Vikan


Vikan - 27.05.1948, Blaðsíða 13

Vikan - 27.05.1948, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 22, 1948 13 l • Vondi Sören • Barnasaga „Vertu ekki að striða litlu systur þinni, Sören! Þú mátt ekki velta hest- inum hans Óla,' Sören! Komdu ekki við brúðuvagninn hennar Elsu, Sören. Farðu, Sören, þú ert alltaf svo ó- þsegur." Á þessu gekk ailan daginn. Sören neitaði því ekki, að hann væri vond- ur strákur. Allir voru sammála um það. Móðir hans, faðir, systkini og öil skólabömin sögðu þetta. „Það hlýtur að vera satt,“ sagði Sören við sjálfan sig. Öllum ber sam- an um það. En ég veit ekki hverju þetta sætir. Eg ætlaði ekki að skemma brúðuna hennar Elsu. Ég ætlaði einungis að skoða hana. En þá rak Elsa upp org og sagði, að ég hefði í hyggju að rifa brúðuna í smáagnir. Og þá skipaði mamma mér strax að hypja mig. Þegar ég hugðist hjálpa Óla við það að spenna hestinn fyrir vagninn, fór hann að hrína og sagði, að ég ætlaði að veita öilu saman. Það er ekki gaman að vera Sören, þar sem allir þykjast fullvissir um að ég sé vondur drengur.“ En þetta álit á Sören hafði þó við nokkur rök “að styðjast. Hann hafði stundum verið allharðleikinn við sér minni máttar, hmndið þeim, tekið eitthvað frá þeim í bili o. s. frv. Var svo komið, að smákrakkar vora hrædd við hann\ og fóm að æpa, er þau sáu hann í nánd. Þegar hér er komið sögu, var Sören á leið í skólann. Hann hugsaði um hvemig komið væri hag sínum, — og var ekki ánægður. Þá heyrði hann Biblíumyndir. 1. mynd. Þá sagði Bóas við Rut: Heyr þú, dóttir min; far þú ekki á annan akur til þess að tína, og far þú heldur ekki héðan, en haltu þig hér hjá stúlkum minum. 2. mynd.....Maðurinn, sem ég hefi unnið hjá í dag, heitir Bóas. Þá sagði Naomi við tengdadóttur sína: Maðurinn er okkur nákominn; hann er einn af iausnarmönnum okkar. 3. mynd.......Hlýð þú, son minn, á áminning föður þins og hafnal eigi viðvörun móður þinnar; því að þær em yndislegur sveigur á höfði þér og men um háls þinn. 4. mynd.......Hlýð þú föður þin- um, sem hefir getið þig, og fyrirlít ekki móður þína, þótt hún sé orðin gömul. Kaup þú sannleika, og sel hann ekki. skyndilega hrópað: „Bangsinn minn! Ó, bangsinn minn datt i vatnið! Þama stóð lítil stelpa, brúneyg, með hrokk- ið hár, og ljósbláan borða í. Hún grét, en úti á tjöminni, sem var í garðinum við heimili hennar, flaut bangsinn góði. „Ég skal hjálpa þér,“ flýtti Sören sér að segja. Hann opnaði hliðið og þaut inn i garðinn. Hér var ekki tími til að biðja um leyfi. Hann óttaðist, að telpan mundi sjálf reyna að ná þessu leikfangi sínu. En það mundi vera henni um, megn. Sören fór í flýti úr skóm og sokk- um, og óð út í tjömina, til þess áð ná í bangsann. Það tókst. Litla telp- an varð svo glöð, þegar hún fékk bangsann, að hún þrýsti honum að sér, þó blautur væri, hljóp til húss- ins og lét hjá líða að þakka fyrir hjálpina. Sören fór í sokkana og skóna og hraðaði för sinni í skólann. Hann kom þangað nógu snemma. Allan daginn hugsaði hann um litlu stelpuna með hrokkna hárið, og tók ekki þátt í leikjum bamanna. Svo átti síðasta kennslustundin að hefjast. Þá kom skólastjórinn. Og í fylgd með honum var fín frú og lítil stelpa. „Þarna er hann! Þetta er hann,“ sagði sú litla og hljóp til Sörens. Hún sagði: „Þú ert bezti drengur í heimi. Kærar þakkir fyrir hjálpina." Bömin í bekknum góndu á Sören og aðkomumæðgurnar. Þetta hlaut að vera misskilningur. Var það ekki rangnefni, að kalla Sören góðan dreng ? En- mæðgumar gengu nú til hans og þökkuðu honum með handa- bandi. Þær báðu hann að koma og heimsækja Önnulísu og leika sér að öllu dótinu hennar í stóra garðinum heima hjá henni. Einhver sagði í hájfum hljöðum: „Þær fá fljó.tlega nóg af Sören." En það fór ekki svo. Sören gjör- breyttist. Hann varð vingjamlegur og hjálpfús. Móðir hans veitti því nú athygli, að hann var i raun og vem góður við systkini sín. Hún sagði: „Við höfum haft Sören fyrir rangri sök.“ Og hún klappaði á koll hans. „Krakkamir hafa oft komið; illu á Sören, hljóðað upp og klagað hann að ástæðulausu, er hann hefir ætlað að hjálpa þeim. Sören er góður drengur, og þið skuluð fara að hans ráðum. Hann vill ykkur vei. Héðan í frá skal engum líðast að hafa Sören til ásteytingar. Hann á það ekki skilið." Þetta var önnulísu að þakka. Hún varð fyrst til þess að lýsa því yfir eða gera heyrinkunnugt, að Sören væri bezti drengur. Það var henni að þakka, að Sören bætti ráð sitt, eða sýndi sitt rétta eðii; því raun og sannleika var'hann góður. En þar sem hann hafði oft verið hafður fyr- ir rangri sök, var ekki von að vel færi. Velvild og þakklátssemi litlu stelp- unnar varð Sören til , æfilangrar blessunar. Af þessu má það ljóst vera, hve velvild og þakklæti fá miklu góðu til vegar komið. Þrir drengir i smábæ einum í Bandaríkjunum skrópuðu úr skóla til að fara í veiðitúr. Á leiðinni stöðv- uðu þeir bíl til að flýta fyrir sér, en maðurinn í bíinum reyndist vera skólastjórinn! ! ! ! Sex ára gömul telpa í stórborg- inni Cleveland í Bandaríkjunum, var stödd i búð ásamt foreldrum sínum, 10 kílómetra frá heimili þeirra, þeg- ar hún týndi foreldrum sínum. Henni tókst að rata heim hjálparlaust. Veiztu þetta — ? Mynd efst til hægri: Úlfaldi getur dmkkið vatn, sem myndi 'vera hesti banvænt. -— Mynd til vinstri: Ösérfróðir menn horfa venjuiega inn i hlið- ina á kíkinum, sem þeir búa til, en ekki inn í endann. Stjörnuljósið lendir þá á spegli, en ekki sjóngleri. — Mynd að neðan til hægri: Margar svampa- tegundir em ónothæfar fyrir glemálar, sem í þeim sitja.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.