að sjá tvær fallegar
stúlkur, sem vom að leika golf úti á grasflet-
inum, beint fyrir framan hann. Blómstrandi vin-
viður vatt sig upp eftir glugga-umgerðinni, og
útsýnið var dásamlegt. En hann sá ekkert af
þessu. Hún hafði verið veik. Honum hafði aldrei
dottið það í hug, að Cherry gæti orðið veik.
Þegar fólk varð veikt, dó það stur.dum ....
Mennimir, sem hjá honum voru, ávörpuðu hann
tvisvar áður en hann svaraði. Og þegar þeir
fóm, hristu þeir höfuðið.
„Það virðist svo, sem þessi náungi sé lítið betri
viðureignar en Chester," sagði annar andvarp-
andi. „Það reyna líka allir að gera okkur lífið
sem erfiðast."
Anthony Amberton var mjög eftirsóttur. Hann
fékk fjölda heimboða og öðru hverju þáði hann
þau. Alltaf var þessi hugSun efst í huga hans:
„Skyldi hún ekki fara að koma heim frá þessari
kvikmyndatöku ?“ En aldrei sást hún í neinni
veizlunni, sem hann sótti.
Hann talaði við mennina, sem áttu að búa
handrít hans til kvikmyndatökunnar, og lék sér
að tígrisdýrsyrðlingunum. Hann var sjálfur kvik-
myndaður til reynslu, og hann furðaði sig á á-
rangrinum. Forstjórinn var ákaflega ánægður.
Það kom í ljós, að Anthony gat leikið og rödd
hans var prýðileg I talfilmu. Það var í rauninni
skömm að því, að láta hann ekki sjálfan leika
sig í myndinni. Hann þurfti ekki annað en að
krefjast þeirra launa, sem hann vildi fá fyrir að
leika í henni. En Anthony virtist ekki hafa neina
löngun eða metnað hvað það snerti.
En þá varð hann aftur kallaður fyrir æðstu
forsprakka félagsins og honum boðið offjár fyr-
ir nokkurra minútna leik í annarri mynd. Hon-
um var nú skýrt frá öllum aðstæðum og hon-
um fengið handritið að kvikmynd Cherry.
Skelfdur og undrandi heyrði hann sjálfan sig
segja með rödd, sem hann þekkti ekki:
„Ég hefi hitt ungfni Chester."
Allir flýttu sér að hæla henni og segja, að hún
væri ágæt leikkona. Ætlaði hann að hugsa um
tilboðið ? Þetta yrði geysileg auglýsdng, eltki ein-
ungis fyrir myndina heldur fyrir hann siálfan.
„En ég er ekki kvikmyndaleikari," andmælti
Anthony.
„Þér gætuð orðið það,“ sagði þá einhvef „Þér