Vikan


Vikan - 16.12.1948, Side 40

Vikan - 16.12.1948, Side 40
40 JÓLABLAÐ VIKUNNAR 1948 Ráðningar á dægradvöl bls. 9—10. I. Tímaspursmál um vörubíl. 1. Myndirnar voru teknar í þess- ari tímaröð: 2 — 4 — 1 — 3. Brunahaninn lekur og á götunni myndast því pollur. Þar eð lekinn er áberandi á öllum myndunum, hefði pollurinn ekki náð að þorna upp þó að hann hefði verið stærri. Þess vegna fer pollurinn stækkandi, og með tilliti til þess, verður ofangreind tímaröð myndanna óyggjandi. 2. Nei. Droparnir úr brunahanan- um falla lóðrétt, en svo hefði ekki getað verið, ef mikill vind- ur hefði geisað. 3. Hann var að fara upp í fólks- bílinn. 4. Það var verið að taka af vöru- bílnum. 5. Nei. Frá fargangursgeymslu bíls- ins, sem sést á neðstu myndinni, er öðruvísi gengið heldur en frá farangursgeymslu bílsins á næst- neðstu myndinni. 6. Nei. Einn af þremur efstu pökk- unum hafði verið tekinn niður. 7. 4. mynd (næst-efsta myndin). Leki brunahanans var jafn þeg- ar hinar einstöku myndir voru teknar, en pollurinn á götunni hefur stækkað mest frá því að 3. mynd og þangað til 4. mynd var tekin. II. A, B og P. Sbr. meðfylgjandi mynd. A R R A p p" P P A R A R III. I umsátursástandi. Sbr. meðfylgjandi mynd. V. Athygllsverðir búnaðarhættir. 1. Heysáturnar eru óeðlilegar að lögun. 2. Fuglinn hefir gert sér hreið- ur á þakinu. 3. Kýrin við hliðið hefir hjartarhorn. 4. Hesturinn í hlöðunni hefir einkennilega langa fætur, að því er virðist. 5. Uglan er úti um há- bjartan daginn. 6. Tréð hefir tvenns- konar blöð. 7. Kýrin sem liggur, hefir hestseyru. 8. Hesturinn, sem er að drekka úr fötunni, hefir kýreyru. 9. Eitt svinið hefir tvo sterkta. 10. Hitt svinið hefir hundseyru. 11. Hænsnin eru að synda. 12. Gæsin hefir hænu- lappir. 13. Rós hefir vaxið á þyrni- runna. 14. Láki bóndi er með pípu- hatt. VI. Um víða veröld. 1. Borneó. 2. Irland. 3. Nýja- Guinea (Papua). 4. Vestur-Indíur. 5. Island. 6. Stóra-Bretland. 7. Nýja- Sjáland. Vn. Einkennileg skepna. Hvítabjörn (hausinn), zebradýr (hálsinn), hest (framlappirnar), pardusdýr (búkurinn), svín (aftur- hlutinn) og íkorna (rófan). VIII. Þraut fangavarðarins. Fangavörðurinn setti hina sex strokufanga í klefa nr. 10, 22, 25, 39, 56 og 59. Hestar, tungl og þrír menn í dal Smásaga eftir Erling IV. Það er gert með speglum. Sbr. meðfylgjandi mynd. (Endur- varpshornið og aðkastshornið eru jafn stór). Það var engin tilviljun, að Jón sagði við mig, spotzkur, og tróð höndum djúpt í vasana: nú kemur þú með mér fram eftir og hjálpar mér að reka inn. Einbúi í Laugaseli, göngur í íslenzkri sveit, heiðbjartur himinn og tunglskinsnótt fram und- undan — dapurleg dalakyrrð. Og þó ég væri dauðþreyttur eftir daglanga leit og Skjóna væri sárfætt og illa farin, þá hlaut ég að segja já. Hann leit þannig á mig og sagði það þann- ig, spotzkur, um leið og hann tróð höndum djúpt í vasana, að ég hlaut að segja já. Við tókum okkur hnakk og lögð- um á og Jón sagði: ég býst við að við verðum fljótir. Ég þarf bara að kanna féð og marka nokkur lömb. Það er tungl í kvöld, sagði ég. Stjáni kom líka. Hann var með stóra glansdershúfu. Við vorum í góðu skapi á fram- eftirleiðinni og riðum hratt. Við töl- uðum saman um kynbætur sauðfjár og Kleifafé og hrúta að norðan, sem Jón keypti í haust, kollótta. Jón vildi ekkert nema kollótt fé. Hann sagði það væri staðreynd, að það væri miklu þyngra í vigt. Hann sagði líka það væri betur byggt. Það var glampi í augum hans. Herðakamburinn ? sagði ég. Já, sagði Jón, hyrnt fé er alltaf miklu hærra um herðakambinn, og með aldrinum kemur slakki í bakið. Það er bara hornunum að kenna. Þau eru svo þung. Ég sagði: Hrútur með stór og voldug horn, það er hreint og fallegt og virðulegt dýr. Maður er næstum hræddur við hann. Fý, sagði Jón, við erum ekki að rækta horn heldur lcjöt: fallegan hrygg og bringu í súr. Aldrei nokk- urn tíma hef ég vitað horn étið. Hann sagði einu sinni hafi hann haft hyrnt fé, en hætt við það, af því það kollótta væri þyngra í vigt og betur byggt. Hann sagði líka, að hrúturinn, sem hann fékk hjá pabba í fyrrahaust væri ljótur, hann væri hnýflóttur skratti og undan honum kæmi ekkert nema nágengir ’nettlingar, sumir rvttnir í þokkabót. Ég skal nú segja þér eitt, Jón minn, sagði ég, pabbi á fallegt fé. Nei, sagði Jón, pabbi þinn hefur stundað skyldleikarækt í tíu ár. Stjáni sagði nú væri Jónsukolla með hrút. Hann er stór, sagði Stjáni, með svartan blett á kjammanum. Ég var reiður. Við riðum hratt. Hófatakið hljóm- aði eins og undirspil, dapurt og um- lykjandi, og hestarnir hlupu hiið við hlið. Þrír menn og þrír hestar á ferð um langan dal og dalurinn dap- urlegur og hófatakið undirspil. Þrír menn og bráðum tunglskinsnótt: heiður himinn, fullt tungl, en áin niðandi í fjarska. Þrír menn og þrír hestar í dapurlegum dal og haust- nótt fram undan. Það var erfitt að reka í réttina. Jón hafði rifið gömul fjárhús og notaði tóttina fyrir rétt. Féð var rekið undan brekkunni og niður i réttina, en henni hallaði inn. Jón sagði að Litlagolsa væri lík- lega dóttir Þorvarðargolsu, en Stjáni sagði nei. Ég skildi þá ekki eða var alveg sama, því ég gat eins tekið Þorvaldargolsu fyrir Litlugolsu, ég markaði heldur ekki undir henni í vor. Ég horfði ofan dalinn, á skuggana í dalnum: þessum dapur- lega dal brattra hlíða. Hann var nakinn og yndislegur, með á, sem niðar. Kindurnar vildu ekki í réttina. Þær hlupu framhjá hennj og niður á tún eða snéru við og komu stökkv- andi og hentust fram hjá okkur, óstöðvanlegar, með gneista í augum og sperrta fætur. Þær voru eins og skriða úr snarbrattri fjallshlíð, bara með gneista i augum og fætur, sem skullu í jörð á bröti andartaks, i stað þess að velta. Kind á hlaupum: Það er mikil fullkomnun; það er sú gleði, sem grætur; sú sorg, sem hlær. Og Jón hljóp og ég hljóp og Stjáni hljóp, en kindurnar þó mest. Við urðum sprengmóðir, settumst á þúfu til hvildar, spruttum upp aft- ur og héldum áfram að hlaupa án afláts, en tunglið kom smámsaman upp. Og þegar við vorum fyrir löngu búnir að slá met í öllum vegalengd- um, nema þeirri, sem menn í borg hlaupa oftast, en þykir tíðindi, ef gerist i sveit: uppá nef sér, þá var féð í réttinni. Ég settist á þúfu dálítið frá til þess að hvíla lúin bein, en Stjáni hleypur upp á réttarvegginn og segir: Ég held nú bara allt sé að troðast undir. Jón hleypur þá líka upp á vegginn, og þeir hverfa báðir niður í réttina. Það grýpur mig dálítil ömurleikatilfinning að sitja þarna einn, og sjá tvo menn hverfa og ekkert að sjá, nema rökkrið, — tunglið að koma upp, en þá greini ég orðaskil í réttinni: Það er víst dautt, og lambræfli er laumað upp á réttarvegginn. Ég stekk á fætur og upp á vegg- inn, en þar liggur hálfkalt, golsótt lamb, augun sljó. Mér dettur Litla- golsa í hug og finnst þetta skylt morði. Niðri í réttinni eru tveir menn og féð iðandi, og mennirnir draga kindur úr kafinu, hljóðir og alvar- legir, við og við réttir annar úr sér og laumar vanmegna lambi upp á vegg og segir: eitt enn og heldur síðan áfram við iðju sína með for- klárað andlit eins og syndleysingi. Það var eins og væri sjálfsagt að draga nokkur lömb köfnuð upp úr rétt, áður en farið væri að marka. Það setti að mér, og ég fékk klíu af þessum mönnum, og mig langaði til að æpa, vekja þá, en ópin köfn- uðu á vörum mér, ég horfði og þagði. Kom mér annars nokkuð við, þótt Jón einyrki í Laugaseli kæfði nokkur lömb sín, áður en hann tæki til við að marka? Það seig á mig mók, er ég leit yfir iðu fjárins, tvo sveitta menn og dauð lömb á vegg, en að lokum jafnaði þetta sig, og ég tók á mig rögg, stökk niður til þeirra, legg hönd á öxl Jóns og segi, nokkuð hikandi: er þetta til nokkurs? Jóni hnykkti við orð mín, réttir úr sér, stór og sveittur, þungbrýnn. Hann lítur upp á vegginn og end- urtekur spurningu mina: er þetta til nokkurs ? Þvi næst hleypur hann til og upp á vegginn og að réttargrindunum og rífur þær frá og er jafnskjótt kominn til baka að hóa fénu út. Réttin er tóm. Uppi á veggnum liggur golsótt lamb. Hjá því krýpur maður. Það er Jón. Það er dautt, segir Jón. Það er hún Litlagolsa. Öll mín lömb hefðu mátt fara, nema bara ekki hún Litlagolsa. Við liggjum hjá lambinu um stund. Jón athugar augun og stíngur fingri upp í það, ég ný um hjartað og bringsmalir. Allt í einu er Jón far- inn að gera það til og hafði afhöfðað það, áður en ég áttaði mig. Þú bölvar ekki, segi ég, og þú ákallar ekki guð. Nei, sagði hann, ég bölva ekki og ákalla ekki guð. Því skyldi ég gera það. Þetta er búið og gert. Svo þurfti ég líka að slátra nokkrum lömbum í tunnu. Ég ét bara lamba- kjöt. Það er hreinasta lostæti. Ég kláraði úr tveimur tunnum í vetur, fjórtán lömb. Nei, nú lýgurðu, sagði ég.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.