Vikan


Vikan - 16.12.1948, Side 15

Vikan - 16.12.1948, Side 15
JÓLABLAÐ VIKUNNAR 1948 15 Skipskettir ORGUN EINN bjargaði 2. stýrimað- ój ur tveimur lífum — ekki mannslíf- um, heldur lífum tveggja ferfæil- inga. Á síðasta augnabliki hafði hann komið í veg fyrir að tveimur kettlingum væri kastað í sjóinn í poka, sem stór steinn var festur við. Hann tók þesga litlu mun- aðarleysingja með sér út í „Esmeröldu" gömlu, sem lá við akkeri á höfninni. „Bryti, lítið eftir þessum tveim vesalingum," sagði hann, þegar hann kom á skipsfjöl. Þeir verða góðir á rotturnar, þegar augnatýrurnar í þeim stækka dálítið meira.“ Þeir höfðu aðeins ofurlitlar blikandi rifur í stað augna og liktust helzt tveimur mjúkum, hvítum ullarhnoðrum. „Allright, herra,“ sagði brytinn. Hann hafði víða farið og sletti oft ensku. Það var búið um kettlingana í tómum rúsínu- kassa, sem var látinn undir eldhúsborðið í hom- ið fjarst dyrunum. Þarna var hlýtt og notalegt, en dálítið dimmt, en kettir sjá vel í dimmu, ,svo það dró ekki úr vellíðan þeirra. Það var hlýlegt og þægilegt þarna inni, en úti var kalt og hryssingslegt. Það var komið fram yfir veturnætur og við lágum með full- fermi, albúnir í Spánarsiglingu á höfninni í Beckholm. Haustvindurinn þaut eins og ósýni- legur risafugl yfir láð og lög. Við og við heyrðist ýlfrið í honum og í iðunum af vængjaburði hans dönsuðu fyrstu snjóflygsur vetrarins. Höfnin var alauð. Skipin, sem lagt hafði verið í vetra- lægi við Runsala Land, voru ósköp ömurleg að sjá, mannlaus og með seglalausar rár í hálf- dimmunni. Litlu eimbátarnir voru hættir að ganga, engir dráttabátar sáust nú með háfermd- ar timburferjur í eftirdragi og hvergi sáust nú skemmtisnekkjur sumarsins hlaðnar kátu ferða- fólki. Furuskógurinn á ströndinni var ber og biaðlaus og jók á ömurleik umhverfisins. Það var haustblær og drungi hins deyjandi sumars á öllu. Skipshöfnin á „Esmeröldu“ var nýkomin um bord. Allt var á tjá og tundri og matvæli og annar skipsforði lá eins og hráviði urn þilfarið. Verið var að ljúka við hreingerningu á klefa yíirmannanna. 1 klefa skipshafnarinnar stóðu s'ómannakisturnar enn þá í reipum og fyi’ir- bönd fatapokanna voru enn óleyst. Eldhúsið var eini staðurinn, þar sem allt var b.art og hreint, og þar gekk brytinn að starfi sínu með uppbrettar ermar og hvíta svuntu og samlita húfu, rólegur og ákveðinn og alveg eins og heima hjá sér. „Ég get svo sem vel trúað, að þið viljið fá mciri mjólk, átvöglin ykkar,“ sagði hann önugur r.rn Ieið og hann jós brennheitri súpunni upp í tinfatið okkar. — Ég var léttadrengur á skipinu og eitt af verkum mínum var að bera skips- höfninni matinn. „Fáum við mjólk á þessu skipi,“ sagði ég sakleysislega. Rjúkandi ausan stanza^ði á ferð sinni milli fatsins og pottsins og brytinn starði á mig stein- hissa. Svo hló hann góðlátlega. „Er þetta fyrsta ferð þín?“ spurði hann. „Nei, næstfyrsta," svaraði ég. „Og samt geturðu hugsað þér, að sjómenn á finnskum skipum séu aldir á mjólk!“ Hann hélt áfram að ausa upp súpunni. „Þeir gera það varla á þeim amerisku. — Nei, ég var að- eins að tala am kattaskammir, sem þeir hafa dembt á mig,“ hélt hann áfram, þegar fatið var orðið fullt. Hann þurrkaði sér um hendurnar á svuntunni og benti með ' fætinum út í hornið undir borðinu. „Eins og ég hafi svo sem ekki Sönn saga úr sjómannalífi eftir Nylander nóg að gera, án þess að hugsa um heilt dýra- safn.“ „Komdu nú, kisa litla,“ heyrði ég hann tauta. „Drekktu nú svolítið meira, litla mjólkurtrýni! Sem ég er lifandi, litla bjarteyg, ég held þú sért bara sofnuð með trýnið niðri í undirskál- inni!“ Rödd hans var svo mjúk og laðandi, að ég ætlaði varla að þekkja hana. Þegar hann varð þess var, að einhver var í dyrunum, stóð hann upp og varð dálítið vand- ræðalegur. „Vissulega verður það til lítils góðs, að stýri- maðurinn neyddi mig til að taka við þessum kettlings-greyjum,“ sagði hann stygglega. „Hvernig getur honum dottið í hug, að ég hafi tíma til að sinna þeim? Ég gæti bezt trúað, að hann kæmi einn góðan veðurdag með tvö þrjú folöld handa mér að hirða! Nei það hefði verið betra, bæði fyrir mig og þá, ef þeir lægju nú á hafsbotni, — og líklega verða það fyrr eða síðar forlög þeirra." Meðan hann lét dæluna ganga, tók ég mér bessaleyfi til að skoða þessa litlu skjólstæðinga hans nánar. Þeim hafði tekizt að hvolfa undir- skálinni, sem þeim hafði verið gefin mjólkin á, og virtust nú vera að leita að þægilegasta staðn- um, innan um tuskurnar í kassanum, til að fá sér síðdegisdúrinn. Þeir snerust þarna um sjálfa sig, eins og í hálfgerðum vandræðum og öðru hverju ráku þeir upp litlu trýnin, eins og þeir væru að spyrja ráða, en vom að öðru leyti eins og svolitlir ullarhnoðrar. „Ég þekki gamla konu í Hallarstræti. Ef þú vilt, skal ég tala við hana. Kannske hún vilji taka þá.“ „Hvað varstu að segja?“ sagði hann. „Koma þeim til einhverrar kerlingar. Nei, það þýðir ekki við þessa ketti. — Svo geta þeir líka orðið nytjaskepnur á þessum gamla rottukláf," bætti hann við í mýkri rómi. „Fyrsti áfanginn er ætíð erfiðastur, eins og hjá dreng í fyrstu ferð — eða annarri — með óharðnaðar kjúkur.“ „Mjá — mjá“ heyrðist frá rúsínukassanum í horninu. „Nú’ — nú, eru þið byrjaðir aftur, garmarnir ykkar. Þið ærið mig með þessu stöðuga kveini." Þegar ég leysti upp föggur mínar, síðar um kvöldið, fann ég stóra rýju úr prjónaðri ullar- flík, sem ég gat vel misst. Ég laumaðist inn 1 eldhúsið meðan brytinn var fjarverandi, með rýjuna undir treyjunni. En ég var of seinn. Ofan á þeim var ábreiða úr mjúkum, voðfelldum dúk, og þegar ég lyfti henni upp, sá ég sama voðfellda efnið var undir þeim. Kettlingarnir ,,hrutu“ af vellíðan; þeim leið sýnilega mjög vel. Það er gamalt máltæki, að maður vaxi meðan maður sefur og þetta átti sannarlega Irka við kettlingana okkar. Það var ótrúlegt, hvað þeir stækkuðu mikið, — en þeir voru líka alltaf sofandi. Á meðan öll veröldin er aðeins einn rúsínukassi, verður tímanum heldur ekki eytt á gagnlegri hátt. I fyrstunni veittu kettlingarnir umhverfi sínu utan við rúsínukassann litla eftirtekt. Þeir sýndu .lítinn áhuga fyrir stjórn skipsins og komu aldrei út á þilfar. Þeir höfðu þegar verið á siglingu um Eystrasalt í þrjár vikur í andviðrum og öfug- streymi, legið um tíma í Kaupmannahöfn og siglt út Eyrarsund, framhjá Helsingjaeyri og voru nú komnir út í Norðursjó, án þess að veita því nokkra eftirtekt. Brytinn gætti þeirra, eins og þeir væru barnabörn hans og vakti yfir þeim eins og afbrýðisamur eiginmaður, en til þess að halda virðingu sinni lét hann sem minnst á þessu bera. Brátt varð rúsínukassinn kettlingunum samt of þröngur. Þeir léku sér og byltu um eldhús- gólfið, upp á eldhússkápnum, á borðinu og upp um allar hillur. Þeir voru í stöðugum eltingaleik, veltust hvor um annan og léku allar þessar með- fæddu kattalistir, sem þeir skemmta bæði sér og öðrum svo oft og vel með. Ég held helzt að þetta endi með þvi, að ég fleygi ykkur báðum fyrir borð,“ sagði brytinn við eitt slíkt tækifæri. Kvöld eitt, nokkrum vikum síðar, stóð ég á þilfarinu og hallaðist út yfir borðstokkinn; fann ég þá eitthvað snerta olnboga minn. Ég leit við — það var kisa — eða öllu heldur önnur hvor kisan, því þær hétu ekkert ennþá, og voru ó- þekkjanlegar i sundur. Mér var bylt við, því að öldustokkur á skipi er ekki staður fyrir lítið stálpaðan kettling á kvöldgöngu. En kisa virtist eins örugg þarna, eins og hún væri á þurru landi. Hún var sýnilega undrandi yfir glitrandi, freyð- andi sjónum við skipshliðina og jafn hissa var hún á kastljósi frá vita í landi, sem blikaði til okkar við og við í hálfdimmunni. Ég var að rétta út höndina, ósköp hægt og varlega, til þess að hræða hana ekki, þegar önnur hönd kom og þreif í hnakkadrambið á henni og svifti henni burt af öldustokknum. Þegar ég leit um öxl, brá fyrir blaktandi svuntu brytans, um leið og eldhúsdyrunum var skellt aftur. Á næsta augna- bliki mátti heyra á aumkunarlegu kattarveini, að kisa mundi vera að reyna mótlæti lífsins, ef til vill fyrsta sinni á æfinni. Þegar ég kom frá stýrinu um kvöldið klukkan ellefu og gekk fram hjá eldhúsinu, logaði ennþá ljós þar inni og einhver var að tala. Ég gægðist inn. Brytinn var þar einsamall og var að tala til skjólstæðinga sinna í áminningarrómi: „Mundu það nú, kisa mxn, að þú mátt aldrei ganga á borðstokknum. Hvernig gat líka svona stór og væn kisa verið svona hugsunarlaus. að gera mig alveg dauðhræddan ? Ó-ó, tis, tis.“ Hann talaði tæpitungu við kettlingana, alveg eins og hann væri að tala við börn. En ekkert hljóð heyrðist úr horni, sem gæfi til kynna að á hann væri hlustað. Kettlingarnir voru að lík- indum steinsofnaðir og búnir að gleyma með- læti og mótlæti dagsins. Þegar brytinn lokaði eldhúsinu um kvöldið, mættumst við á þilfai’inu. „Ef þú sérð kettlingana vera að flækjast fyrir, úti á þilfai'i, þá fleygðu þeim inn i eldhúsið." sagði hann. „Það er nóg, að þeir geri óþægindi á einurn stað.“ „Ég skal gera það, bryti,“ svaraði ég. „Hvað var brytinn að segja?“ spurði annar stýrimaður, þegar brytinn var farinn. Hann stóð í lyftingunni og beygði sig yfir framgrindurnar. ,,Æ, hann var að fjargviðrast yfir köttunum sínum,“ svaraði ég. „O blessaður garnli, góðhjartaði Grautar- Hallinn," sagði stýi’imaðurinn og hló. „Heldurðu að hann hafi ekki keypt tíu dósir af niðursoð- inni mjólk, fyrir sína eigin peninga, hjá Sjerbeck í Kaupmannahöfn, þegar við lágum þar!“ Sunnudagsmoi’gun einn, hálfum mánuði síðar, sat ég á eldhússþrepskildinum og skrældi kart- öflur. Kettlingarnir voru að leika sér og elta hvor annan. Brytinn var öðru hvoru að siða þá, en virtist þó vera í ágætu skapi. Hann söng og blístraði viðstöðulaust, en gaf þó gætur að pott- um sínum og pönnum. „Maður þarf sjálfsagt að bera skyn á flesta hluti, til þess að vera bryti á svona stóru skipi.“ sagði ég. „Þú heldur það, drengur minn, af því að þú ert svo fáfróður. Sannleikurinn er sá, að maður þarf ekkert að kunna, til þess að vera bryti hér. Þú ættir að vera á amerísku skipi, eða skipi frá Nýja Skotlandi. Þar er dálítið að gera í

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.