Vikan - 16.12.1948, Page 8
8
JÓLABLAÐ VIKUNNAR 1948
JÓL í DALNUM.
Grein og teikningar eftir HELGA S. JÓNSSON
er frammi í afdal á Vest-
fjörðum, þar sem vetur-
inn og vorið koma eins og
gestir yfir fjöllin. Þetta voru
ekki ókunnir gestir, það vissu allir, hvenær
þeirra var von, en ávallt voru þeir nýir fyrir rnér,
ávallt með eitthvað hýtt, sem ég sá, eitthvað
sem ég skildi betur og lærði að meta.
Þegar veturinn kom í veldi sínu, með fangið
fullt af sölnuðu laufi og snjó, þá vissi ég, að
jólin voru eitt af farangri hans, eitt af því, sem
hann gaf bezt, þegar myrkrið var mest. Hann
átti svo margt fleira í fórum sínum en hvítar
fannbreiður og frosnar tjarnir, blikandi stjörnu-
himin, bylji og muggu —
Og svo þegar dagurinn er nærri þvi nótt, þá
komu jólin, með birtu i huga og hverjum krók,
jafnvel i skúrnum var kerti með logandi ljósi.
Það er gömul saga, sem þarf ekki að segja,
hvernig bærinn var þveginn og prýddur,
hvernig var bakað og soðið og búinn vegur
þeirri hátíð, sem kom. Ég þekki kræklóttar
hendur og bogin bök, sem gerðu verkin í dalnum,
þar sem jólin voru.
Gamla jólatréð okkar var geymt á skemmu-
loftinu. Það var alltaf öðruvísi en önnur tré.
Á sumrin, þegar allt stóð í blóma, þá var það
nakið og bert, það var beinvaxið eins og hrifu-
skaft, en gildara þó, og greinar þess beinar og
vísuðu upp, svo bein var engin hrísla í skóg-
inum frammi í dal. Jólatréð okkar var alltaf
grænt — því að pabbi smíðaði það og málaði
vel.
Stöku sinnum, ef ég sótti reipi uppá skemmu-
loft, varð mér litið á tréð, þá mundi ég á hvaða
grein jólapokinn minn hékk í fyrra. Þama stóð
gamla tréð og beið eftir sínum blómatima,
þegar allt annað var kalið og grafið í fömi.
Þegar jólin komu, þá var gamla tréð tekið inní
bæ, þvegið og hreinsað og þeim greinum, sem
losnuðu í sumarhitanum, vandlega fest. Eldri
bræður mínir vissu af lítilli laut frammi í
Leyni, sem fylltist af snjó strax og veturinn
kom. Undir kaldri, hvítri sæng, var lyngið þar
iifandi og grænt, þar var líka tófugras og jafni,
sem eru alltaf eins. 1 fyrsta skipti, sem ég
fékk að fara með, til að sækja lyng á tréð,
skiidi ég veturinn betur en áður og hefur alltaf
þótt vænt um hann síðan. Nú veit ég að þetta
er víðar eins. Undir mörgu köldu og hrjúfu yfir-
bragði leynist hinn græni, lifandi gróður.
Þetta var einn af aðfangadögum jóla að við
sóttum lyng á gamla jólatréð. Svo stóð það í
stofunni, með jólailm og angan vorsins, eins og
furðutré vaxið úr freðinni mold.
Bakvið lokaðar dyr var gamla jólatréð skreytt
eftir föngum. Jólapokamir frá í fyrra, gamlar
kúlur og kerti á hverri grein, svoiítið engla-
hár, heklaðir jólasveinar og stjarnan stóra á
toppinn.
Kvöldið sem hátíðin kom, þá var jólatréð flutt
í baðstofuna, þangað komum við öll, kringum
tréð — og aldrei var jafn bjart eins og af ljós-
unum þeim. Þarna voru gjafimar okkar — blá
peysa með rauðri rönd, lambskinnshúfa, vettling-
ar með rós eða spariskór. Innaní var kannske
útlend myndabók, bátur úr búð, eða ofurlítill
vagn, með svo framandi og góðri lykt — oft
var eitthvað til mín frá henni gömlu, góðu
Dísu — það kvöld var hún ekki hölt, þá var
bara annar fóturinn styttri en hinn.
Hver var glaðastur þá, það veit ég ekki, hvort
það var sá sem gaf eða þáði, en allra hugir
mættust við gamla, grænmálaða tréð, sem nú
angaði af lifandi lyngi. Allar þessar hendur, þær
ungu og óreyndu, þær hnýttu, þær hrjúfu og
sterku, allar mættust þær í einu handtaki kringum
gamla jólatréð. Við horfðum á það opnum,
starandi augum, svo var sungið undurhægt og
hátíðlega, því það var hátíð, langt frammi í dal,
það var bros í litlum bæjargluggum, bros móti
fjöllum og fönn -— það voru jól.
Nú er þetta gamla, grænmálaða 'jólatré brotið
og týnt. Það var alltaf öðruvísi en önnur tré,
þó að stofn þess sé brotinn, þó það sé brunnið
og týnt, þá lifir það enn og skrýðist ljósi og
limi, j hugum þeirra, sem áttu það fyrst. Ég
held að það vaxi og verði fegurra með hverju
ári, sem líður, það er stærst við hliðina á útlendu
grenitré með ókunna angan. Það glitrar mest
við hliðina á stóru samkomutré, sem svignar
undir þungu og dýru skrauti. Lautin frammi i
Leyni geymir lyngið enn undir snjó — það
bíður eftir ungum höndum frá einhverjum bæ,
í einhverjum dal, einhverju fólki, sem vill bera
sumarangan í bæinn um miðjan vetur.
Gamla, góða tré — ég kveð þig aldrei — þú
kemur með mér. Ki’ingum þig voru alltaf gleði-
leg jól —
| VEIZTU —?
| 1. Egg er 40% þyngra þegar það er ný- |
orpið en rétt áður en unginn kemur E
úr því. Hvers vegna?
| 2. Hvenær tóku menn fyrst að senda |
jólakort ?
| 3. Eru prinsessur Englands í ætt við |
dönsku konungsfjölskylduna ?
: 4. I Bretlandi var 25. des. hátíðisdagur =
löngu áður en þjóðin tók kristna trú. f
I tilefni af hverju var sú hátíð haldin? E
: 5. Hvenær dó Jón skáld Þorláksson á f
Bægisá ? f
E 6. Hve margir af íbúum jarðarinnar játa E
kristna trú?
f 7. Hvaðan er orðið obláta komið?
É 8. Eftir hvern er lagið „Á vængjum :
f söngsins" ?
E 9. Hver eru kolaauðugustu lönd Evrópu? f
: 10. Á hvaða plöntu ræðst Coloradobjallan :
aðallega ?
: 11. Hvað heitir sendiherra Bandaríkjanna f
í Moskva?
É 12. Hvert er annað lengsta fljót Afríku? I
f 13. Hvaðan er orðið biblía komið og hvað E
merkir það?
f 14. Eru víðar borgir í heiminum, sem I
heita Betlehem en í Palestínu?
jj 15. Hvenær var Luxembourg-höllin í París f
reist ? I
É 16. Hvað heitir höfuðborgin á Malta?
f 17. Hvaða saga hefst á þessum orðum: E
„Magnús, sonr Sigurðar konungs, var 1
tekinn til konungs í Osló yfir land al.lt, E
svá sem alþýða hafði svarit Sigurði :
E konungi" ?
f 18. Hvaða frægt tónskáld var tengdasonur É
Franz Liszt. É
: 19. Hvenær var Nieuw Amsterdam með ;
samningum brezk og nefnd New E
York?
f 20. Hver var Vladimir de Pachmann?
E 21. Hvenær var fyrsta píanóið búið til? E
f 22. Hvað heitir hafnarborg Aþenu?
E 23. Hjá hvaða lærimeistara var Plato e
þegar á unga aldri?
f 24. Hvað merkir orðið páfi ?
E 25. Hvað heitir fyrsta ævintýri H. C. E
f Andersens ? f
E Sjá svör á bls. 42. f
^ mmmimmmii,,n,.....................