Vikan


Vikan - 17.06.1948, Qupperneq 2

Vikan - 17.06.1948, Qupperneq 2
2 VIKAN, nr. 25, 1948 PÓSTURINN » Kæra Vika! Mig langar til að biðja ykkur bón- ar, svo er mál með vexti að fyrir nokkru var sýnd kvikmynd sem hét „Sonur refsinomarinnar“. („Son of Fury“ the story of Benjamin Blake). Ég varð hrifin af þessari mynd, en um daginn hitti ég kunningja minn og barst þá í tal um myndina, hann Maria Monter. Mynd efst til vinstri: 1 Minnesota vildi það til að tvær mýs lentu í einu i sama boga. Mynd neðst til vinstri: „Baseball“ er þjóðaríþrótt Bandaríkja- manna. Mynd í miðju: Húðin á vatnahestum er um tveir þumlungar á þykkt. Mynd lengst til hægri: Innfæddir lögreglumenn í brezku Austur-Afríku ganga í stuttbuxum. hélt því fram að bók, sem þessi mynd er gerð eftir, hafi komið út í íslenzkri þýðingu. Er það rétt og hvað heitir þá bókin ? Mikið langar mig, ef þið sjáið ykkur það fært, að birta mynd af Mariu Monter. Hvemig er skriftin ? Aðdáandi Vikunnar. Svar: Sagan, sem kvikmyndin er gerð eftir, hefir ekki komið út á íslenzku. Skriftin er sæmileg og gott að lesa hana. Kæra Vika! Fyrir nokkm var spurt um texta við lagið „London derry Air“ það vill svo til að ég hef hann til upp- skrifaðan, en ekki veit ég, hver hef- ir þýtt hann og ábyrgist ekki að hann sé réttur. Svona er hann: Ég man það enn, við sátum úti saman um sumarkvöld í iðjagrænni hlíð. Þú hafðir lokið leik þinn við og gaman og lítill drengur þráði hvíldartíð. Þú réttir .til mín bamsins bljúgu hend- ur og blessuð sólin kyssti vanga þinn. Þú varst sem engill ofan til mín sendur með yl og sól að gleðja huga minn. Og síðan oft, er sé ég geislann skina um sumarkvöld á litla kollinn þinn, ég bið til guðs að alla æfi þína, þú yrðir sami góði drengurinn. Og þegar endar bamsins ljúfi leikur og lífsins þraut að höndum þínum ber. Guð styrki þig, svo megni vilji veik- ur að vernda það, sem gott og fagurt er. E. t. v. getur einhver gefið upp- lýsingar um höfundinn. R. H. Hveragerði. Bréfasambönd Birting á nafni, aldri og heimilis- fangi kostar 5 krónur. Magnús Jónsson (18—25 ára stúlku), Hlaðseyri Rauðasandshreppi. Gestur Einarsson (15—17 ára), Bankaveg 3, Selfossi, Ámessýslu. Guðmunda Ólafsdóttir (9—11 ára), Sólvallagötu 15, Keflavík. Guðbjörg Gunnarsdóttir (17—19 ára), Brimnesveg 20, Flateyri. Ásbjörg Ingólfsdóttir (16—18 ára), Grundarstíg 9, Flateyri. Ingunn Oddsdóttir (13—15 ára, mynd fylgi bréfi), Brekku, Ingjaldssandi, Önundarfirði. Einar Jósepsson (16—19 ára, mynd fylgi bréfi), Borgum, Skógarströnd, Snæfellsnessýslu. Birgir Jónsson (15—16 ára, mynd fylgi bréfi), Innra-Leiti Skógar- strönd, Snæfellsnessýslu. Ástvin Gíslason (17-—19 ára), Hreinn Jóhannesson (16—18 ára), Jónatan Kristjánsson , (18—20 ára), allir til heimilis á Suðureyri við Súgandafjörð. Kæra Vika! Viltu vera svo góð og fræða okkur á því, hvort það sé vinstri eða hægri- handarakstur í Bandaríkjunum. _____ Hvemig er það í Englandi, Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Fyrir svarið skulum við heiðra þig í io ár. Með fyrirfram þökk fyrir svarið. Félagar frá Öldustað. Svar: Hægrihandarakstur er alls- staðar í heiminum, nema á Islandi, Svíþjóð og Englandi. 1 lofti og á sjó gilda sömu reglur um allan heim — þar er alltaf vikið til hægri. i Rafvélaverkstæði * Halldórs Olafssonar Njálsgötu 112. — Sími 4775. Framkvæmir: Allar viðgerðir á rafmagnsvélum og tækjum. Rafmagnslagnir í verksmiðjur og hús. KLÆÐSKERAR — SAUMASTOFUR Útvegum frá Hollandi og Tékkóslóvakíu: Fataefni • Kápuefni Ullar-kjólaefni Crepe-kjólaefni Hárdúk Millifóður-striga % I I I 1 Sýnishorn fyrirliggjandi. Sveinn Björnsson & Asgeirsson v tTtgrefaxidi VIKAN HLF., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Tjamargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.