Vikan


Vikan - 16.12.1948, Síða 14

Vikan - 16.12.1948, Síða 14
14 JÓLABLAÐ VIKUNNAR 1948 í haust eftir langvinnan sjúkdófti og nú óskar hann eftir stúlku, til að vera dóttur sinni til aðstoðar. Á hún að stjórna heimilinu, líta eftir barninu og gera annað slikt. Hann Vill um fram allt fá enska stúlku — bæði unga og dugiega.“ ,,Unga,“ át Celía upp eftir honum. „Já, svona tuttugu og átta ára,“ svaraði Tómas, ,,en ekki gamla kerlingarskrukku — mér hefur skilizt að dótturdóttirin sé orðin sextán til sautján ára gömul, og vill hann því fá félags- skap fyrir hana, sem henni hæfir. Ég held að Olga — hún er móðir telpunnar — skipti sér lítið af dóttur sinni." „Hvað er þessi Olga gömul?“ „Hún getur ekki verið eldri en þrjátíu og fimm ára — hún var barnung, þegar hún giftist. „Gæti tuttugu og sex ára gömul stúlka tekið þetta starf að sér?“ spurði Celía. „Tuttugu og —“ Tómas frændi gapti næstum af undrun og hann starði á frænku sína, „þú átt þó ekki við —“ „Jú, einmitt," svaraði Celía brosandi. „Held- urðu að ég væri ekki hæf til þess?“ „Hæf? Hver sem næði í þig mætti lofa guð fyrir. En hvað á þetta að þýða, barn ? Þér dettur þó ekki í hug að rjúka héðan og yfir hálfan hnöttinn. Þú þarft ekki að fá þér atvinnu. Þú hefur sannarlega nóg fyrir stafni heima hjá þér.“ „Nú hefi ég ekki lengur neitt að gera!“ sagði Celía. Aftur starði hann á hana og furðaði sig á hljómnum í rödd hennar. Að hans áliti gátu hinar systurdætur hans á engan hátt jafnazt á við Celíu. Það gat verið að þær væru fríðari, en honum fannst andlit Celíu samt alltaf geðþekk- ara. Honum þótti vænt um augu hennar, svip- mikinn munn og andlitslögun, sem hvorki var ávöl né fögur, en festuleg og minnti á málverk gömlu hollenzku meistaranna. Utlit hennar allt, þrátt fyrir dökk augun benti til að hún væri komin af hollenzkum eða norrænum ættum. Hann hafði alltaf dáðzt að Celíu og tekið hana fram yfir hina hrifandi Rosalind. Hún var góð stúlka, svo látlaus og greind, en aldrei metin að verð- leikum af fjölskyldu sinni. Hann hafði alltaf verið reiður yfir því, hvernig fjölskyldan notaði eftirlætisgoð hans, en aldrei viljað samt skipta sér af því. Úr því að hún lét þau níðast á sér eins og þeim þóknaðist, varð svo að vera, En hvað höfðu þau gert henni núna, úr því að þessi hljómur var í rödd hennar. Celía sagði honum hvað þau höfðu gert henni. Það var í rauninni afar einfalt — þau þörfn- uðust hennar ekki lengur. Pam átti þegar að giftast i næsta mánuði. Michael var kvæntur og Tom trúlofaður. Michael, sem hafði erft gamla húsið hafði ákveðið að selja það. Það var dýrt að búa i því og honum hafði verið boðið hátt verð fyrir það. „Þannig sérðu, að ég verð þeim bara til vand- ræða,“ sagði Celía giaðlega. „Meðan við höfðum húsið og þau komu öil heim um helgar, auk þess sem Pam var alveg heima, þörfnuðust þau min. En nú breytist þetta allt. Ég hefi tekjur af arfi mínum, en þær nægja mér ekki til að lifa á.“ „Þú getur búið hjá systrum þínum, eða bræðrum. Eftir allt, sem þú hefur gert fyrir þau —“ „Það myndi aldrei blessast og mér dytti ekki í hug að reyna það. Auk þess kæra þau sig ekki um að hafa mig — sem er ósköp eðlilegt. Ég myndi ekki kæra mig um að hafa systur mina hjá mér, ef ég væri gift.“ „Þá geta þau bætt við þær tekjur, sem þú hefur." „Þau hafa ekki of mikið af peningum sjálf. Og ég myndi aldrei geta þegið af þeim.“ „Þau ættu beinlínis að neyða þig til að þiggja af þeim, óþokkarnir þau arna!“ Tómas frændi var auðsjáanlega orðinn reiður. „Svo að þú hugsar þér að vinna fyrir þér sjálf ? Og þau ætla að lofa þér að gera það?“ „Ég hefi ekki ennþá minnzt á þetta við þau. En ég verð að berjast fyrir tilveru minni sjálf. Ég hefi bara svo litla hæfileika." Hún hló. „Ég ætlaði einmitt að leita ráðlegginga hjá þér. En þegar þetta tækifæri býðst mér þá —“ „Ég vil ekki ráðleggja þér, Celía, að fara til þessarar f jarlægju eyju Carruthers. Carruthers er sjálfur ágætis náungi og ríkur, en þetta er alltof langt að heiman. Þú veizt ekki sjálf á hvað þú ert að fallast." ,,Ég vil fúslega eiga allt á hættu. Ef mér fellur ekki vel þarna, get ég alltaf komið heim aftur. Mig iangar til að ferðast ■— ég hefi aldrei farið neitt — ekkert séð af heiminum." „Segir þú þetta í alvöru, barnið mitt?“ „Já, í fyllstu alvöru. Ég sárbæni þig, Tómas frændi, ég þrái svo að komast héðan.“ „Þau hafa sært þig — gert þér eitthvað illt!" tautaði hann. „Ekki var það ætlun þeirra að gera það. Þau eru einmitt afar áhyggjufull út af mér." Hún hló. „Ég heyrði að tilviljun á tal Michael og Rosalind og var ég samræðuefnið — ég gat ekki komizt hjá því að hlusta —- þau kölluðu mig „veslings Celíu sína". Eftir það vissi ég, að það var mál til komið fyrir mig að fara. Ég get alls ekki sætt mig við að vera „veslings Celía þeirra“.“ „Ég furða mig ekki á því.“ Nú var Tómas frændl orðinn reiður aftur. Hann rétti úr sér. „Jæja, Celía, þú skalt þá fara. Ég ætla að hringja í Carruthers, kannske hann vilji hitta okkur eftir leiksýninguna. Hann mun verða hrifinn af að fá þig, hann er orðinn gjörsamlega ráða- laus með mæðgurnar. Við ákveðum það þá og svo getur þú farið heim í kvöld og sagt þínum elskulegu systkinum, að nú þvoir þú hendur þínar og yfirgefir þau. Það var alveg rétt hjá þér, ef þér fellur ekki vel á eyjunni, getur þú alltaf komið heim aftur. Þú ert fær um að sjá um þig sjálf, þú ert að minnsta kosti nógu skynsöm." „Það er þá ákveðið, að ég á að verða lagsmær og nokkurs konar ráðskona," sagði hún og brosti. Honum þótti alltaf svo vænt um þetta. bros hennar. „Þér hefur aldrei verið gefið tækifæri til að verða nokkuð annað," svaraði hann. „En þeim myndi ekki bregða meira í kvöld, þó þú varpaðir sprengju mitt á meðal þeirra. Mesta löngun hefi ég til að snúa þau öll úr hálsliðnum." „Á eyju þessari vaxa fresíur, sem þekja jarð- veginn í hvítum og ljósgrænum breiðum, og ilmur þeirra berst tuttugu kílómetra leið út yfir hafið." Setning þessi kom upp í huga Celíu, þegar hún sat ein í herbergi sínu sama kvöld. Einhvers staðar hafði hún lesið þetta í bók. Setningin Blessað harnið! Teikning eftir George McManus. Mamman: Plýttu þér, elskan, þú ert að verða of seinn í vinnuna! Pabbinn: Elsku litli stubburinn, yndið litla og augasteinninn hans pabba síns! Pabbi kemur bráðum heim aftur! Pabbinn: Mikill gæfumaður er ég! Ég á yndæla konu og ástúðlegt, fallegt barn — allt sem er þess virði að lifa fyrir! Húsbóndinn: Vertu nú ekki að þessari vitleysu, telpa mín! Er það nokkur ástæða til að segja honum upp, þó að hann hafi gleymt að kyssa þig í morgun ? Pabbinn: Það minnir mig á, að ég Pabbinn: Hún er farin! Og hún hefur tekið gleymdi að kyssa elskuna mína áður en Lilla með sér! Ó, elsku konan mín, hvernig gat ég fór! Ég verð að flýta mér heim aftur! ég gleymt þessu? Hvað á ég að gera?

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.