Vikan - 27.05.1948, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 22, 19,48
11
18
Framhaldssaga:
Grunsamlegar persónur
Sakamálasaga eftir Dorothy L. Sayers
Maxwell átti erfitt með að segja henni tíðindin
Hún tók þeim yfirleitt vel. Hann lagði áherzlu
á, að ekkert hefði enn komið fram, sem benti
ótvírætt til sjálfsmorðs, og að leitin væri ein-
ungis gerð í varúðarskyni.
„Ég skil það vel,“ sagði frú Farren, „og það
er fallega gert af yður. E>ér eruð mjög hugulsam-
ur. En ég get ekki trúað því, að Hugh hafi farið
svona hræðilega að ráði sínu. Ég er viss um, að
þetta er allt misskilningur. Hann er sérvitur eins
og þér vitið, og ég held, að það sé miklu senni-
legra, að hann hafi flækzt eitthvað. En auðvitað
verðið þið að leita í námunum. Ég skil það vel.“
Sir Maxwell lagði fyrir hana fáeinar spurning-
ar, eins nærgætnislega og honum var unnt*.
„Já — fyrst þér vitið það — þá get ég viður-
kennt, að hann var í æstu skapi, þegar hann fór.
Hugh hefir erfiða lund, og hann komst úr jafn-
vægi út af dálitlu við miðdegisverðinn. Nei, nei,
það var ekkert í sambandi við herra Campbell.
En sú fjarstæða!"
Sir Maxwell fann, að hann varð að gefa skýr-
ingu. Hann sagði eins vingjarnlega og hann gat,
að Farren hefði 'heyrzt segja einhver hnjóðsyrði
í garð Campbells þetta kvöld.
Frú Farren viðurkenndi þá, að manni hennar
hefði verið illa við hinar tiðu heimsókAir Camp-
bells.
„En undir eins og hann hafði áttað sig,“ sagði
hún, „viðurkenndi hann, að hann hefði sýnt mér
óréttlæti. Hann mundi aldrei ganga svo langt
að svipta sjálfan sig lífi — eða neinn annan. „Sir
Maxwell, þér verðið að trúa mér. Ég þekki mann-
inn minn. Hann er uppstökkur, en það er fljótt
úr honum aftur. Ég er eins viss um og að ég stend
hérna, að hann er lifandi og við góða heilsu, og
að hann hefir ekki gert neitt í fljótræði. Jafn-
vel þó að þið finnið hann dáinn, getur ekkert
sannfært mig um, að það hafi verið neitt annað
en slys. Allt annað er óhugsandi — og áður en
langt líður munuð þér koma til að segja mér,
að ég hafi rétt fyrir mér.“
Hún talaði af svo mikilli sannfæringu, að Sir
Maxwell varð aftur veikur i trú sinni. Hann
sagði, að hann vonaði, að reynslan leiddi í ljós,
að frú Farren hefði rétt fyrir sér og síðan kvaddi
hann og fór. Um leið og hann fór fyrir beygjuna
á stígnum, ók bíll Strachans fram hjá honum.
Hann leit við og sá, að bíllinn nam staðar fyrir
framan dyr frú Farren.
„Hvað sem Farren kann að hafa gert,“ sagði
hann, „þá er eitt víst, að Strachan er við það
riðinn.“
Hann hikaði andartak, og sneri svo aftur. Hann
mundi, að Macpherson hafði ekki enn fengið neitt
svar frá Gatehouse við fyrirspurn um, hvar
Strachan hefði verið klukkan 21.15 á mánudags-
kvöld.
„Sælir, herra Strachan," sagði hann.
„Nei, góðan daginn, Sir Maxwell."
„Mig langar til að spyrja yður um dálítið.
Ég veit ekki, hvort þér hafið heyrt þessar —
þessar uggvænlegu fréttir af Farren."
„Nei. Hvað er það?"
Sir Maxwell skýrði honum frá fundi reiðhjóls-
ins.
„Jæja,“ sagði Strachan. „Já — það litur eltki
vel út. Farren er skapmikill, eins og þér vitið.
Ég vona, að þetta sé .þarflaus grunur. Veit frú
Farren þetta?"
„Já; hún ber sig eins og hetja. En meðal ann-
ara orða, menn mínir voru að reyna að ná í yður
í gærkvöldi."
„Nú, voru þeir að því? Það var leiðinlegt. Við
fórum öll niður til Sand Green og vinnukonan
átti frí. Hvað vilduð þið mér?“
„Við vildum bara vita, hvort þér hefðuð verið
heima á mánudagskvöldið klukkan kortér yfir
níu."
„Mánudagskvöldið ? Bíðum við. Nei, ég var
ekki heima. Nei. Ég fór að veiða upp við Tong-
land. Af hverju spyrjið þér?“
„Farren sást fara upp Lauriestonveginn, og við
héldum, að hann hefði kannske verið að heim-
sækja yður.“
„Ekki svo ég viti,“ sagði Strachan. „En ég skal
spyrja konuna mína. Hún veit það, eða vinnu-
konan. En þær minntust ekkert á það, svo að
mér þykir það ótrúlegt, að hann hafi komið.
Veslings maðurinn! Ég gæti aldrei fyrirgefið
mér, ef ég vissi, að hann hefði ætlað að heim*,
sækja mig, og að ég hefði kannske getað komið
í veg fyrir — En sem betur fer er ekki fullvíst
enn, að neitt hafði komið fyrir hann."
„Auðvitað ekki,“ sagði Sir Maxwell. „Við von-
um að minnsta kosti það bezta."
Hann sneri heim á leið.
„Torráðið andlit," tautaði hann við sjálfan sig.
„Ég treysti honum ekki. En auðvitað er ekki víst
að það sé neitt í sambandi við Farren. Þessi und-
arlega saga Wimseys —“
Því að klukkustund áður hafði Wimsey gefið
honum upplýsingar, sem höfðu vægast sagt kom-.
ið honum á óvart.
15. Bunter.
Þannig var mál með vexti, að á fimmtudags-
morguninn hafði Bunter, þjónn Wimseys, beðið
um og fengið fri til að fara í bíó. Vegna þess
að Wimsey hafði borðað með Macpherson í New-
ton-Stewart og síðan farið beint til Bob Ander-
son, hafði hann ekki séð Bunter fyrr en hann
kom heim rétt eftir miðnætti, eftir heimsókn
sína á lögreglustöðina.
Það fyrsta, sem hann hafði sagt, var:
„Bunter! Það er eitthvað um að vera í húsi
herra Gowans."
Og því hafði Bunter svarað:
„Ég ætlaði einmitt að fara að segja það sama
við yður, lávarður."
„Ég fór þar framhjá og hnaut um einhverjar
. bannsettar tröppur í kolamyrkri. Eigið' þér nokkra
arniku ?“
Svar Bunters var minnisvert;
„Lávarður minn, ég tók mér það bessaleyfi í
fjarveru yðar, að segja Sir Maxwell Jamieson
frá áætlun Gowans um undankomuna. Ég hefi
fulla ástæðu til að vona, að hann verði tekinn
fastur í Dumfries eða í Carlisle. Ef lávarðurinn
vill vera svo góður að fara úr, þá skal ég bera
á skrámurnar."
„Iguðanna bænum leysið frá skjóðunni, Bunt-
er,“ sagði Wimsey og lét fallast i stól.
„Þegar lávarðurinn sýndi mér það traust að
trúa mér fyrir upplýsingunum, sem Macpherson
hafði fengið í húsi Gowans," sagði Bunter, „datt
mér i hug, að óviðkomandi maður kynni að geta
fengið ýtarlegri upplýsingar hjá þjónustuliðinu í
húsi Gowans heldur en fulltrúi lögreglunnar. Með
þetta í huga bað ég um leyfi til að fara í bíó um
kvöldið. Það er —“ Bunter hóstaði lítið eitt —
„ung stúlka í húsi Gowans, Elísabet að \nafni,
sem ég átti stutt samtal við í gær, og komst ég
þá að þvi, að hún átti frí um kvöldið. Ég bauð
henni í bíó með mér. Ég var búinn að sjá myndina
áður í London, en hún hafði ekki séð hana, og
þáði boðið með þökkum að því er virtist."
„Því trúi ég vel,“ sagði Wimsey.
„Á meðan á sýningunni stóð, tókst mér að kom-
ást í nánari kynni við hana.“
„Bunter!"
„Lávarðurinn þarf ekki að bera neinn kvíð-
boga. 1 stuttu máli sagt, stúlkan játaði fyrir
mér, að hún hefði ástæðu til að vera óánægð
með núverandi stöðu sina. Herra Gowan var góð-
ur, og frú Alcock var góð og líka herra Alcock,
en imdanfarna daga hafði sitt hvað. komið fyrir,
sem skotið hafði henni skelk í bringu. Ég spurði
hana auðvitað, hvað það hefði verið. Hún gaf
mér í skyn, að ótti sinn stafaði frá nærveru dul-
arfulls manns í húsinu."
„Nú á ég engin orð til.“
„Þakka yður fyrir, lávarður. Ég innti hana eft-
ir nánari atvikum, en hún virtist verá hrædd við
að tala um þetta á opinberum stað. Ég beið því
þangað til eftir sýninguna, um tíuleytið, og bað
hana að koma að ganga með mér í nágrenni
bæjarins.
Ég ætla ekki að þreyta yður á langri sögu, en
mér tókst að lokum að fá upp úr henni eftirfar-
andi upplýsingar: Hin dularfullu fyrirbrigði, sem
hún hafði kvartað um, höfðu byrjað á mánudag-
inn var, en þann dag hafði hún fengið leyfi til að
vera um kvöldið hjá veikum ættingja sinum. Þeg-
ar hún kom heim klukkan hálfellefu, var henni
tjáð, að Gowan hefði skyndilega verið kallaður
til London og hefði farið með lestinni til Carlisle
klukkan 20.45. Hún kvaðst ekki mundu hafa gef-
ið þessu frekari gaum, ef ráðskonan og þjónn-
inn hefðu ekki gert sér svo mikið far um að
” leggja henni það á minni.
Daginn eftir varð hún enn meira un^rahdi,
þegar frú Alcock harðbannaði henni að fara inn
í tiltekinn gang á efstu hæð hússins. Þessi gang-
ur lá að nokkrum ónotuðum herbergjum, sem
henni hefði aldrei dottið í hug að fara inn í und-
ir venjulegum kringumstæðum. En með því að
hún var kvenmaður, vakti þetta bann undir eins
forvitni hennar, og við fyrsta tækifæri, þegar
hún taldi öruggt, að hitt starfsfólkið væri önnum
kafið niðri, fór hún inn í ganginn og lagði við
hlustir. Hún heyrði ekkert, en sér til mikillar
skelfingar fann hún daufa sótthreinsunarlykt —
og vakti sú lykt undir eins hjá henni grun um
dauðsfall. Sem minnir mig, lávarður minn, á
meiðsli yðar -—-“
„Hugsið ekki um meiðsli mín. Haldið áfram."
„Þó að stúlkan væri skelkuð, varð hún enn
hræddari, þegar hún heyrði, að komið var upp
stigann. Hún vildi ekki fyrir nokkurn mun láta
komast upp um sig, og flýtti sér að fela sig í
litlum kústaskáp við loftskörina. Hún gægðist
í gegnum rifu og sá herra Alcock fara framhjá
með rakvél og skál með heitu vatni og hverfa inn
i herbergið fyrir enda gangsins. Hún var nú viss
um, að lík væri í húsinu, og að Alcock ætlaði að
þvo það og raka áður en það yrði grafið, og hún
hljóp niður í ofboðslegri skelfingu. Til allra ham-