Vikan


Vikan - 27.05.1948, Blaðsíða 1

Vikan - 27.05.1948, Blaðsíða 1
X * Víðavangshlaup IR. Hlaupið var fyrst háð 1916 og síðan árlega, hinn fyrsta sumardag. Fyrstu 4 árin voru þátttakendur aðeins iR-ingar, en 1920 bættust fleiri félög í hópinn og það ár og fimm næstu báru Kjósarmenn sigur úr býtum. En alls hafa félögin unnið sveitakeppnina sem hér segir, síðan 1920, að keppnin var opin öllum félögum: KR 14 sinnum, Ármann 5 sinnum, Iþrótta- félag Borgarfjarðar 3 sinnum, Afturelding og Drengur 3 sinnum, Iþrótta- félag Kjósarsýslu 3 sinnum, ÍR 1 sinni. Oftast af einstaklingum hafa sigrað Geir Gígja, KR (1924,1926, 1927 og ’28) og Sverrir Jóhannesson, KR í f jög- ur ár samfleitt (1936—1939) og næstur er svo hinn mikli hlaupari Kjósar- manna, Guðjón Júlíusson, sem vann 3svar (1923—1925). Keppendur í þessu 33. Víðavangshlaupi IR á sumardaginn fyrsta í vor, voru óvenju fáir, aðeins 12. Lauk sveitakeppninni (þriggja manna) með sigri Ármanns, sem átti 1., 3. og 4. mann í mark og hlaut þannig 8 stig. Sveit KR var 2. og sveit lR sú þriðja. Ármannssveitin bar einnig sigur úr býtum í fimm manna sveitakeppni. Sigurvegari varð Stefán Gunnarsson, Ármanni, sem þó átti í harðri baráttu við Þórð Þorgeirsson, sigurvegara 1946 og 1947, meiri hluta hlaupsins. Efri myndin: Stefán Gunnarsson, Árm., sig- urvegarinn í víðavangs- hlaupinu. — Neðri mynd- in: Þeir, sem unnu sveita- keppnina, taldir frá vinstri: Elinberg Kon- ráðsson, Hörður Hafliða- son, Stefán Gunnarsson, Njáll Þóroddsson og Ste- fán Hjaltalín. • (Pétur Thomsen tók efri mynd- ina, Sigurður Norðdahl pá neðri.) IMCMiÉiýii

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.