Vikan


Vikan - 08.04.1948, Blaðsíða 12

Vikan - 08.04.1948, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 15, 1948 hafið þá hæfileika, sem til þess þurfa, — ég sá myndina, sem var tekin af yður til reynslu." „Ég vildi gjama fá tíma til að velta þessu fyrir mér,“ sagði Anthony. En það gat hann ekki, til þess vannst enginn tími. Bums krafðist þess að Anthony kæmi strax, ef hann ætlaði að gera það. Leikarinn, sem ráð- inn hafði verið í þetta hlutverk var búinn að fá veður af þvi sem var i bígerð, og hélt hann sig alveg í tjaldi sínu, í illu skapi. Að vísu átti hann að fá laun sín eftir sem áður og loforð um hlut- verk í næstu mynd, en það var ekki óhætt að sleppa hendi af honum, fyrr en vitað var með vissu, hvort Anthony vildi taka að sér hlutverkið. Anthony reis á fætur og horfði kuldálega á rjóð andlit forstjóranna. „Það gæti verið gaman að reyna,“ sagði hann svo. Morguninn eftir kom Anthony þangað sem kvikmyndin var tekin. Var hann I fylgd með eftirlitsmanni. Furðaði hann sig mjög á viltri náttúrufegurð staðarins, sem lá svo nærri Holly- wood. Að vísu hafði hann þurft að fara á fætur klukkan fimm um morguninn til að ná í tæka tíð þangað, en það hafði verið þess virði. Hann hafði ekið svo hratt alla leiðina að eftirlitsmað- urinn var dauðhræddur. „Þama er ungfrú Chester," sagði maðurinn. Anthony sá hana greinilega. Hún stóð innan um fólk ög stappaði niður fótunum. „Ég vil það ekki! Ég vil það ekki!“ æpti hún. Anthony gekk hröðum skrefum heim að tjald- búðinni. Hann sá að Cherry var steinþögnuð og starði á hann eins og hún gæti ekki trúað sínum eigin augum. „Góðan daginn, ungfrú Chester," sagði hann. „Það var gaman að hitta yður aftur!" Cherry sneri við honum bakinu. Burns, kófsveittur, þrýsti hönd Anthonys. „Það gleður mig að þér skulið vera kominn," sagði hann. „Hafið þér lesið handritið? Hvað álítið þér um tilsvörin? Þau em ekki mörg. Við getum farið hægt yfir þau núna. Ungfrú Chester," .kallaði hann og sneri sér við. En Cherry var horfin. Lágvaxin, gæðaleg kona, sem stóð við hlið Burns, horfði skarplega á Anthony. „Svo að þér emð Anthony Amberton," sagði hún hægt. Hún hafði árangurslaust beðið þess að Bums myndi kynna þau. „Cherry hefir talað um yður,“ sagði hún brosandi. „Ég er lagskona henn- ar. Ég held að við höfum verið einu sinni ferðafé- lagar frá San Francisko til New York. Cherry sá yður ekki. Eða var það annars?" spurði hún undrandi sjálfa sig. Bums tók í Anthony og sýndi honum staðinn með eins mikilli hreykni og ef hann sjálfur hefði gróðursett alla pálmana og mnnana. „Þetta hefði ekki orðið betra þótt við hefðum farið í frumskóg," sagði hann glaður. Eigum við að fá okkur sæti og fara yfir hlutverkið, Amber- ton. Þetta mun ekki taka langan tíma. Við æfum yður nokkmm sinnum og svo kvikmyndum við.“ „Ég er hræddur um að ungfrú Chester sé þetta á móti skapi. Hún virtist ekki verða glöð við að sjá mig.“ „Ég var að segja henni frá yður þegar þér komuð," sagði Bums. Hann horfði á Anthony og talaði nú við hann sem.jafningja sinn og gleymdi allri auðmýkt. „Látið yður standa á sama með stelpuna, hún er illa uppalin. Ég hefi einu sinni áður þurft að fást við hana og það var illt starf. Hún verður allt í einu bálvond, en núna til að byrja með var hún ekkert nema blíðan og það vom engin vandræði með hana, en svo varð hún allt í einu vitlaus, fékk taugaáfall og núna — já, lítið bara á hana!“ Anthony vildi gjaman mega horfa á hana, en hún var hvergi sjáanleg. Hún var í tjaldi sínu, stappaði niður fótunum, starði á Boycie og var eins og nom í tötmm. „Ef þú heldur að ég fáist til að leika á móti þessum heimskingja —,“ sagði hún. „Þetta virtist vera mjög aðlaðandi, ungur mað- ur, að því sem ég get bezt séð," sagðf Bóycie. „Cherry, nú hagarðu þér sæmilega!" „Hann heldur að hann geti notað mynd mína, sem auglýsingu fyrir heimskulega —,“ tók Cherry laftur til máls. „Reyndu nú að sansast," greip Boycie fram í fyrir henni, þótt hún vissi vel að það myndi Cherry aldrei gera. „Þetta er ekki hans uppá- stunga, það hefir Bums sjálfur sagt þér. Vertu skynsöm, annars fer maðurinn héðan aftur og segir að þú hafir verið hrædd við að hann myndi draga athyglina frá þér.“ Fimm mínútum síðar kom Cherry aftur út úr tjaldinu — hún var lituð í framan og hárið ýft í eina flókabendu. „Ég er tilbúin,“ sagði hún stuttlega við Bums. En það var Anthony auðsjáanlega ekki. Hann var niðursokkinn við að athuga breytinguna, sem varð á andliti hans við litunina. Skömmu seinna klæddisrt hann fötum landkönnuðarins — stuttum buxum og setti á sig sólhjálm og riffill og svipa vom honum einnig fengin. „Til hvers á ég að nota þetta?" spurði Anthony brosandi. J Eftir stutt samtal við Bums lagði hann svip- una aftur frá sér. Anthony hélt því fram að hann væri ekki vanur að lemja áfram burðarmenn sina í ferðalögunum eða að dangla með svipu í skottið á ljónum sem urðu á vegi hans! Anthony fór yfir hlutverk sitt með Bums. Það var ekki sérlega flókið. Landkönnuðurinn hnaut um ungu stúlkuna, sem var magnþrota eftir að hafa skreiðst áfram marga kílómetra. Hannn krýpur niður, rekur upp óp og leitar hvort ekki sé lífsmark með henni. Unga stúlkan hreyfir sig. Landkönnuðurinn muldrar nokkur orð, tekur stúlkuna í fang sér og gengur áleiðis til tjald- búða sinna, sem ekki em það nærri, að þær sjáist. „Þá skulum við byrja," sagði Bums glaðlega. Cherry var töfrandi fögur í fatadmslunum, það sá Anthony óðara, og hann varð ofsareiður við þá tilhugsun að hver stráksláni sem ætti nokkra aura í vasanum gat fengið að sjá hana svona hálfnakta í kvikmyndahúsunum á næstunni. „Ég gæti lamið hana,“ hugsaði hann bitur og iðraðist þess að hafa lagt frá sér svipuna. Þetta var þó konan hans' og mál til komið fyrir hann að aðhafast eitthvað. Bums svitnaði. Þetta var síðasti þáttur myndar- innar. Ef ekki þurfti að taka eitt atriðið að nýju eða ef ekkert óvænt kom fyrir, væri þessu senn lokið. Honum leizt vel á Amberton óg vildi gjarn- an koma honum í aðalhlutverkið i einhverri mynd. Maðurinn var auðsjáanlega mikilhæfur. Hann þerraði svitann af enni sér. „Ef allt fer eins og ætlað er getum við íarið heim í kvöld og at- hugað myndina í heild," hugsaði -Bums. „Ertu tilbúin að gera eina æfingu?" spurði hann Cherry. Cherry játti þvi. Hún varpaði sér til jarðar. „Jæja, Amberton!" sagði Bums. Anthony. kom gangandi eftir skógarstígnum. Hann sá ekki stúlkuna en hnaut um hana. „Ó," stundi Cherry og gleymdi að hún átti að vera meðvitundarlaus. Anthony leit niður, rak upp óp og kraup við hlið hennar. Hann lagði höndina á grannan úlnlið hennar og með óbland- inni ánægju þreifaði hann undir tötra hennar að hjartastað hennar. Hún fékk öran hjartslátt við þessa snertingu hans. Bums fannst þetta vera allt eðlilegar leikið en hann hafði þorað að gera sér vonir um. Anthony reis varlega á fætur með Cherry í fanginu. En nú raknaði Cherry við sér. Hún æpti, lamdi hann og klóraði í framan. Anthony lagði hana frá sér og strauk andlit sitt. Hún brosti illgimislega til hans, þar sem hún lá á jörðinni. Bums kom þjótandi. „Þetta var ágætt, Amberton," sagði hann. „Drottinn minn!" Hann horfði á blóðugt andlit Ambertons. „Cherry, þetta máttu ekki gera,“ mótmælti hann af veikum mætti. Cherry reis á fætur án þess að svará og flúði fram hjá þeim inn í tjald sitt. „Mér þykir þetta leitt,“ sagði Bums, „— hm, hún lifir sig svo inn í hlutverk sitt." „Það er engpi likara," svaraði Anthony kulda- lega. „Komið, við verðum að þvo blóðið af yður og bera smyrsl yfir, svo a,ð rispumar sjáist ekki.“ Skömmu seinna var allt tilbúið til sjálfrar myndatökunnar. Bums vildi ekki hafa fleiri æf- ingar. Boycie hafði kallað hann afsiðis. „Ef þetta á að takast, ráðlegg ég yður að hafa hraðann á.“ Boycie lækkaði róminn. „Hún virðist háfa fengið — viðbjóð á Amberton." „Haldið þér að ég sjái það ekki!" svaraði Bums. Nú var kvikmyndatökuvélinni komið fyrir pppi í trjánum, — þaðan var hægt að ná góðri mynd af Cherry, þar sem hún lá magnþrota. Anthony kom aftur eftir stignum. Nú stóð hann við hlið hennar, þreifaði á hjartastað henn- ar — nú gekk hann burt með hana — og mynda- MAGGI OG RAGGI Teikning eftir Wally Bishop. Þessar myndir þurfa ekki skýringar við!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.