Vikan


Vikan - 16.12.1948, Síða 35

Vikan - 16.12.1948, Síða 35
JÓLABLAÐ VIKUNNAR 1948 35 BLAA LE8TIIM Framhaldssaga: Sakamálasaga eftir Agatha Christie 9 einhver þrá eftir viðburðaríku lífi. Ég skal segja yður, ungfrú, það er reynsla mín, að maður fái það sem maður þráir! Hver veit?“ Hann setti upþ broslegan svip. „Kannske fáið þér meira en þér sækist eftir.“ „Er þetta spádómur?" spurði Katrín brosandi um leið og hún stóð upp frá borðinu. Litli maðurinn hristi höfuðið. „Ég spái aldrei,“ sagði hann hátíðlega. „Það er að visu satt, að ég er vanur því að hafa rétt fyrir mér — en ég hæli mér aldrei af því. Góða nótt, ungfrú, ég vona, að þér sofið vel.“ Katrin fór aftur fram eftir lestinni og skemmti sér yfir orðum litla mannsins. Hún fór framhjá dyrum kunningjakonu sinnar og sá, að þjónninn var að búa um rúmið hennar. Konan í minka- skinnkápunni stóð við gluggann og horfði út. Katrin sá i gegnum innri dyrnar, að hinn klefinn var mannlaus, en teppum og töskum var hrúgað í sætið. Herbergisþernan var þar ekki. Þegar Katrin kom inn í sinn klefa, var sæng' hennar uppreidd, og af þvi að hún var þreytt, fór hún strax í rúmið og slökkti ljósið um klukkan hálftíu. Hún hrökk upp af svefni; hún vissi ekki, hvað hún hafði sofið lengi. Hún leit á úrið sitt, en það stóð. Sterk kvíðatilfinning greip hana og magnaðist stöðugt. Að lokum fór hún fram úr, fleygöi slopp yfir herðar sér, og fór fram á gang- inn. Lestin var öll í svefni. Katrín opnaði glugg- ann og sat við hann stundarkorn og teygaði kalt næturloftið og reyndi árangurslaust að bæla niður kvíðann. Hún ákvað loks að fara fremst fram í vagninn og spyrja lestarþjóninn hvað klukkan væri, svo að hún gæti sett úrið sitt. En þegar þangað kom, var stóllinn hans auður. Hún hikaði andartak og gekk svo inn í næsta vagn. Hún horfði niður langan, dimman ganginn og sá sér til mikillar undrunar, að mað- ur stóð með höndina á snerlinum á klefanurð konunnar í minkaskinnskápunni. Að minnsta kosti sýndist henni það vera hennar klefi, en sennilega skjátlaðist henni. Hann stóð kyrr nokkrar sekúndur, sneri baki að henni og virtist á báðum áttum. Svo sneri hann sér hægt við, og þá sá Katrín, að hún hafði séð þennan mann tvisvar áður — einu sinni í ganginum í Savoy- gistihúsinu og i annað skipti í ferðaskrifstofu Cooks. Hann opnaði hurðina á klefanum og fór inn og lokaði á eftir sér. Þeirri hugsun sló skyndilega niður í Katrínu, að þetta væri maðurinn, sem konan hafði vei'ið að tala um, maðurinn, sem hún var á leið til fundar við. En hún ýtti þessari hugsun frá sér. Sennilega hafði henni missýnzt um klefann. Hún fór aftur yfir í sinn vagn. Fimm mínútum siðar hægði lestin ferðina. Það heyrðist lang- dregið, ámátlegt væl í hemlunum, og nokkrum mínútum síðar nam lestin staðar í Lyons. 11. KAFLI. Morö. Katrín vaknaði morguninn eftir í glaðasól- skini. Hún fór snemma til morgunverðar, en mætti hvorugum kunningja sinna frá deginum áður. Þegar hún kom inn i klefann sinn aftur, var lestarþjónninn að ljúka við að ganga frá klefanum undir daginn. „Frúin er heppin," sagði hann, „að það skuli vera sólskin. Það er alltaf mikil vonbrigði fyrir farþegana að koma í dumbungsveðri." „Ég hefði áreiðanlega orðið fyrir vonbrigðum,“ sagði Katrín. Maðurinn bjóst til að fara. „Við erum dálítið á eftir áætlun, frú,“ sagði hann. „Ég skal láta yður vita rétt áður en við komum til Nice.“ Katrín kinkaði kolli. Hún settist við gluggann, heilluð af sólbjörtu landslagi, sem leið fram- hjá. Pálmatrén, dimmblár sjórinn og ljósgular mimósurnar — allt bjó yfir ferskleik hinna fyrstu kynna fyrir konuna, sem í fjórtán ár hafði ekki þekkt annað en ömurleik hins enska veturs. Þegar lestin kom til Cannes, fór Katrin út og gekk fram og aftur um brautarpallinn. Henni lék forvitni á að vita eitthvað meira um konuna i minkaskinnskápunni og leit upp í gluggann til hennar. Gluggatjöldin voru dregin niður -— einu gluggatjöldin, sem dregin voru niður í allri lestinni. Katrín furðaði sig á þessu og þegar hún fór aftur upp í lestina og inn eftir gang- inum, tók hún eftir, að báðir klefarnir voru enn lokaðir. Konan í minkaskinnkápunni var ber- sýnilega ekki árrisul. Skömmu seinna kom lestarþjónninn til hennar og sagði henni, að lestin yrði komin til Nice eftir nokkrar mínútur. Katrín gaf honum þjór- fé; maðurinn þakkaði henni fyrir, en stóð kyrr. Hann var eitthvað skrítinn. Katrin, sem í fyrstu datt í hug, að þjórféð hefði verið of lítið, sannfærðist nú um, að eitthvað annað og alvar- legt væri á seiði. Hann var sjúklega fölur yfir- litum og skalf allur, eins og hann hefði nýlega orðið dauðskelkaður. Hann horfði á hana undar- legum augum. Svo sagði hann allt í einu: „Afsakið, frú, en eigið þér von á kunningjum til að taka á móti yður í Nice?“ „Það býst ég við,“ sagði Katrín. „Af hverju spyrjið þér?“ En maðurinn hristi bara höfuðið og tautaði eitthvað, sem Katrín skildi ekki, fór burtu og lét ekki sjá sig aftur fyrr en lestin hafði numið staðar á stöðinni, en þá rétti hann henni farang- urinn út um gluggann. Katrín stóð nokkrar sekúndur á stöðvarpall- inum og vistei ekki almennilega, hvað hún átti að taka til bragðs. Þá kom ljóshærður, ungur maður til hennar og sagði hikandi: „Eruð þér ungfrú Grey?“ Katrín játti því, og ungi maðurinn brosti til hennar engilbrosi Og sagði svo lágt „Ég er Chuppy — eiginmaður Tamplin greifa- frúr. Ég býst við að hún hafi minnzt á mig, en kannske hefur hún gleymt þvi. Eruð þér með farangursmiðann ? Ég týndi mínum, þegar ég kom í vetur, og þér trúið þvi ekki, hvað mikið gekk á út af þvi. Skriffinnskan í Frakklandi er ekkert lamb að leika sér við!‘ Katrín tók upp miðann, og ætlaði að fara að ganga af stað með manninum, þegar hvislað var lágri, ismeygilegri röddu í eyra hennar: „Viljið þér gjöra svo vel að bíða andartak, frú.“ Katrín leit við og sá mann, sem bætti upp lítilmótleik persónu sinnar með breiðum gull- borðum á einkennisbúningi sinum. Maðurinn hélt áfram: „Það eru aðeins nokkur formsatriði. Frúin vill kannske vera svo góð að koma meö mér. Fyrirmæli lögreglunnar —“ Hann lyfti höndunum. „Sjálfsagt fjarstæða, en svona eru þau.“ Chubby Evans hlustaði af mjög takmörkuð- um skilningi, því að frönskukunnátta hans var ekki upp á marga fiska. „Þetta er Frökkum líktj“ sagði Evans. Hann ' var einn af þessum státnu, þjóðræknu Bretum, sem éftir skamma dvöl í framandi landi finnst þeir hafa fengið eignarétt á því og fá andúð á hinum innfæddu. „Alltaf með einhverja reki- stefnu. Þeir eru þó ekki vanir að ráðast á fólk á stöðinni. Þetta er eitthvað sérstakt. Ég býst við þér verðið að fara.“ Katrín fór með leiðsögymanni sínum. Hún varð undrandi, þegar hann fór með hana að hliðarspori, þar sem einn vagn úr lestinni stóð. Hann bauð henni upp í vagninn, gekk á undan henni niður ganginn og opnaði fyrir hana hurð inn í einn klefann. Þar inni var skrautbúinn embættismaður og með honum óásjálegur maður, sem virtist vera skrifari. Embættismaðurinn stóð upp kurteislega, hneigði sig fyrir Katrinu og sagði: „Ég bið yður afsökunar, frú, en það eru nokkur formsatriði, sem þarf að fullnægja. Frúin talar frönsku, vænti ég?“ „Nægilega mikið, vona ég,“ sagði Katrín á frönsku. „Það er gott. Gjörið svo vel að fá yður sæti, frú. Ég heiti Caux og er lögreglufulltrúi." Hann þandi út brjóstið, og Katrín reyndi að láta sér þykja mikið um." „Viljið þér sjá vegabréfið mitt?“ spurði hún, „Hérna er það.“ Lögreglufulltrúinn horfði á hana með athyglí,. og það rumdi eitthvað í honum. „Þakka yður fyrir, frú,“ sagði hann og tók við vegabréfinu. Hann ræskti sig. „En það, sem mig vantar einkum, eru nokkrar upplýsingar." „Upplýsingar?" Lögreglufulltrúinn kinkaði hægt kolli. „Um konuna, sem var ferðafélagi yðar. Þér borðuðuð hádegisverð með henni í gær." „Ég er hrædd um, að ég geti ekki gefið yður miklar upplýsingar um hana. Við tókum tal saman við borðið, en við erum alókunnugar hvor annari. Ég hef aldrei séð hana fyrr.“ „Og þó,“ sagði lögreglufulltrúinn hvasst, „fóruð þér með henni inn í klefann hennar eftir hádegið og töluðuð við hana stundarkorn." „Já,“ sagði Katrin, „það er rétt.“ Svo virtist sem lögreglufulltrúinn byggist við, að hún segði eitthvað meira. Hann leit uppörv- andi á hana. „Já, frú ?“ „Hvað, herra?“ sagði Katrín. „Þér getið kannske gefið mér einhverjar upp- lýsingar um samtalið?" „Það gæti ég,“ sagði Katrín, „en að svo komnu máli sé ekki neina ástæðu til þess.“ Henni gramdist þetta. Henni fannst þessi út- iendi embættismaður óskammfeilinn. „Ekki neina ástæðu?" hrópaði lögreglufull- trúinn. „Jú, frú, ég get fullvissað yður um, að það er fullgild ástæða til þess.“

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.