Vikan - 15.04.1948, Síða 3
VTKAN, nr. 16, 1948
3
Foringi fjögra milljona hers
Grein úr tímaritinu ,,Úrval“,
eftir Dorothy Walworth.
í 82. aldursári er Evangeline
Booth hershöfðingi eins
mesta hers í heimi, bæði að tölu
og áhrifum. Her þessi er Hjálp-
ræðisherinn. Um 4 miljónir
manna bera einkennisbúning
hans, starfa í 92 löndum og tala
102 tungumál. Þessi her Krists
helgar líf sitt þjónustu og fórn;
aginn er strangur og kröfurnar
harðar til þeirra, sem vilja ger-
ast foringjar innan hans. 1 allri
sögu hersins hafa hershöfðingj-
ar hans aðeins verið sex.
Ég heimsótti Booth hershöfð-
ingja síðastliðið vor á heimili
hennar skammt frá New York.
Hún er gædd þeirri ótímabundnu
fegurð, sem hlotnast þeirri konu,
er ber ljós og skugga í hjarta
sínu. En ekki gat ég eitt andar-
tak gleymt því, að þessi grann-
vaxna, tígulega kona var hers-
höfðingi. Þótt hún hafi sleppt
stjórnartaumunum, er hún enn
hermaður af lífi og sál, engu síð-
ur en þegar hún hóf starf sitt
sem nýliði sextán ára gömul í
fátækrahverfum Lundúnaborg-
ar.
Hjálpræðisherinn tók til
starfa árið 1865, þegai* William
Booth meþódistaprestur og kona
' hans Catherine kvekari hófu
björgunarstarf sitt í fátækra-
hverfum Austur-Lundúna, en
íbúar þeirra voru ekki taldir
hæfir til að sitja á hinum gljá-
andi bekkjum biskupakirkjunn-
ar. Booth-hjónin töluðu á stræt-
um úti og öreigar og afhrök
hlustuðu á þau með fögnuði.
Þúsundum saman skipaði fólk
sér í raðir hersins, og er frá leið
tók fáni hersins með áletruninni
„blóð og eldur“ að blakta víða
um heim.
Evangeline Booth fæddist á
jóladagsmorgun árið 1865. ,,Ég
var fjörmikið barn,“ segir hún,
„og meira gefin fyrir að leika á
gítarinn minn og koma fólki til
að hlæja, heldur en að fást við
eldamennsku og saumaskap. Ég
lék mér með strákum. Brúður
leiddust mér, af því að þær voru
hjartalausar. En mér þótti gam-
an að skepnum.“
„Hvenær vaknaði löngunin
hjá yður til að verða hermað-
um?“ spurði ég.
„Mjög snemrna," svaraði hún.
„Ég sá foreldra mína vinna fyrir
fólkið og bera byrðar þess, jafnt
á nótt sem degi. Þau þurftu ekki
að minnast á kristindóm einu
orði. Ég sá hann í starfi þeirra.
Á fimmta afmælisdegi mínum
tók mamma mig á eintal. Hún
sagði, að ég bæri nafn fagnaðar-
boðskaparins, og að hún vonaði
að heimurinn yrði betri fyrir
það að ég væri í hann borin, og
að ég yrði að hugsa um það
hvað ég ætlaði að gera við líf
mitt.
Foreldrar mínir vissu ekki,
hve djúptæk áhrif starf þeirra
og fórnfýsi hafði haft á mig.
Þau óttuðust sífellt, að ég yfir-
gæfi herinn, og þegar ég eltist
fengu þau jafnvel grun um, að
ég ætlaði að gerast leikari, því
að — þó ég segi sjálf frá — var
ég lagleg og hafði góða rödd.
Auk þess var ég hvorki kaldlynd
né tepruleg. En ég lét aldrei
freistast af heiminum, að
minnsta kosti ekki of mikið. Það
er gaman að láta freista sín svo-
lítið, eins og þér vitið.“
„Þér hafið aldrei gifzt,“ sagði
ég.
Það færðist skuggi yfir andlit
hennar. „Mér geðjaðist alltaf vel
að karlmönnum,“ sagðihún. „En
eini maðurinn, sem ég hefi elsk-
að, vildi að ég yfirgæfi herinn.
Leiðir okkar skildu því. Ég hefi
tengzt miljónum hjartna í stað
eins. Ég syrgi það ekki, en ég
gleymi því ekki.“
Evangeline byrjaði starf sitt
16 ára. Hún gekk ekki með ein-
kennishatt hersins, hattinn, sem
móðir hennar hafði sniðið eftir
kvekarahatti sínum. Hún áleit,
að hún myndi komast nær fólk-
inu í fátækrahverfunum, ef hún
gengi eins klædd og það. Hún
klæddist því í tötra og lagði leið
sína inn í bjórstofurnar, fang-
elsin og öngstrætin.
„Fólkið kallaði mig „hvíta
engilinn", sagði hún. „Ef til vill
af því að ég var föl af tauga-
óstyrk. Oft var ég hrædd. Enda
kom ég á staði, sem lánsamt fólk
getur ekki ímyndað sér, hvemig
voru.“
Hún þagnaði og leit á mig
alvörugefin. „Það er erfitt að
skýra það,“ sagði hún, „en von-
bráðar varð ég eitt með þessu
fólki. Ég lifði ekki einu, heldur
mörgum lífum. Ég var sótarinn,
konan, sem seldi fölnaðar f jólur
á torginu. Og því meir sem ég
kynntist myrkrinu, þvi ákafar
þráði ég að boða sannleikann
um ljós heimsins.
Ég byrjaði með þvi að túlka
hann í tónum. Ég settist út í
horn í veitingastofunni með
gítarinn minn og byrjaði á f jör-
ugri vísu. Kliðurinn í salnum
lækkaði og fólkið fór að hlusta.
Svo reyndi ég sálm. Eg notaði
alltaf tónlistina, og herinn hefir
haldið því áfram síðan, því að
hún talar beint til hjartnanna.
Hún vekur ekki deilur, heldur
viljann til að fylgja. Hún vekur
endurminninguna um allt hið
góða, sem við höfum kynnzt, og
löngunina til að finna það aft-
ur.“
Átján ára var Evangeline
gerð að lautinant. Hún bjó í her-
bergiskytru í einu fátækra-
hverfinu. Búslóðin var tveir
stólar og lélegt rúmstæði.
„Við áttum marga óvini á
þessum árum,“ segir hún. Víg-
orð okkar „bjargið þeim sem
eru í hættu, huggið þá, sem eru
dauðvona" hljómaði illa í eyrum
betri borgara. Þeir sögðu, að við
værum að ala á óánægju meðal
fátæklinganna. Okkur var ekki
leyft að halda samkomur í kirkj-
unum. Brunaliðið beindi að okk-
ur vatnsdælum sínum. Dómar-
amir dæmdu hermenn okkar í
langar fangglsisvistir fyrir að
valda óspektum á almannafæri.
Oft kom það fyrir, að trúleys-
ingjar og götustrákar, vopnaðir
grjóti og bareflum, hleyptu upp
samkomum mínum. Við Hjálp-
ræðishermerm áttum að biðja
fyrir óvinum okkar. En ég fann
aðrar leiðir til að blíðka þá. Einu
sinni kom það fyrir, að maður
nokkur kastaði steini í mig, svo
að blæddi úr handleggnum. Ég
fór rakleitt til hans og sagði:
„Héma, bittu um þetta. Þú gerð-
ir þetta, það er bezt þú gangir
frá þvi.“ Maðurinn varð irndr-
•andi, en breyttist samstundis úr
óvin í vin. Hann batt um hand-
legginn, og seinna gekk hann í
herinn.
1 hvert skipti, sem ég stóð
andspænis trylltum múg, sneri
ég mér til forsprakkans og bað
hann um að vernda mig. Og það
brást aldrei, að hann snerist á
mitt band.
Þegar ég sagði tilheýrendum
mínum, að guð elskaði þá og
mundi frelsa þá frá allri synd,
var oft kallað fram í fyrir mér
og sagt: „Hvað veit ung stúlka
eins og þú um synd?“ Þá svar-
aði ég: „Ég efast ekki um, að
þið vitið margt um syndina sem
ég veit ekki.“ Af þessu urðu þeir
hreyknir. Þeim var nóg að fá
það viðurkennt, að þeir vissu
meira en ég, jafnvel þó að það
væri aðeins um syndina.
Auðvitað gáfum við þessu
fólki mat, föt og húsaskjól eftir
því sem föng voru á. En við gáf-
um því margt annað, sem var
jafnvel enn þýðingarmeira —
t. d. sjálfsvirðingu.
Einu sinni kom ég í sóðalega
kjallaraíbúð. Fjögur börn voru
á heimilinu, móðirin var nýdáin
af völdum barnsfæðingar og fað-
irinn var ofdrykkjumaður. Ég
fór með börnin heim í herbergis-
kytruna míha. Þegar faðirinn
frétti, að ég hefði tekið börnin,
ruddist hann inn til mín með
öskrum og óhljóðum og hótaði
að drepa okkur öll. Þegar hann
sá eldinn í arninum, hvítan dúk-
inn á borðinu og börnin sín í
hreinum fötum, hrein og rjóð í
framan, rak hann upp stór augu.
Ég sagði við hann: „En hvað
þetta eru falleg börn! Það hlýt-
ur að vera margt gott um þann
mann, sem á svona falleg börn.“
Þessi orð vöktu sjálfsvirðingu
hans. Þetta kvöld byrjaði hann
afturhvarf sitt.“
Þó að Evangeline nyti engra
sérréttinda fyrir það, að hún var
dóttir stofnanda Hjálpræðis-
hersins, fór ekki hjá því, að
dugnaður hennar og stjórnsemi
vekti athygli. Tuttugu og
þriggja ára varð hún erindreki
Hjálpræðishersins í Londoh;
átta árum síðar varð hún
kommandör í Kanada; og 38 ára
var hún gerð að yfirmanni hers-
ins í Bandaríkjunum. Árið 1934
var hún útnefnd yfirhershöfð-
ingi alls Hjálpræðishersins.
Evangeline andvarpaði. „Þessi
ár voru full af lífi og starfi. Ég
ferðaðist um allan heim, talaði
Framhald á bls. 15.
\