Vikan


Vikan - 16.12.1948, Síða 3

Vikan - 16.12.1948, Síða 3
JÓLABLAÐ VIKUNNAR 1948 3 Is? €? Jólamynd úr Fyrstu lútersku kirkjunni í Winnipeg. Séra Eiríkur Brynjólfsson, prestur á Útskálum, hefurgert Vikunni þann greiða að lána henni þessa mynd. Hann kom með hana hingað heim að lokinni árs þjónustu við Fyrstu lútersku kirkjuna í Winnipeg. Voru höfð prestaskipti þannig, að séra Valdimar Eylands þjónaði Útskálum á meðan, en hann er ann- ar prestur safnaðarins vestra. Séra Eiríkur lét mjög vel yfir dvöl sinni meðal Vestur-Islendinganna. Lesmálið, sem hér fer á eftir, fylgdi myndinni frá séra Eiríki. Mynd þessi er tekin 1 Fyrstu lútersku kirkju í Winni- peg sunnudaginn milli jóla og nýárs 1947. Fluttu þá eldri deildir sunnudagaskólans jólasöngleik mjög fagran og áhrifamikinn. Söngflokkurinn er ekki á myndinni, en allir aðrir, sem tóku þátt í söngleiknum, María og Jósep, Gabríel engill og Jóhannes skírari, f járhirðarnir, vitringarnir, guð- spjallamennirnir Lúkas og Jóhannes, menn og konur af ýmsum stéttum. Tókst unga fólkinu mjög vel bæði upplestur og söng- ur, enda æft af mikilli kostgæfni. Gleymist ekki þessi jólasöngurleikur þeim, er sáu og á hlýddu. Sunnudagaskóli Fyrsta lúterska safnaðarins flytur árlega jólasöngleik, en ekki ævinlega þann sama. Fyllist kirkjan þá af fólki. Minningar vakna um löngu liðin jól heima á íslandi, við kertaljós í lágri baðstofu. Svo var flutzt yfir hafið til nýs lands. Baráttan hófst. Margt ógleymanlegt hefur borið við á langri leið í framandi heimsálfu. En jólin hafa flutt birtu og yl, þau eru sól- skinsblettir í ævi landnemanna. Og alls staðar eru jólin enn hátíð hátíðanna hjá börn- um og fullorðnum.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.