Vikan


Vikan - 27.05.1948, Blaðsíða 9

Vikan - 27.05.1948, Blaðsíða 9
VIKAN, xir. 22, 1948 9 Frétta- myndir Hin vinsæla bamaleikkona Shirley Temple er ekki bam lengur. Hún er gift. og orðin móðir. Hún eignaðist bam i janúar síðastliðnum. Hún gift- ist John Agar í september 1945. Clement Attlee, forsætisráðherra Bretlands. Fyrir aftan hann stendur utanrikisráðherrarm, Emest Bevin. Amerískir bændur á leið upp í flugvél á LaGuardia flugvellinum i New York. Þeir eru að fara í ferðalag til Evrópu til að kynna' sér ástand þar i landbúnaðarmálum. riwBlóðrannsóknir í sambandi við bams- J.’tfaðemismál cru ekki nýjar af nál- inni. En síðan uppgötvaðist hinn svo- nefndi ,,RH blóðfaktor" hefir þótt ein- sýnt, að hann mundi mega nota við ákvörðun bamsfaðernis. Nýlega gekk dómur i barnsfaðemismáli í Banda- rikjunum, þar sem dómsniðurstaðan var byggð á rannsókn á ,,RH blóð- faktor" málsaðila, og er það í fyrsta skipti, sem slikur dómur er felldur. Myndin er af dómaranum, sem kvað upp dóminn. Þetta er ameríska omstuskipið ,,USS Illinois", eða öllu heldur eftirlík- ing af því stóra skipi, enda ekki stærra en lítill vélbátur. Þáð er notað við kennslu í flotaskóla Bandaríkjanna. 1 baksýn er þinghús Banda- ríkjanna í tj/ashington. Þetta er mynd af amerisku þingmannsefni og konu hans. Maðurinn heitir Charles E. Potter, tók þátt í stríðinu og missti báða fætuma, er jarðsprengja sprakk skammt frá Colmar í Frakklandi. Nú bíður hann sig fram til þings í Michigan, en einn þingmaður féll frá þar nýlega.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.