Vikan - 16.12.1948, Síða 6
6
JÓLABLAÐ VIKUNNAR 1948
maður sér gott skjól, þá er bara vel hlýtt.
Sjórinn er silfurblár, himininn heiður,
fjöllin glitra eins og töfraborgir í fjar-
lægð og niður við ströndina eru aðlaðandi
klettar myndaðir af háum blágrýtissúlum,
sem M. og B. eru þegar búin að mála. í
eftirmiðdag sat ég við rætur klettanna í
sólbaði og fann að andlit mitt varð sól-
Blágrýtiskiettar við ströndina.
brennt. Ef einhver spyr mig, þegar ég
kem til Reykjavíkur aftur í næsta mán-
uði, hvar ég hafi orðið svo útitekinn og
ég svara: á Norðurheimskautsbaugnum,
munu þeir tæplega trúa mér — en samt er
það satt!
2Jf. maí. 1 gærkvöldi borðuðum við
mávaegg 1 fyrsta sinn. Ég var fremur
tortrygginn og hefði heldur viljað hugsa
mér að þau væru hænuegg — þó þau séu
næstum eins á bragðið. Það er undar-
legt, hvað menn eru hleypidómafullir
gegn allri fæðu, sem ekki er almennt étin.
Annar góðviðrisdagur. Stakk upp kál-
garð fyrir prestinn í morgun, um eftir-
miðdaginn sat ég fram á klettasnös við
sjóinn að lesa. Ánægjulegt að finna sólina
baka sig.
Við lifum einskonar flökkumannalifi
hér, þar sem lítið er um húsgögnin. Við
verðum að hafa kassa fyrir stóla, elda á
hættulega skapstyggri olíuvél, sem við
höfðum með okkur, og sækja vatn í brunn,
sem er langt í burtu. En B. sótti alls-
konar niðursuðuvörur í verzlunina á staðn-
um, svo það er ekki að sjá að við munum
svelta. Loftið er hér ákaflega hressandi
og fólkið hraust og glaðlegt. Litli systur-
sonur minn er í skínandi ásigkomulagi:
Þetta er sannarlega hentugur staður
handa drengjum í sumarfríi.
Hefi haft langar samræður við Róbert.
Hann er skemmtilegur maður, sem ég verð
að lýsa í lengra máli síðar. Þessir Skotar
geta hangið á hinu hrjúfasta grjóti eins
og skófir. Það er ekki hægt annað en
dázt að dirfsku hans að taka sér stöðu
hérna. Mér fellur vel, hve látlaust hann
umgengst eyjaskeggja, enda virðist hann
vera einlæglega vinsæll meðal þeirra.
Á vetuma (sem % ársins) hlýtur
Grímsey að vera fremur drungalegur
staður. Dagsbirta aðeins nokkra klukku-
stundir, hörkukuldi og næstum alltaf
snjór og stundum er eyjan næstum um-
kringd af ís. Á sumum vetriun hefur ís-
björninn gengið á land af ísspönginni og
skotið íbúunum skelk í bringu!
Karlmenn í Grímsey eru næstum allir
fiskimenn. Þeir leita sér lífsviðurværis á
síldartímanum frá júní til ágústs, en
stunda einnig búskap í smáum stíl með
nokkrar kýr, kindur og kálgarða, sem
veitir þeim fæði að vetri til. Sumir vimia
við bryggjima einnig og á vertíðuniun við
stórt hraðfrystihús, sem er á eynni. Mér
skilst, að sumar fjölskyldur séu mun
betur stæðar en aðrar, sem kemur skýrt
fram í húsum þeirra, því sum eru snotur
nýtízkuhús, en önnur eru torfbæir í
gömlum stíl. Eitt snotrasta húsið á eynni
er samt hús kennarans, með torfveggjum
og þekjum, en hurðin og gluggakarmar
málaðir með skærum rauðum og bláum
litum.
25. maí. Kaldara. Snjóaði í morgun.
Nýfædd lömbin aumkva sjálf sig, aumingj-
arnir. Meginlandsfjöllin hulin mistri.
Stormur.
,,Sat fyrir“ í 3V2 tíma í morgun hjá B.,
en las á meðan ferðasögu frá íslandi. Hef
lesið fjórar slíkar bækur hingað til:
„Letters from high Latitudes“ eftir
Dufferin; „Summer Travelling in Ice-
land“ eftir Coles; „Across Iceland“ eftir
Olive Chapman, og „Letters from Iceland“
eftir W. H. Audeu. Bók Dufferins þykir
mér bezt af þessum: sumpart vegna þess
að hann var skínandi rithöfundur, en
sumpart vegna þess að hann var hin bezta
tegund af ensku prúðmenni og maður
hefur alltaf samúð með lýsingum hans.
Auk þess er verk hans enn í góðu gildi,
hefur ekki úrelzt: lýsingar hans á Islandi
og Islendingum virðast eiga eins vel við
í dag og þegar þær voru skrifaðar. Bók
Audens á hinn bóginn minnir mann á
grófgerðan, íslenzkan málshátt: Sæt er
lykt úr sjálfs rassi. Hún geymir að vísu
verulega góðar ritsmíðar, bæði í ljóðum
og lausu máli, en hann spillir því með alls
konar smámunalegu einkaslúðri, með
hirðuleysi um að raða niður efninu, (það
er augljóst að hann hefur í rauninni ekki
haft mikinn áhuga á íslandi) og með ó-
þolandi stráksskap.
Ég á það gestrisni ýmsra manna hér
á landi að þakka, að mér hefur tekizt að
safna talsverðu efni í ritsmíðar, svo það
fer varla hjá því að röðin komi að mér
að skrifa bók um Island. En það verður
erfiðast að ákveða hverskonar bók ég ætti
að skrifa. I fyrsta lagi hefi ég ekki helm-
ing af ritmennskuhæfileikum Audens,
hvað þá Dufferins; en á hinn bóginn: er
það virði þess að skrifa bara eina ferða-
sögu enn —: Fyrsti kafli, „Ferðin út“,
annar kafli, „Reykjavík“, þriðji kafli,
„Þingvellir“ o. s. frv. ? Nei, ég verð með
einhverju móti að gera eitthvað frum-
legra.
26. maí. Miklu kaldara. Skyndilega
virðist allt svo dauflegt, að maður ekki
segi dapurlegt. Kaldur vindurinn kominn
beint frá Norðurpólnum stingur eins og
hnífsoddur.
1 morgun kom ,,Drangur“ aftur. Hann
átti að koma með farm af sementi, en
virðist aðallega að hafa komið með brenni-
vín, þar að flestir menn á eynni hafa
verið góð-glaðir síðan.
27. mai. Talsverð snjókoma í nótt,
jörð þakin snjó, þegar ég vaknaði, mjög
kalt.
Það er furðulegt, hvað breytt veðrátla
hefur mikið áhrif á álit manns á Islandi.
Á góðvirðisdegi virðist allt í paradísar-
ljóma, en á öðrum degi virðist sarna
sviðið dauft og dapurlegt og þvi furóar
mann á, hvernig nokkur maður getur
lifað í slíku loftslagi. Ég býst við að þetta
sé meginorsök þess, hversu ferðamenn
bera Islandi mismunandi söguna. Ef
skyndiferðalangur sér ekkert nema slyddu
og rigningu þær 2—3 vikur, sem hann er
hér á landi, þá er varla hægt að búast
við því að hann verði stór hrifinn.
Var illa timbraður í morgun eftir heim-
sókn góðs gests, ákavíti er áreiðanlega ó-
svikinn drykkur. En það kyndir samt eld
í heilanum, og í morgun átti ég, líklega
sem einhverjar eftirstöðvar, langar og
fjörugar samræður við B. um stjórnmál
og um heiminn yfirleitt. Ég varð hissa
að finna, hvað hún var svartsýn. I fyrstu
hélt ég að það væri tilgerð, en ég sá það
nú, að hún var einlæg: Hún heldur virki-
lega að það sé önnur skriða að falla og
að ísland fari þá ekki varhluta af henni.
Við vorum sammála um að aðalorsökin
lægi í deyfð hinna vestrænu þjóða:
Sjálfur er ég nógu bjartsýnn að halda að
andleg endurfæðing sé möguleg og að
skáldin og aðrir andlegh’ leiðtogar á
Vesturlöndum geti komið því í kring.
Það er ef til vill barnalegt, og það er
víst að það sjást ekki mörg merki „and-
legrar endurfæðingu" í Reykjavík!
Ef svo hrapalega skyldi fara að brjál-
æðiskennd kjamorkustyrjöld yrði háð,
þá verða ef til vill litlar afskekktar eyjar
eins og Grímsey einu staðirnir, þar sem
mannkynið, eða það sem eftir verður af
því, getur hreiðrað um sig.
Hús kennarans.