Vikan - 16.12.1948, Síða 13
JÓLABLAÐ VIKUNNAR 1948
13
. Ný framhaldssaga: ...........!....
* Beishur drykhur —
^ Ástasaga eftir Anne Duffield
i.
Hún hafði verið skírð Celía og átti það nafn
vel við hana, það var bæði látlaust og snoturt
eins og hún sjálf.
Samt sem áður var alltaf talað um Celíu sem
„Ijóta andarungann" í fjölskyldunni, því að hún
gat á engan hátt jafnast á við hina hrífandi
Rosalind, systur sína. Celia hafði ljósbrúnt hár,
breitt og lágt enni og var á milli augna hennar
og kinnbeinin fremur há. Varir hennar voru
rauðar, stórar og fallega lagaðar og þegar hún
brosti komu í ljós jafnar og hvítar tennur.
Augun voru hið eina, sem gat talizt fagurt við
Celíu, þótt litur þeirra væri blendinn sýnaust
þau næstum svört í skugga, en hnotbrún í sól'-
skini og voru augnhárin stutt, en afar þétt og
svört. Það var svo mikill leikur í augum hennar,
að þau voru oft búin að tala áður en tungan
kom orðum að því, sem hún ætlaði að segja.
Þau voru fjörmikil og opinská og komu þvi upp
um hana, að hún hugsaði meira en hún jafnvel
sjálf gerði sér ljóst. Þetta mikla lif í augunum,
sem tók sífelldum breytingum, gerði þau fögur,
en hvorki fjölskyldan né vinir fjölskyldunnar
virtust hafa tekið eftir þessu.
Hún var há og grannvaxin, með fagrar hendur
og var gangur hennar hraður. Hún var gædd
miklu jafnlyndi, gamansöm og afar skyldurækin,
svo að Rosalind og hin systkini hennar notuðu
sér það og komu öllu yfir á hennar herðar.
Þegar Celía var ársgömul ól móðir hennar tví-
burana Michael og Tom og tveimur árum síðar
stúlkubarn, Pamelu. Þessi þrjú börn voru öll
eins og elzta dóttirin gædd óvenjulegri fegurð,
sem Celía hafði farið varhluta af. öll voru þau
bráðlynd, eigingjörn og viljasterk. Ef Celía hefði
verið eigingjarnari og skapmeiri hefði hún
kannske ekki þurft að lúta alltaf í lægra haldið
fyrir systkinum sínum.
Öllum þótti þeim vænt um Celíu, en með þeim
hætti, að þau þóttust geta ætlazt til alls af henni
og fannst Celíu sjálfri þetta ekkert óeðlilegt.
Einhver varö að vera heima hjá móður þeirra
á kvöldin — faðir þeirra hafði dáið skömmu eftir
fæðingu Pamelu — einhver varð að sjá um
veizlur, tala við leiðinlega gesti, lita eftir þjón-
ustufólkinu og blómagarðinum. Og alltaf lentu
þessar skyldur á herðum Celíu og hún var alltaf
önnum kafin — svo önnum kafin, að húii hafði
aldrei tíma til að hugsa um sjálfa sig.
Þegar Rosalind gifti sig, eftir að hafa gert
alla fjölskylduna hálf-ruglaða með ástarhringli
sínu, hefði Celía átt að fá örlitla hvíld, en þá
var Pam frumvaxta stúlka, sem þarfnaðist mjög
eldri systur sinnar. Móðir þeirra var mest rúm-
liggjandi eftir giftingu Rosalind, og varð Celía
því að skipa hennar rúm á heimilinu. Og siðan
dó móðir þeirra, bræðurnir voru í þann veginn
að ljúka námi sínu, en þurftu að eiga gott heimili
til að vera á í leyfum sinum og um helgar.
Þannig var Celía alltaf störfum hlaðin, og hafði
aldrei tækifæri til að lifa lífinu, eins og hún
hefði kannske helzt kosið sér.
Hún var alveg hætt að setja það fyrir sig.
Henni þótti innilega vænt um bræður sína og
systur. Hún elskaði gamla húsið, sem þau bjuggu
i og heimilið, er hún stjórnaði með svo mikilli
prýði. Þá sjaldan sem hún hugsaði um framtíð
sína, átti hún að búa þarna áfram, skapa syst-
kinum sínum og börnum þeirra samastað, þegar
þau vildu. Þetta voru að visu ekki sérlega glæsi-
legar framtíðarhorfur og varð Celia jafnan döpur
á svip við þessar hugleiðingar, en annars reyndi
hún að taka örlögum sínum með skynsemi og
jafnaðargleði. Það var eigi óalgengt að í stórum
fjölskyldum væru ungar stúlkur, sem áttu sér
svipaða framtið og hún.
En dimman morgun einn vaknaði Celía i
döpru skapi og fannst hún ekki geta lengur sætt
sig við tilveruna. Hún lá grafkyrr og starði á
ógreinilegan ferhyrninginn á veggnum — var það
glugginn og stóð hann opinn og blés kaldur og
drungalegur vindur inn um hann.
,,Hvað á ég að taka mér fyrir hendur,“ tautaði
hún lágt við sjálfa sig.
Það var afmælisdagurinn hennar í dag og
var hún nú orðin tuttugu og sex ára! Henni
fannst það næstum ótrúlegt. En hvað árin voru
fljót að líða, þegar menn höfðu ekki tíma til
að staldra við og íhuga það nánar. En nú varð
hún að taka sér hvíld og hugsa. Þar sem hún
lá þarna í hálfrökkri janúarmorgunsins var
andlit hennar fölt á koddanum — það var líkast
því sem hún hefði orðið fyrir áfalli.
En í þetta skipti vannst henni ekki langur
tími til heilabrota, ekki fremur en venjulega.
Hún varð að fara á fætur til að sjá um að
morgunverðurinn yrði tilreiddur og húsið gert
hreint og hitað áður en hin kæmu á fætur. Og
síðan varð hún að tala við eldabuskuna um
hádegisverðinn. Það var laugardagur og þá kom
öll fjölskyldan heim eins og venjulega til að
dvelja þar um helgina. Michael og unga konan
hans frá næstu borg, Tom frá búgarðinum, þar
sem hann var nýorðinn ráðsmaður og sennilega
myndi unnusta Toms og kunningi Pamelu einnig
borða með þeim.
Celía varð að búa til ábætinn sjálf, því að
eldabuskan var ekki fær um það. Sömuleiðis
varð hún að gera maukið innan í kjúklingana,
annars vildi fjölskyldan ekki borða þá. Hún
þurfti að sjá um blómin, setja saltar möndlur og
súkkulaði í silfurskálarnar og gera ótalmargt
annað. Pam vildi ekkert gera af þessu, því að
hún hataði öll heimilisstörf. Celía varð að hrista
þessi störf snemma af, þvi að hún .ætlaði að
skreppa til London og vera þar allan daginn.
Hún fór fram úr rúminu, lokaði glugganum,
Nýja framhaldssagan.
Nú er framhaldssögtmni „Paradís“
lokið. Hún hefur orðið mjög vinsæl,
ein af vinsælustu framhaldssögunum,
sem við höfum birt í blaðinu, og með-
fram vegna þess, höfum við valið
aðra ástasögu eftir sama höfund, og
vonum við, að hún muni líka eiga
miklum vinsældum að fagna.
gekk hljóðlega inn í baðherbergið og fór i kalt
bað. Henni fannst ekki gott að fara í kalt bað,
en vatnið var aldrei orðið heitt fyrr en eftir
klukkan átta. Kalda vatnið hressti hana, hún
klæddi sig og virtist vera komin i rólegt skap,
enda þótt hún væri ennþá föl í andliti.
„Hvert ertu að fara?“ spurði Pam, þegar hún
nokkrum klukkutimum síðar mætti Celiu ferð-
búinni i forsalnum.
„Til London, góða mín!“
„Til London og það í dag? En hvernig fer
þá með hádegisverðinn. Ég hefi boðið Jack —“
„Ég hefi búið til góðan ábæti,“ svaraði Celía
með rósemi, ,,og troðið í kjúklingana. Það er því
allt tilbúið."
„En þú verður ekki hér sjálf! Ég á við, að
þú veizt hvernig eldabuskan og Ethel eru. Og
hvers vegna ferðu líka til London á laugardegi ?“
„Ég ætla að borða með Tómasi frænda."
Það var föst venja hjá henni að borða alltaf
á afmælisdaginn með móðurbróður sínum og fara
síðan með honum í leikhús.
„Drottinn minn, er þá afmælið þitt í dag?“
hrópaði Pam.
„Já, ég ei' hrædd um það. Ég ætti rauninni
að fara að hætta að eiga afmæli. Ég fer að verða
gömul og gráhærð."
II.
„Hjartanlega til hamingju, elsku barnið mitt!“
Tómas frændi skálaði við ungu stúlkuna, sem
sat andspænis honum við litla borðið. Pjölskyld-
an hafði gleymt afmælisdegi hennar, eins og
hún gerði venjulega, og sjálf hafði Celía ekkert
haft á móti því að gleyma þessu tuttugu og sex
ára afmæli, en Tómas frændi gleymdi deginum
aldrei. Skeyti hans hafði komið daginn áður og
þar hafði hann beðið hana að mæta sér á
Berkeley.
Celía brosti til hans, þegar hún lyfti glasi
sínu.
,,Og hyernig líður þér?“ spurði hann. ,,Þú
ert fremur föl.“
„Er það?“ Hún var nokkuð fljótmælt.
Tómas frændi horfði með athygli á hana. Hún
var klædd þokkalegum skraddarasaumuðum
búningi og bar fallegan, en nokkuð snjáðan
silfurref, sem Rosalind hafði gefið systur sinni,
þegar hún fékk sér sjálf nýjan. Hatturinn hennar
var lítill, svartur og ekki sérlega fallegur. 1
þessum klæðnaði leit hún út fyrir að vera ekki
degi yngri en hún var. öðru máli hefði verið að
gegna, ef hún hefði vandað búning sinn betur
— eða þannig hugsaði frændi hennar. En hún var
svipmikil og tíguleg þessi unga kona.
,,Ég er í vanda staddur," tók hann til máls.
,,Ef til vill getur þú hjálpað mér. Mér hefur
verið falið verk og veit ekki, hvernig ég á að
leysa það af hendi. Þú hefur heyrt mig minnast
á Tim Carruthers, er ekki svo?“
„Er það hann, sem býr á Bermudaeyjum ?“
,,Já, einhvers staðar þar i nánd. Ég veit ekki
i rauninni til hvaða eyjaklasa heimaey hans telst
— það úir og grúir af eyjum með fram þessari
strönd. Jæja, en snúum okkur nú að efninu —
Carruthers er einhvers konar sérfræðingur —
ferðast um allan heim og er næstum aldrei
heima. Hann á dóttur, sem giftist illa og býr hún
nú heima hjá föður sínum. Kona Carruthers dó