Vikan


Vikan - 17.06.1948, Qupperneq 4

Vikan - 17.06.1948, Qupperneq 4
4 VIKAN, nr. 25, 1948 Varið yður á hundinum! Smásaga eftir Roald Dahl Hann hafði enn vald á Spitfire-flugvél- inni, enda þótt hann gæti aðeins notað hægri hendi og vinstri fót. Honum varð litið niður á hægra fót sinn. Það var ekki mikið eftir af honum, því að sprengikúl- an hafði hæft hann, rétt fyrir ofan hnéð. En hann fann ekki til sársauka. Það var eins og fóturinn kæmi honum ekki við. En að öðru leyti óx vanlíðan hans; hon- um var flökurt og leið illa. Það ætlar að líða yfir mig, hugsaði hann með sér. Hann leit á hæðarmælinn. Tuttugu og eitt þúsund. Hann reyndi að lesa hundr- uðin líka, en það var eins og móða kæmi á mælisskífuna. Hann vissi, að hann yrði að varpa sér út í fallhlíf, og hann varð að gera það strax, áður en hann missti meðvitundina. Hann reyndi að ýta sætis- hjálminum til hliðar með annarri hendi, en það tókst ekki. Hann sleppti stýrinu og reyndi það með báðum höndum, og þá gat hann ýtt hjálminum. Kalt loftið streymdi um hann og hressti hann við. Hann andaði djúpt að sér úr súrefnis- geyminum og leit til jarðar. En fyrir neð- an var aðeins skýjaþykkni. Hann vissi ekki, hvar hann var staddur. Ég er líklega yfir Ermarsundi, hugs- aði hann. Ég lendi áreiðanlega í sjónum. Hann losaði sætisólarnar og beygði snöggt til vinstri. Flugvélinni hvolfdi og flugmaðurinn féll úr henni. Hann opnaði augun og virti fyrir sér herbergið. Hann leit á rúmið, sem hann lá í, gráa veggina, græn gluggatjöldin og borðið, sem stóð við rúmið. Það voru rós- ir í blómakeri á borðinu. Á borðinu stóð líka hvít þvottaskál og lítið lyfjaglas. Þetta er sjúkrahús, hugsaði hann með sér; ég er í sjúkrahúsi. En hann gat ekki munað eftir neinu. Allt í einu tók hann eftir flugu, sem var að skríða neðan á , loftinu. Þá mundi hann allt. Hann mundi eftir Spitfireflugvélinni og hæðarmælin- um, sem sýndi tuttugu og eitt þúsund fet. Hann mundi eftir þvi, þegar hann féll til jarðar. Og hann mundi eftir fætinum. Hann fór að þreifa eftir fótunum, en fann aðeins annan; í stað hins var stúf- ur, vafinn i sáraumbúðir. Skyndilega opnuðust dyrnar og hjúkr- unarkona kom inn. — Þér eruð loksins vaknaður, sagði hún. Hún var ekki fríð, en snyrtileg. Hár hennar var Ijóst. — Hvar er ég? — Þér voruð heppinn að koma niður í skóginum við ströndina. Þér eruð í Brigh- ton. Þeir komu með yður fyrir tveim dög- um, og nú er búið að gera að sárum yðar. Þér lítið ágætlega út. — Ég hefi misst fótinn,“ sagði hann. — Það er ekkert — þér fáið annan. Farið þér nú að sofa. Læknirinn kemur til yðar eftir klukkutíma.“ Hún tók þvotta- skálina og glasið af borðinu og fór út. En hann sofnaði ekki. — Læknirinn var í einkennisbúriing her- lækna og bar heiðursborða frá fyrra stríði á brjóstinu. Hann var sköllóttur og lítill vexti, en góðlegur og glaðlegur. — Jæja, sagði hann. Svo þér eruð þá loksins vaknaður. Hvernig er heilsan? — Mér líður vel. — Gott. Þér komizt bráðlega á fætur. Læknirinn þreifaði á slagæðinni. — Nokkrir af piltunum í flugsveit yð- ar hringdu og spurðu um yður, sagði hann. Þeir vildu fá að heimsækja yður, en ég sagði þeim að biða í nokkra daga. Ég sagði, að yður liði vel. Þér skuluð liggja kyrr og vera rólegur. Þegar læknirinn var farinn, fór hann að horfa upp í loftið aftur. Allt í einu barst flugvéladynur að eyrum hans. Hann fór að velta því fyrir sér, hvaða flugvél- artegund það mundi vera. Skyndilega kippti hann til höfðinu. Allir, sem orðið hafa fyrir loftárás, þekkja hljóðið í Junk- ers 88, það er sérstaklega auðvelt að þekkja hljóðið í þeim, því að það er eins og hreyfl- arnir syngi tvísöng. Það er bassi og tenór, iimiim ii 111111 n ii ■■■■ ii I VEIZTU — ? \ 1. Hvenær er söng- og leikkonan Ethel 1 Merman fædd og hverrar þjóðar er i | hún ? = = 2. Hvað var Ari fróði gamali, þá er Is- = = leifur biskup andaðist ? = | 3. Hvar stendur þetta og hver sagði það: = i „Illt er að eggja óbilgjaman." ? = 4. Hve há er íbúatala Uruguay? 1 5. Hvað heitir höfuðborg Tékkóslóvakíu ? = = 6. Hver er frummerkingin í orðinu haus? 1 = 7. Milli hverra þjóða var Krímstríðið háð ? i i 8. Hver var Francesco Crispi ? í i 9. Hvert er syðsta ríki Bandaríkja Norð- = = ur-Ameríku ? = = 10. Hvað heitir myntin í Ecuador? í Sjá svör á bls. 14. i 11 ................ og tenórinn er svo auðþekkjanlegur, að það er ekki hægt að villast á honum. Hann lá kyrr og hlustaði. Hann var alveg viss um að heyra rétt. En hvar voru loftvarnaflauturnar og byssurnar? Þessi þýzki flugmaður var engin skræfa, að hætta sér svona nálægt Brighton í björtu. Nokkru seinna heyrði hann í annarri þýzkri flugvél. Hann skildi ekkert í þessu. Hann hringdi á hjúkrunarkonuna og spurði hana, hvaða flugvélar þetta væru. —- Ég veit það ekki. Ég heyrði ekki til þeirra. Það eru sennilega orustuflug- vélar eða sprengjuflugvélar, sem eru að koma frá Frakklandi. Skiptir það nokkru máli? — Það voru Junkers 88. Ég er viss um, að það voru Junkers 88. Ég þekki hljóðið í hreyflunum. Hvað voru þær að gera hér? Hjúkrunarkonan gekk að rúminu og fór að lagfæra sængurfötin. — Guð komi til, hvað þér eruð ímynd- unarveikur! Þér megið ekki vera að gera yður rellu út’af svona löguðu. Viljið þér ekki fá eitthvað að lesa? — Nei, takk. — Þeir koma ekki lengur í björtu, þér vitið það. Þetta hafa sennilega verið Lan- castervélar eða flugvirki. — Hjúkrunarkona. — Já; — Get ég fengið sígarettu? — Auðvitað. Hún fór út og kom strax með pakka af Players-sígarettum. Hún rétti honum eina og kveikti í henni fyrir hann. — Ef þér þurfið einhvers við, skuluð þér hringja bjöllunni, sagði hún. Um kvöldið, þegar hún kom til að þvo honum, sagði hún: — Jæja, ég vona, að þér óttist ekki lengur loftárás. Þér lítið vel út. Aðgerð- in hefir tekizt ágætlega. Ég á bróður í konunglega flughernum. — Ég gekk í skóla í Brighton, sagði hann. Hún leit snögglega upp. — Það er gam- an, sagði hún, þér þekkið þá einhverja hér í borginni. — Já, nokkra. Um nóttina gat hann ekki sofið, hann var alltaf að hugsa um flugvélarnar. Hann var viss um, að þær voru Junkers 88. En það var þó ómögulegt, því að þær hefðu ekki dirfzt að fljúga svona lágt að degi til. Hann fór að halda, að hann væri ekki með réttu ráði. Hann vaknaði í- dögun og fór strax að velta fyrir sér ráðgátunni með flugvél- arnar. Hann minntist hjúkrunarkonunn- ar og góðláta læknisins, og tortryggni kom upp í huga hans. Honum varð ljóst, að hann varð að haf- ast eitthvað að — hann varð að komast að raun um, hvort tortryggnin var á rök- um byggð eða ekki. Bezta ráðið væri að gægjast út um gluggann. En fóturinn? Hann þreifaði á fótarstúfnum undir sæng- Framhald á bls. 14. iiiiii 11111111 iiiiiiiilik'?*

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.