Vikan


Vikan - 16.12.1948, Page 42

Vikan - 16.12.1948, Page 42
42 JÓLABLAÐ VIKUNNAR 1948 1. mynd. En er Jesús var fæddur í Betlehem í Júdeu, á dögum Heródesar konungs, sjá, þá komu vitringar frá Austurlöndum til Jerúsalem og sögðu: Hvar er hinn nýfæddi Gyðingakonung- ur ? Því að vér höfum séð stjörnu hans austur frá og erum komnir, til þess að veita honum lotning. 2. mynd. En er Heródes konungur heyrði þetta, varð hann flemstfullur og öll Jerúsalem með honum; og er hann hafði safnað saman öllum æðstu prestum og fræðimönnum lýðsins, spurði hann þá, hvar Kristur ætti að fæðast. Og' þeir svöruðu honum. 1 Betlehem í Júdeu. . . Þá kall- aði Heródes vitringana til sin á laun og fékk hjá þeim glögga grein á því hve lengi stjarnan hefði sést; lét hann þá síðan fara til Betlehem og sagðí: Farið og haldið vandlega spurnum fyrir um barnið, og er þér hafið fundið það, þá látið mig vita, til þess að ég geti einnig komið og veitt þvi lotning. 3. mynd. En er þeir höfðu hlýtt á konung- inn, fóru þeir leiðar sinnar. Og sjá, stjarnan sem þeir höfðu séð austur frá, fór fyrir þeim, þar til hún staðnæmdist þar yfir, sem barnið var . . . Og þeir opnuðu fjárhirzlur sínar og færðu því gjafir: gull, reykelsi og myrru. 4. mynd. En er þeir voru burt farnir, þá vitrast engill drottins Jósef í draumi og segir: Rís upp og tak barnið og móður þess með þér og flý til Egyptalands, og ver þar þangað til ég segi þér, því að Heródes mun leita barnsins til þess að fyrirfara því. Svör við „Veiztu —?“ á bls. 8. 1. Það léttist af því að talsverður vökvi hefur gufað upp úr því. 2. Um 1850. 3. Já, langamma þeirra, Alexandra, var dóttir Kristjáns IX. Danakonungs. 4. Hinar fornu þjóðir Bretlandseyja töldu nýja árið hefjast þann 25. des. 5. Árið 1819. 6. Næstum því einn þriðji hluti þeirra. 7. Af latnesku sögninni offero „færa“, þ. e. „hin færða (fórn)“ (Staf setningarorðabók H. H.). 8. Eftir Tschaikowsky. 9. Bretland, Frakkland, Þýzkaland, Pólland, Rússland og Belgía. 10. Á kartöfluplöntuna. 11. Bedelle Smith. 12. Kongó-fljótið. 13. Ur grísku og merkir „bækur". . 14. Já, t. d. Betlehem í Pennsylvaníu í Banda- ríkjunum, sem er mikil stáliðnaðarborg. 15. Á árunum 1615—20, handa Maríu af Medici. 16. Valetta. 17. Magnúss saga blinda. 18. Richard Wagner. 19. Árið 1674. 20. Einn frægasti píanóleikari síðari tíma, f. 1848 d. 1933. 21. Um 1710 af Bartolommeo Cristofori. 22. Pireus. 23. Sókratesi. 24. Það er af latneska orðinu papa, sem merkir faðir. Var biskupnum í Róm gefið þetta nafn á fjórðu eða fimmtu öld, sem yfirmanni kaþólsku kirkjunnar. 25. Fyrtojet (Eldfærin). V Trésmiðja Austurbæjar h.f Skipholti 23. Sírni 1739. Enníremur viðgerðir á húsum og húsgögnum Fyrsta flokks vinna og efni Fljót afgreiðsla ■ m Onnumst: Húsasmíði Húsgagnasmíði Innréttingar Fagmenn: Þórður Kristjánsson, heimasími 1759. Guðm. Helgason, heimasími 6874. Óskar Þórðarson, heimasími 1958. Guðmundur Halldórsson, heimasími 2194.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.