Vikan


Vikan - 16.12.1948, Side 43

Vikan - 16.12.1948, Side 43
JÖLABLAÐ VIKUNNAR 1948 43 Englendingur heimsækir Grímsey. Framhald af bls. 7. þig líkt og steypi-sprengja eins og þær ætli að ráðast á þig. Þar að auki eiga þær til með að sletta á þig úrgangi sínum — það er lítið betra en loftárásirnar á London! Svo er fjöldi annarra tegunda sjófugla, sem ég ekki kann að nefna, og í fjarlægð virðist þær hver annari lík. Þær safnast allar saman á klettum og höfðum fram við sjóinn og halda stór mávaþing, sem líta út í fjarlægð eins og breiður af hvítum vorblómum. Á norður- og austur-ströndinni, þar sem björgin eru hæst er f jöldi af lunda — að- laðandi fugl með íhugult páfagauksandlit, svart bak, hvítt vesti og rauða fætur. Þegar hann flýgur lítur hann út eins og örsmá ,,helikopter“-flugvél. Það er mikið um æðarfugl hér, mjög verðmætur eins og annarsstaðar á íslandi végna dúnsins og eggjanna, sem hvort- tveggja er hirt af miklum fjálgleik. Flug Æðarfugl. þeirra er stórkostlegt, áþekkt „Sunder- land“-flugbát, þegar þeir hefja sig til flugs, en á háflugi tigið og fagurt. Um þessar mundir eru þeir allir á biðilsbuxun- um og tilkynna það með hinu sérkennilega ú-ú-hljóði, sem einkennir ástarjátningu þeirra. Það er erfitt að lýsa hljóðinu, en það er líkast því og gömul Cockney-kona# væri að segja: ,,Well!!“, „Well I never!!“ Ef þú hlustar á það mundirðu halda að þeir væru að tjá undrun sína og aðdáun á fegurð elskhuga síns. í raun og veru eru þeir ef til vill aðeins að segja á sínu anda- máli: Við skulum fá okkur að borða, eða einhverjar slíkar jafn hversdagslegar, mannlegar samræður. Aðrir fuglar, sem mikið ber á, eru snjó- titlingarnir og svo auðvitað lóan. Snjó- titlingurinn er eins og stokkuð útgáfa af enska rauðbrystingnum með hvítt brjóst í stað rauðs. Það er einhver fugl á Gríms- ey sem syngur mjög yndislega, (það er stundum hægt að heyra til hans í gegnum kríugargið) og ég býst við að það sé hann. Ég hef einnig séð dauðan steindepil, *Cockney = alþýða manna í London og mállýska þeirra. Þýð. sem systursonur minn, 9 ára gamall, var búinn að ganga með í vasanum í tvo daga. Það er heillandi vani, sem menn tileinka sér á þeim aldri! Mestur hluti dagsins fór í að stinga upp kartöflugarð fyrir J. Það var all erfitt, því að þetta var nýr garður og hafði ekki verið stunginn upp áður. Mér hefur alltaf þótt gaman að sveita- vinnu og garðyrkjustörfum, — það er að segja í smáum stíl. Það er fyrirtaks hvild fyrir hvern þann, sem verður að vinna fyrir sér með höfðinu. Þar við bætist vitundin um það, að hjálpað sé til að skapa eitthvað — vekja nýtt líf, þegar jörðin er erjuð eða sáð í hana. Ég held að þessi tilfinning verði sérstaklega næm á Islandi. Hér er umhverfið svo líflaust, að maður fær löngun til að bæta úr því með því að skapa líf með einhverju móti. Ég hef bókstaílega haft áhyggjur út af fáeinum kartöflum, sem ég setti niður fyrir systur mína í Reykjavík, sérstak- lega þegar loftið er kalt eins og nú og gæti drepið grösin, sem hljóta að vera að koma upp. Um kvöldið var laugardagsball í skóla- húsinu, næsta húsi við okkur. Þau eru víst haldin í hverri viku, og allt unga fólkið á eynni kemur þá saman og dansar eftir harmonikumúsik. Til allrar ógæfu hófst ekki skemmtunin fyrr en klukkan 11.00, og ég hafði farið snemma í rúmið og var sofnaður. Mér þykir afar slæmt að hafa misst af þessu, og með sjálfum mér er ég óánægður við fólkið fyrir að vekja mig ekki og segja mér frá því. Það er ekki laust við að ég sé hrifinn af einni af stúlkunum í Grímsey, og mér hefði ekki þótt neitt af því að fá tækifæri til að dansa við hana. Lífið er hér full einmana- legt fyrir ógiftan mann. 30. maí. Guðsþjónusta í sóknarkirkj- unni í Grímsey. Undarlega skopleg og aumkunarverð í senn. Þama komu 18 af 73 íbúum eyjarinnar. Af söfnuðinum voru. sjö lítil börn, sem höfðu verið „skikkuð til að fara“. Á síðustu stundu komu orð um það, að forsöngvarinn, Óli, vinur okkar, gæti ekki komið, því að hann væri ,,lasinn“, svo að B. var beðin að hlaupa. í skarðið. Þetta lofaði góðri skemmtun, því að hún hafði aldrei áður spilað á orgel, og lengi vel lá mér við að skella upp úr, þegar ég sá, hvað hún var vandræðaleg, þegar hún dró út takkana og fór að stíga. orgelið og fitla við nótumar með sýni- legum taugaóstyrk. Þarna voru tveir meðhjálparar, — Stefi, gamli sjómaðurinn, sem ég hef áður minnst á, og annar maður á sama aldri, með vangaskegg. Hann hafði ég ekk'i séð áður. Þeir stóðu eins og vendarenglar sinn hvoru megin við B. og sýndu henni, hvað hún ætti að gera, og hvenær hún ætti að spila. Þeir voru líka aðalsöngvar- arnir. Meðan á messunni stóð, spýtti vangaskeggur rAsð miklum ræskingum í fötu, sem stóð hjá orgelinu. Söngurinn var blátt áfram hræðilegur, sérstaklega ein kona, sem ég uppnefndi eftir einum af orgeltökkunum og kallaði „Voix Celeste“ (englaröddina), hún var hjáróma allt í gegn. Fyrsti sálmurinn var sung- inn við lag, sem allir brezkir hermenn þekkja og syngja við textann „When this bloody war is over“ (Þegar þessu fjandans stríði lýkur). Annan sálminn kannaðist ég líka við, — ég held það hafi verið enski sálmurinn „Lead, kindly light“ (Lýs milda ljós). Ég hugsa að J. hafi valið þessa sálma, af því að hann vildi geðjast okkur . . . Eftir hinar venjulegu bænir, tón og sálma var haldin ræða, (lútherska guðs- þjónustan virðist mjög lík því, sem gerist í ensku kirkjunni). Ég skildi auðvitað ekki orð af ræðunni, en eitthvað var talað um ríka manninn og Lazarus, og ég held, að minnzt hafi verið á, hversu óguðlegir þeir væru, sem ekki sæktu kirkju á sunnu- dögum. Smábömin, sem sátu næst mér, voru á sífelldu iði allan tímann, og eitt þeirra reyndi að skríða undir bekkinn, og það varð að reyna að halda því í skef jum með mjólkurpela. Engin samskot voru, og undraði það mig, einkum þegar þess er gætt, að J. er Skoti að ætt og uppruna. Eftir messuna setti J. aftur upp harða hattinn, og söfnuðurinn gekk í einum hóp heim á prestsetrið til að fá sér kaffi, en það er víst siður hér. (Islenzku prestamir eru kostulega búnir, þeir bera harðan hatt, 16. aldav kraga og em í síðri, svartri hempu með um það bil þrjátíu hnöppum framaná.) Ég vissi af reynslu, hvað pönnukökur frú J. voru góðar, og hefði haft gaman af að fara með hinú fólkinu, en ég vissi, að þar mundi aðeins vera töluð íslenzka, og taldi því réttast að fara hvergi, en tók í þess stað að dreifa skít á tún J. Það var í fyrsta sinn sem ég vann þetta. vandasama starf á íslandi, og mér veittist það all erfitt, því að áburðurinn var að mestu leyti sauðatað, hart og kögglótt og erfitt að dreifa því. Ef maður er í vinnuföt- um, er hægt að sveifla gafflmum hraustlega og þeyta áburðinum út um allt, og hirða hvergi, þó að -maður ati sjálfan sig út, en ég hef bara ein föt hér, og mig lang- ar ekki til að koma til Reykjavíkur ilm- andi af fjósalykt. Þó fór svo eftir hér um bil tveggja stunda starf, að mér hafði heppnast að dreifa tólf hlössum sæmi- lega jafnt yfir völlinn, og mér finnst ég hafa lagt skerf, þó lítill sé til að halda við björtum ljóma eins af þessum fagurgrænu túnum, sem glöddu augu mín svo mjög, þegar ég kom fyrst til íslands í vor. Eftir kvöldmatinn fór ég með J. til að hitta Eirík gamla, manninn, sem gaf mér ákavítið í vikunni sem leið. Hann er ó- kvæntur og býr einn síns liðs í litlum timburskúr, sem hann hefur reist sjálfur. Þegar við komum, var hann sofandi, og nokkur tími leið, áður en J. gat vakið hann til að opna fyrir okkur. Svo virðist sem hann þjáist af gigt, eins og margt gamalt

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.