Vikan


Vikan - 16.12.1948, Síða 21

Vikan - 16.12.1948, Síða 21
JÓLABLAÐ VIKUNNAR 1948 21 Lang-bezta jólagjöfin BABNASAGA Það hafði verið afarmikil jólahá- tíð hjá tröllunum í Tröllhól. Þessi veizla varð umræðuefni hvarvetna, er til hennar spurðist. Búálfarni komu í heimsókn næstu daga, bæði á bóndabæi og í þorpin í grenndinni. Þeir ákváðu þessa fram- úrskarandi hátíð. Og hátíðinni var haldið áfram i marga daga. En þó leið einu litlu tröllanna ekki vel. Það tröll hét Tippe, og bjó í heiðarbrún, sem var í töluverðri f jar- lægð. „Tippe er svo leiðinlegur,“ sögðu skógartröllin og búálfarnir. „Hann segir aldrei neitt skemmtilegt. Svo stríðir hann aldrei mönnum né ger- ir at.“ Vesalings Tippe sat æfinlega á ein- hverjum stórum steini, sem var í heiðarbrúninni og horfði út yfir heið- ina. Þetta þótti honum bezta skemmt- unin. Það var sama hvort heiðin var snævi þakin, eins og nú um jólin, eða hún var græn og blómum skreytt, eins og á sumrin. En þó leiddist honum við og við, og hann stundi þá þungan, og ósk- aði þess að hann ætti vini. Hann var einmana. Næsti nágranni hans var Galdra- Maren. Og hún var venjulega í illu skapi og afundin. Galdra-Maren var heima í litla húsinu sinu og blés i glæðurnar, til þess að lífga eldinn. Hún var ekki ánægð. Það voru jól, og enginn hafði heimsótt hana, enginn gefið henni jólagjöf. En hún hafði ekki gefið neinum neitt heldur. Það er eðlilegt að enginn maður heimsæki mig, hugsaði Galdra-Maren. Menn hafa fulla ástæðu til þess að vera hræddir við mig. Ég hefi gert þeim mikið illt. Það er ekki svo vel, að tröllin heimsæki mig. Ég hafði þó sagt þeim, að mig vanhagaði um eldi- við. Það kom enginn reykur upp um reykháfinn á húsi hennar. Eldurinn var svo lítill, að hún gat ekki soðið súpuna sína við hann. Uppi á heiðarbrúninni stóð Tippe ■og litaðist um. Hann horfði meðal annars á hús Galdra-Marenar. Hann sá engan reyk stíga upp frá því. „Ætli hún sé eldiviðarlaus ?“ sagði Tippe við sjálfan sig. Svo fékk hann góða hugmynd. „Ég ætla að færa Galdra-Marenu dálítið af eldivið. Ef hún er í sæmi- legu skapi, getum við talað saman okkur til skemmtunar. Annars fer ég þegar heim aftur." „Hvað er þetta ? Ert það þú, Tippe? Og kemur með eldivið handa mér," mælti Galdra-Maren forviða, er hún sá smávaxna tröllið úr heiðarbrún- inni koma inn til sín. „Já, mér knm til hugar, að þig vanhagaði, ef til vill, um eldivið," sagði Tippe. Galdra-Maren svaraði: „Þú, einn allra trölla, manst eftir mér. Þakka þér fyrir. Ég er orðin gömul og baða ekki í rósum." Hún bætti á eldinn og sauð graut handa sér og Tippe. Hún spurði Tippe, hvort hann hefði skemmt sér vel á jólunum. „Mér hefir leiðzt," svaraði hann. „Tröllin og búálfarnir eru svo vitur og vita allt mögulegt. En ég er ein- ungis heimskt heiðartröll og fáfrótt. En ég er ekki að hugsa um jóla- gjafir." „En þú átt eftir að fá allra beztu jólagjöfina," mælti Galdra-Maren á- kveðin. „Bíddu rólegur. Þegar þú ferð heim og kemur á heiðarbrúnina, skaltu beygja til hægri hjá stóra yllirunnanum. Gakktu svo áfram dá- lítinn spöl, fram hjá þremur stóru steinunum. Þá gerist eitthvað." Tippe varð forvitinn eftir að vita hvaða gjöf Galdra-Maren ætlaði hon- um. Og er hann hélt heimleiðis, þá fór hann að ráðum hennar. Skyndilega staðnæmdist Tippe við smugu eða holu, sem var í bakkann. Uti fyrir holunni var Morten héri og horfði eftir veginum. Hann mælti: „Hefir Galdra-Maren sent þig hingað?" Tippe svaraði: „Já, hún sagði mér að fara þessa leið. Ég heiti Tippe og á heima í heiðarbrúninni. Ég er tröll." „Og ég er Morten héri. Ég bý hér einn, og mér leiðist." Tippe svaraði: „Mér leiðist einnig. En ég get, þrátt fýri ' bað, ekki flutt búferlum þaðan sem er og inn á skógarásana." Morten svaraði: „Ég skil það. Hér er ekki átroðningurinn." „Ég færði Galdra-Marenu nokkur kálhöfuð til jólanna, og hún lofaði að gefa mér hina allrabeztu jólagjöf. En hún sagði að ég yrði að horfa á veginn dag hvern." Tippe sagði: „Ég færði henni dá- lítið af eldivið, og hún lofaði mér einnig jólagjöf." Morten mælti: „Eigum við að leita og vita hvort nokkuð er hér fólgið?" Þeir leituðu báðir um stund, en fundu ekkert. Skyndilega staðnæmd- ist Tippe og horfði á Morten. „Veiztu hvað mér kom til hugar? Þú ert mín jólagjöf og ég þín!" Morten svaraði: „Álíturðu, að Galdra-Maren hafi viljað gefa okk- ur báðum leikfélaga?" Tippe mælti: „Það er mín skoðun. Við vorum báðir svo einmana. Við viljum ekki flytja af heiðarbrúninni, þó að staðurinn sé afskekktur. — Við gætum leikið okkur saman, og haft mikla skemmtun hvor af öðrum." Morten sagði: „Þetta er ágætt." Hann hoppaði af ánægju. Svo tók hann í hönd Tippe og mælti: „Komdu inn, og ég mun sýna þér hve fín íbúð mín er. Ég hefi allt I lagi til veizlu- halds, ef einhver kemur." Tippe fór inn með Morten. 1 íbúðinni var allt í röð og reglu. Þar var dúkað borð með tei og in- dælum kökum. Teið var búið til úr lyngblómum, og var afbragðsgott. Heiðarbúar fá ekki betra te. Þeir félagarnir drukku teið og borðuðu kökurnar. Að þvi búnu léku þeir sér og skemmtu sér ágætlega. Þeir ákváðu að verða vinir í fram- tíðinni. Og frá þessum degi heimsóttu þeir hvor annan daglega. Báðir voru mjög ánægðir. En Galdra-Maren hló, néri saman höndunum og var í góðu skapi. Hún hafði gert góðverk, og jafnvel gömul galdranorn getur glaðzt af þvi að auka lífshamingju annarra. pappír í 20 cm. langar og 2 cm. breiðar ræmur og vefjið þeim þétt í kringum einhvern sívalning, t. d. pennastöng. Brúnirnar eiga að mæt- ast í vafningunum. Eftir dálitinn tíma verður ræman orðin gormlaga. 7. mynd: Ef konfektmolar eru í fallegum, marglitum silkipappír er hægt að nota þá sem skraut á jóla- tréð með því að þræða þá saman. Það verður gott að fá sér mola af trénu öðru hverju. . 8. mynd. A, B og C: Búðu til polta úr fallegum pappír, jafnaðu opið á honum, svo að hann geti staðið. Höfuðið er búið til úr bréfkúlu og eldspýtu, sem svo er stungið ofan í endann á pokanum (sjá myndirnar). Hárið er gert úr gulum bréfræmum, sem límdar eru á. Vængir og hand- leggir klipptir úr pappír og limdir á. Á höfuöið er teiknað andlit og engillinn skreyttur eftir föngum. —JKff: ■H Jóla trésskra u t 1. mynd A og B: Þarna sjáið þið hvemig búa má til ljómandi fallega körfu úr glanspappír á jólatréð. Pappírinn er límdur tvöfaldur saman og fallegast er að hafa tvo liti. Teikn- aður er hringur, um það bil 7 cm. í þvermál og með fjórum endum, tveimur löngum og tveimur stuttum. Þetta er nú klippt út (mynd A), lengri endarnir límdir saman í hand- arhald á körfuna, en hliðarnar (sjá mynd B) eru gerðar úr ræmu, sem er jafnbreið styttri endunum og límd í kring. Körfuna má svo skreyta með gylltum stjörnum eða öðrum mynd- um. 2. mynd A og B: Glanspappírinn í þessa körfu er einnig notaður tvö- faldur. Ræmurnar eru 12 cm. langar og 2 cm. breiðar og límdar saman í kross eins og mynd A sýnir. Að ofan eru þær saumaðar saman og lykkja sett í. 3. mynd A og B: Ræmur úr silki- eða kreppappír, 8 cm. breiðar eru límdar saman, ræman er nú brotin fjórföld saman á lengdina, þannig að breiddin verður 2 cm. 1 brúnirnar eru nú klippt vik, ýmist í hægri brúnina eða þá vinstri. Þegar ræman er tekin úr brotunum lítur hún út eins og mynd B sýnir. 4. mynd: 1 þessa stjörnukeðju þurfið þið ekki annað en gylltan pappír og dökkgrænan þráð. Stjörnu- helmingarnir eru limdir sitt hvoru megin við þráðinn. 5. mynd: 1 pappírskeðjuna er fallegt að nota mismunandi græna liti. í hvern hring fer 10 cm. löng og 1 cm. breið ræma. 6. mynd. Klippið tvöfaldan glans-

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.