Vikan


Vikan - 16.12.1948, Síða 11

Vikan - 16.12.1948, Síða 11
JÓLABLAÐ VIKUNNAR 1948 11 Fjórar verðlaunaritsmíðar barna Hallgrímur Jónsson, fyrrverandi skólastjóri, stofnaði 1947 Verðlauna- sjóð fullnaðarprófsbarna í Reykja- vík. Hallgrímur hefur tvisvar síðan veitt börnum verðlaun fyrir rit- smíðar, án þess að skerða vexti sjóðsins. Vikan hefur fengið leyfi til að birta ritsmíðarnar, sem veitt var verðlaun fyrir á þessu ári, ásamt myndum af höfundunum. Er þessi starfsemi og sjóðsstofnun Hallgríms mjög mikils virði og sýnir enn, eins og í áratuga starfi hans áður, ást hans til barnanna og íslenzkrar timgu. Blaðið leyfir sér að birta gjafarbréfið orðrétt hér á eftir: Gjafarbréf. Undirritaður, fyrrverandi kennari, yfirkennari og skólastjóri Miðbæjar- skólans í Reykjavík, stofnar hér með 10 000 króna sjóð. Skal .sjóður sá heita Verðlauna- sjóður fullnaðarprófsbarna í Reykja- vík. Veita skal árlega þremur fullnaðar- prófsbörnum verðlaun úr sjóði þessum fyrir frábæra meðferð ís- lendskrar tungu. Verðlaunaritgerðirnar skulu bera Árni Kristinsson Árni Kristinn, 13 ára D. Miðb.skóla. Minnisstætt atvik. Snorri Sturluson er mikill og merk- ur rithöfundur, langmerkasti rithöf- undur, sem á Islandi hefur fæðzt. Meðal þess merkasta, er hann hefur ritað, er Heimskringla. Hún fjallar um sögU Noregskónunga frá alda öðli allt fram á hans daga. Norð- menn eiga því Islendingum mikið að þakka vegna þessa rits. Til að sýrra það í verki gáfu þeir Islend- ingum styttu mikla af Snorra, er reisa skyldi árið Í941 á 7 aldá af- mæli Snorra, en fórst fyrir vegna styrjaldar, er þá geisaði um allar álfur. Var ákveðið að reisa hana á höfuðbóli Snorra, Reykholti, árið 1947. Hér verður aðeins stuttlega sag;t frá hátíðinni, er var í tilefni af afhjúpun styttunnar. Þ. 20, júlí í sólfögru sumarveðri lögðu gestir, er vera skyldu við há- tíðina, af stað frá Reykjávík. Var ferðinni heitið til Reykholts. Voru mörg stórmenni. þar, í förinni, t. d. forseti Islands, herra' Syeinn 'Björns- son; rikisstjórn og alþingismenn Is- lendinga; Olav ríkisarfi Norðmanna og Snorranefndirnar, sú norska og nokkurn vott um málvendni, leikni og snilli. Helmingi ársvaxta sjóðsins skal verja til verðlaunanna, en hinn helmingurinn leggist við höfuðstól- inn. Keyptar skulu bækur fyrir verð- launapeningana. Séu þær ritaðar á gullaldarmáli. Efni bókanna skal vera sómasamlegt. Skólastjóri þess skóla, sem barnið er í, sem verðlaunin fær, riti nafn barnsins á bók þess og geti um, fyrir hvað verðlaunin séu veitt. Islendskuprófdómarar barnaskól- anna og vel ritfær málhreinsunar- maður, sem fræðsluráð bendir á, dæmi börnunum verðlaunin. Ekki skal vikið frá þvi, sem hér hefur skráð verið. Reykjavík, Grundarstíg 17, 9. 5. 1947. Hallgrímur Jónsson. Þessir menn dæmdu ritgerðir fulln- aðarprófsbarnanna: Andrés Björns- son, cand. mag., Árni Kristjánsson, cand. mag., Kristján Eldjárn, forn- minjavörður og Hallgrímur Jónsson, fvrrv. skólastjóri. íslenzka, er höfðu unnið að undir- búningi hátíðarinnar. Til Reykholts komu gestirnir kl. um hálftólf á há- degi og snæddu þar hádegisverð. Kl. l, 30 hófst hátíðin. Fluttu þar ræður m. a. Jónas Jónsson, formaður Isl. Snorran.; formaður norsku Snorran.; forseti Islands1 og áð lokum afhjúþ- aði Olav ríkisarfi Norðmánna styttu Snorra og flutti ræðu við það tæki- færi. Er stytta þessi hin áferðarfal- legasta, er Snorri þar með bók undir hendi sinni og hefur hníf við belti sér og er i venjulegum fornmanna- búningi. Var dagskránni þá lokið nema að þvi leyti, að Matthías Þórð- arson fyrrv. þjóðminjavörður, flutti fróðlega ræðu um staðinn og stóð við Snorralaug. Á eftir dreifðist fjöld- inn um vellina og naut sólarinnar. Veður var dásamlegt þennan dag, enda átti það ekki sízt þátt I að gera mér þennan atburð minnisstæð- an. Ég vildi svo klykkja út með því að segja, að þetta sé einn skemmti- legasti atburður, sem ég hef lifað. r-t ■'ÍViÝ'i '•{(•! >j r, ' » i « Helga Vjlfij^lmsdóttir Helga VUhjálmsdöttir, 17/'6. ’34. 13 ára B. ! Wfelaskóla. iR'/ iJ(f ttí&Z .: fJaijðgþnir.^j^M/kjavík og vorjð. . Nú er vorið loksins komið. Sólin er farin að skína og dagarnir að lengjast. Fuglarnir eru óðum að koma og eru farnir að syngja sumarljóðin sín. Skólarnir eru að hætta og börn- in dreifast milli bæjanna í sveitinni. Þar geta þau bezt notið sólarinnar og sumarsins. Þegar grasið fer að gróa í sveitinni, er skepnunum hleypt út eftir langan og harðan veturinn. Þær fagna vorinu mjög mikið. Þær hoppa og stökkva út um grasi gróna grundina og fagna frelsinu ákaflega. Fólkið í Reykjavík fagnar líka vorinu. Það veit vel að vorið er kom- ið og fer þá að hugsa um garðana sína. Skrúðgörðunum hér er nú óð- um að fjölga. Það er fallegt að sjá fallega og vel hirta garða kringum húsin. Fólkið er nú farið að snyrta til i görðum sínum. Það er farið að stinga upp moldina og sá og setja niður falleg sumarblóm og trjáplönt- ur. Trén eru nú að byrja að laufg- ast. Grasblettirnir eru að grænka og bráðum teygja fyrstu fíflarnir og sól- eyjarnar kollana upp úr þeim. Það er fallegt að sjá garðana fyrst á morgnana í góðu veðri. Döggin glitr- ar eins og kristallsperlur í sólskininu. Fuglarnir hoppa á trjánum grein af grein og fagna vorinu, sem er fyrir- boði sumarsins. Sigríður Jónsdóttír Sigríður Jónsd., 13 ára D. Miðb.skóla. Minnistætt atvik. Síðastliðið sumar fór ég til Dan- merkur. Ég fór með Esju. 1 Dan- mörku dvaldi ég tvo og hálfan mán- uð, og var það mjög skemmtilegur tími. Ég ætla nú að segja frá ferð minni he'im til Islands, því að ég flaug frá Danmörku til Islands. Við lögðum af stað frá Kastrupflugvell- inum í Kaupmannahöfn, kl. 9 um morgun, í sólskini og blíðviðri. Eftir nákvæma tollskoðún, settumst við inn í vélina. Stuttu síðar voru allir hreyfl- arnir settir í "gang, og vélin fór að hreyfa sig á. vellinum. Hraði hennar jókst og jókst og áður en ég vissi af voru hún tekin að lyfta sér frá jörðu. Það var undarleg tilfinning, sem fór : um: mig, þegar vélin lyfti sér. Þessivtilfinning var bæði.í senn, blandinthrœðslu. og spenningi. Hærra og hærrá fóruni við, húsin sýndust minni og minni og brátfc -vorum yið koinin ^vp. hátt að þg.u sýndust eins og( htlir. e 1 dspýt^ystpkkar.. Það var gamgji^ð tytiga yfir panmþrku. Þar skiptast á akrar og græn engi, skóg- ar og sums staðar vötn. Úr lofti að sjá var eins og köflótt ábreiða væri breidd fyrir neðan okkur. Nú var Danmörk alveg að hverfa sjón- um okkar, og vélin lyfti sér enn hærra og hærra, og nú vorum við bæði yfir hafinu og líka skýjunum. Skýin sýndust eins og litlir baðmull- arhnoðrar, sem svifu á hafinu. Það var gaman að sjá. Eftir 5 tíma flug komúm við til Prestvik i Skotlandi. Þar átti vélin að hafa viðstöðu, og farþegarriir að fara út og fá sér hressingu. Þegar vélin settist fór um mig lík tilfinning eins og þegar hún hóf sig til flugs. Það var fallegt þama í Prestvik, grænir skógar falleg blóm og margt fleira, en maturinn var ekki góður, enda hafa Englendingar nú lítið til hnífs og skeiðar. Eftir tveggja tíma dvöl í Prest- vig var aftur haldið af stað, og kom- umst brátt aftur í sömu hæð og áður. Ég sat við einn gluggann og virti skýin fyrir mér. Þau breyttu oft um lögun. Stundum var eins og manns- mynd kæmi á þau. Stundum voru þau lík einhverju dýri, t. d. hesti. Svona sökkti ég mér niður í draum- óra, það sem eftir var leiðarinnar. Eftir 5—6 tíma flug, byrjaði vélin að lækka sig, og brátt komum við niður úr skýjunum. Þegár við svif- um i gegn um þau, urðu gluggarnir allir blautir, eins og komin væri helli- rigning. Nú vorum við komin niður fyrir skýin og þá blasti Island við okkur. Því miður var rigning og þokusúld á landinu, svo að útsýnið var ekki mjög gott. En Reykjavík sást vel, og var gaman að sjá hana úr lofti. Nú sveif vélin yfir Reykja- víkurflugvellinum og brátt settist hún. Ég var nú fegin þegar ég steig niður á jörðina, því að þrátt fyrir allar dýrðir og dásemdir ferðarinn- ar, er alltaf gott að vera komin heim. Hver mundi hafa trúað því, að hægt væri, sama daginn, að snæða morg- unverð í Danmörku, en kvöldverð á Islandi. Sveinn Einarsson Sveinn Einarsson, 18/9. ’34, 13 ára B. Austurbæjarskóla. Minnistætt atvik. Við vorúm að koma úr skemmti- ferðalagi að norðan, mamma, pabbi og ég. Ég mun hafa verið sjö ára, ér þetta gérðist, eða kannske var Framhald á nœstu síðu.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.