Vikan


Vikan - 27.05.1948, Blaðsíða 10

Vikan - 27.05.1948, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 22, 1948 • HEIMILIÐ * Matseðillinn Kartöflusúpa. y2 kg\ kartöflur, y2 1. mjólk, ÍVÍ 1. jurtasúpa, 50 gr. smjör, 2 gul- rætur, 1 teskeið karry, salt, 1 teskeið sykur. Mélaðar kartöflur eru flysjaðar, skomar í bita og soðnar í mjólkinni. Þegar þær em soðnar er smjörið og jurtasúpan látin saman við og soðið með. Því næst er súpan síuð. Gulræt- urnar, sem þurfa að vera vel hreins- aðar og akomar smátt, eru látnar út í súpuna og soðnar með í 10 mín- útur. Salt er notað eftir smekk. Glóð- að franskbrauð er borið með súp- unni. Þorskabuff. 1 kg. hreinsaður þorskur, 2 mat- sk. hveiti, salt og pipar, 150 gr. smjörlíki. Gott er að þorskurinn hafi hang- ið yfir nóttina, því að þá hefir vatn- ið sigið úr honum. Fiskurinn hreins- aður, skafinn úr roðinu og vigtað- ur. Saxaður einu sinni með saltinu og pipar hrært saman við. Fisk- deiginu skift í jafnar kúlur, sem mótaðar eru flatar og kringlóttar með borðhnif, það er gert á bretti, sem hveiti er stráð á. 100 gr. af .smjörlíki brúnað og buffið steikt móbrúnt þar í á báðum hliðum. Það sem eftir er af smjörlíkinu sett á pönnuna og buffið steikt við hæg- an eld í 10 min. Raðað upp á fat, á fatið er einnig látið hvitkál í jafn- ingi, utan um á fatið er raðað soðn- um kartöflum og smjörið borið með í sósukönnu. (Úr bókinni 160 fiskréttir eftir Helgu Sigurðardóttur). H ÚSRÁÐ Varist að láta leikföng barnsins liggja í hirðuleysi hér og þar á gólf- inu. Þau geta orðið börnum og full- orðnum illilega að fótakefli. Gætið þess að láta ekki ofmikinn þvott í þvottavélina. Þegar ofmikill þvottur er í vélinni, íþyngir það mót- omum um of, og er þá hætta á, að þvotturinn komi ekki eins hreinn úr vélinni og ella, auk þess sem mótor- inn getur skemmzt. TÍZKUMYND Þessi kjóll fer bezt kornungum stúlkum. Efnið er taft. Gott ráð til að halda nótunum á píanóinu hvítum, er að strjúka þær öðru hverju með tusku vættri í blöndu af vínanda og vatni (einn hluti af vínanda á móti 12 hlutum af vatni). Ef þér ætlið að mála yfir gamla málningu, þá gætið þess að taka fyrst af gljáann, annað hvort með ter- pentínu, sandpappír eða stálull, því að annars festist nýja málningin ekki vel á. Þegar þér festið tölur á blússur bama, er gott að festa þær á teygju- band, svo að það gefi eftir, þegar bamið hreyfir sig og minni hætta sé á að rifni út frá tölunum. Glansi af bláum seviotsfötum má ná með því að nudda þau með ediki og strjúka síðan með mjúkum svampi vættum í ammoníaki. Hægt er að ná blekblettum af veggfóðri með óblönduðu blævatni. Vætið klút lítið eitt í blævatni og drepið honum á blettinn. Nuddið ekki. Þerrið síðan strax af aftur. Ef veggfóðrið þolir ekki þvott, get- ur verið að liturinn í því renni svo- lítið. Bezt er því að gera fyrst til- raun þar sem ekki ber mikið á. Hjónaskilnaðir .. Eftir Dr. G. C. Myers. .. Sumir velja úrlausnir í vandámál- um, sem virðast liggja beinast við þá og þá stundina, án þess að hugsa nokkuð um það, hverjar afleiðing- ar þær kunna að hafa síðar. Þegar deilur rísa til dæmis við skilnað hjóna um hvort foreldranna eigi að hafa bamið er stundum sú úrlausn fengin að barnið sé hjá þeim til skiptis. Hvers vegna er aldrei í svona til- fellum hugsað um velferð barnsins? Ef það væri gert ætti að dæma því foreldri barnið, sem gæti á allan hátt séð bezt fyrir því, bæði fjár- hagslega og andlega séð. Fátt get- ur verið barninu verra en að vera á sífelldum flækingi á milli skil- inna foreldra sinna, en þó er þann- ig farið að við mörg börn. Auðvitað eru foreldramir og aðr- ir ættingjar í súmum tilfellum svo andlega þroskaðir og hugulsamir gagnvart baminu að þeir reyna á engan hátt að ala á andúð hjá því Sokkaþvottur Til þess að sokkar endist sem lengst og til að þeir fari vel á fætinum er bezt að skola þá úr volgu vatni á hverju kvöldi. Ullarsokka má skola úr volgu saltvatni og á eftir úr hreinu vatni. Ef þeir þoma naumast yfir nóttina á að vefja þá inn í bréf eða, handklæði áður en þeir eru hengdir upp. I stórþvottinum eru sokkamir flokkaðir þannig: ljósir sokkar, sem eru þvegnir með mislitum þvotti, dökkir sokkar, þvegnir úr kvilaja- berki" og hvítir leistar, sem em soðnir. Sokkar em ekki lagðir í bleyti, heldur skolaðir úr volgu vatni eins og mislitur þvottur, áður en þeir em þvegnir. Venjulega verður að þvo þá úr tveimur sápuvötnum, og skola þá á milli og síðan að skola þá þrisvar úr hreinu vatni. Sokkar em alltaf þvegnir með höndunum, og bæði á réttunni og röngunni. Nudda verður sólann en fara varlega með bolina. Hengja á sokkana upp á totunni og þannig að klemman snertir aðeins sólann. Áður en farið er í nýja sokka á að þvo þá. Alsilkisokka á aldrei að geyma óhreina, heldur þvo þá óðara eftir notkun. gagnvart hinum aðilanum. En víða er samt pottur brotinn, hvað þetta snertir. Það gætir því oft afbrýðisemi hjá foreldrunum út af baminu. Bæði fað- - irinn og móðirinn reyna að vinna hug þess allan og að koma inn hjá þvi óbeit á hinu foreldrinu. Og þó að foreldrarnir sjálfir séu ekki svona illa gerðir, em aðrir nánir ættingj- ar oft til að særa viðkvæma lund bamsins á þennan hátt. Þetta er aðal-hættan, sem felst í því að láta bamið fara á sífelldan flæking á milli foreldra sinna eftir hjónaskilnaðinn og getur það haft varanleg áhrif á sálarlíf þess. Foreldrar, sem þykjast vissir um að eina úrlausn vandamála sinna sé að slíta sambúðinni ættu að hugsa til bamanna og þess, hvað þeim er fyrir beztu. Foreldrar, sem i raun og veru elska börn sin, geta fært mikl- ar fórnir þeirra vegna. Það foreldri sem hvorki getur né fær að hafa bamið hjá sér að fullu og öllu ætti því fremur að afsaia sér því alveg en að láta það vera á sífelldum flæk- ingi fram og aftur. En auðvitað er það hörð raun öllum. Heimagerðir hlutir 1 kuldum. Það er ekki beinlínis fallegt að hnýta prjónatrefil utan Úin hÖfuðið á sér, þó að það sé hlýtt. Það gæti farið mörgum býsna Vel að búa til nokkurs konar gjörð um höfuðið og festa treflinum við hana. 1 gjörðina verður að nota stýft efni og vír saumaður við hana með hnappagatasting, sem trefillinn er svo aftur festur við. SKRÍTLIJR Hún: „Þegar við erum gift, meg- um við ekki hafa nein leyndarmál hvort fyrir öðru. Þú verður að segja mér allt.“ Hann: ,-,Erj ég veit bara ekki allt.“ Móðirin: „Ungi maðurinn hennar Mabel hefir móðgazt. Hefir þú sagt eitthvað við hann?“ Faðirinn: „Ekki orð. Eg hefi ekki séð hann síðan ég sendi honum í pósti gasreikninginn fyrir síðasta ársfjórð- ung.“

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.