Vikan - 16.12.1948, Side 25
JÖLABLAÐ VIKUNNAR 1948
25
Yfir fimmtíu ára gamalt prestsseturshús. iviyndin er af prestsseturs-
húsinu á TJtskálum. Á tröppunum eru prestshjónin, séra Jens Pálsson og
frú Guðrún Guðjohnsen og heimilisfólk þeirra. Séra Jens, sem var prestur
á Gtskálum árin 1886—1896, lét byggja þetta hús árið 1889. Er það eins
enn að utan, að viðbættri forstofu og kvisti, en hefur verið breytt allveru-
lega að innan. Núverandi Gtskálaprestur, séra Eiríkur Brynjólfsson, eign-
aðist mynd þessa i Winnipeg, en þar dvaldi hann síðastliðið ár. Var
honum gefin myndin af fósturdóttur séra Jóns heit. Bjarnasonar og konu
hans, frú Láru Guðjohnsen, en frú Lára var, eins og kunnugt er, systir
frú Guðrúnar, konu séra Jens Pálssonar.
Kafli úr ferðabréfi Eftir Agnethe Tryde.
Það getur stundum veriö gaman að sjá, hvað útlendingar, sem koma
til Islands, segja um landið og þjóðina. Þcer frásagnir eni ekki alltaf ná-
kvœmar eða sannleikanum samkvœmar, en skemmtilegar geta þær oft
verið, eins og t. d. kaflinn, sem hér fer á eftir. Hann er úr blaðinu
>rAlt for dameme“ (5. ágúst 1947) og greinin lieitir „Fra Spansk Marokko
til Island“:
Við skjótumst inn til Adrosan í
Skotlandi og eftir þriggja daga sigl-
ingu þaðan leggjum við að hafnar-
bakkanum í Reykjuvík. Sá bær
minnir mig á ,,leikfangaborgir“, sem
ég sá einu sinni í verzlun í Núrn-
berg, hús með rauðum og grænum
þökum, umlukt af eldfjöllum og
bláu hafi. Reykjamökkurinn frá
Heklu sést í 100 km. fjarlægð, en
það er líka eini „reykháfurinn", sem
rýkur úr. Þetta er gæfusamt land,
þar sem vatn sýður í jörðu og er það
leitt í margra kílómetra löngum
leiðslum til bæjanna, til að hita upp
hús og knýja vélar verksmiðja. Það
hlýtur að vera unun að vera hús-
móðir á Islandi. Ekkert ryk setzt í
gluggakistumar, enginn miðstöðvar-
kyndari kemur upp úr þurru og
skrúfar fyrir heita vatnið — eina
áhyggja húsmóðurinnar er, hvort
kalda vatnið hrökkvi tih Þessvegna
eru baðkörin oft hálffull allan dag-
inn, til að baðvatnið verði nógu kalt
um kvöldið.
Eina áhyggja húsmóðurinnar er,
hvort kalda vatnið hrökkvi til.
Á eyðilegu og hrjóstugu hvera-
svæðinu við Reyki, um það bii 15
km. frá höfuðstaðnum, starfa 45
dælur allan sólarhringinn, og gufuna
leggur leggur upp í loftið í þéttum
mekki. Á þessum eina stað er ekki
færri en 35,000 íbúum höfuðstaðar-
ins séð fyrir hita og vatni, en eftir
hina geysilegu stækkun Reykjavík-
ur á síðari árum nægir þessi hita-
veita ekki lengur og hefur ríkið
þegar keypt ný hverasvæði. Vatnið
er svo hreint að ekki þarf að sía
það, og svo mjúkt, að næstum
enga sápu þarf að nota. 1 rann-
sóknarstofum og lyfjabúðum er það
notað sem eimað væri, og sannar
það bezt gæði þess.
Ekki færri en 79 sundlaugar úti
um allt landið eru hitaðar með
hveravatni og samtals 50,000 fer-
metrar af gróðurhúsum eru starfrækt
með þessum jarðhita.
Danskur maður, Niels Tybjerg,
stjórnar garðyrkjunni á Reykjum og
eru þar 19 gróðurhús. Árlega eru
ræktuð þar 170,000 blóm og tvær
nýjar nellikutegundir hafa komið
þarna fram á hverasvæðinu. önnur
var nefnd eftir önnu Borg og hin
eftir Elsu Sigfúss — eru það tvær,
frægar íslenzkar konur.
Island er mikið framfaraland og
sú stórfenglega þróun, sem átt hefur
sér stað og skapazt hefur af peninga-
flóðinu eftir styrjöldina, setur sinn
svip á. Ný bæjarhverfi þjóta upp
eins og gorkúlur í útjöðrum Reykja-
vikur, það er verið að reisa stór og
rúmgóð skólahús, og þar sem sund-
laugar eru ekki gerðar inni í þeim,
eru þær undir beru lofti.
1 sambandi við nýjasta skólahúsið
er barnaheimili eða heimavist, fyrir
Báðar þessar myndir voru teknar á leikaradansleiknum, sem Daily
Express hélt í Albert Hall í London. Á efri myndinni eru Sandra Dorne
og Shirley Maycock, en á þeirri neðri (frá vinstri) ameríski kvikmynda-
leikarinn Dana Andrews, Jean Simmons, Shirley Meycock og Stewart
Granger.
23 börn, sem er á kostnað bæjar-
félagsins. I þessa heimavist erú
tekin veikluð börn, eða börn frá
miður heppilegum heimilum. Svefn-
herbergin eru fyrir fjögur til sex
börn, búin ljósum rúmum úr birki
og á gólfum eru handofnar ábreiður.
Þau börn, sem veik eru, eru sett í
lítil, tveggja manna herbergi. Yfir
þessum ljósmáluðu herbergjum hvíl-
ir skemmtilegur, heimilislegur blær.
1 gegnum ljósadeildina er gengið inn
í sjálft skólahúsið. Þar eru bað- og
fataherbergi, stór lækningastofa,
búin öllum nýjustu áhöldum. Læknar,
tannlæknar og hjúkrunarkonur starfa
við skólann, og sérhvert barn er
undir eftirliti.
Það er ekki hægt annað en að
dást að þessari viðleitni og það er
margt fleira, sem er aðdáunarvert,
En hér eru margir, sem vilja leggja.
áherzlu á, að Island sé svo skolli.
sjálfstætt land. —