Vikan - 27.01.1949, Side 2
VIKAN, nr. 4, 1949
PÓSTURINN
Kæra Vika!
Ég ætla nú að byrja á því að
þakka þér innilega fyrir allar þær
ánægjustundir, sem þú hefur veitt
mér. Ég hef nú verið áskrifandi þinn
í 3 ára og aldrei spurt þig fyrr, svo
ég ætla nú að kvabba á þig í fyrsta
skipti og biðja þig að gera svo vel
og svara fyrir mig nokkrum spurn-
ingum.
1. Ég er afskaplega hrifin af
strák, sem ég hef kynnzt lítilshátt-
ar, en hann á heima svo langt frá
mér, að það er alls engin von um
að við sjáumst bráðlega aftur, —
kannske aldrei. Pinnst þér að ég
ætti að skrifa honum? Auðvitað veit
ég ekkert, hvernig hann hugsar til
mín.
2. Hvað á ég að vera þung? Ég
er 16 ára og 167 sm. há?
3. Hvaða suiidfélag álítur þú bezt
fyrir stúlkur að ganga í?
4. Er það satt, að það sé óhollt
að fara i sund einu sinni á dag?
Hvernig finnst þér skriftin ?
Fyrirfram hjartans þakkir fyrir
svörin. Aðdáandi.
Svar: 1. Ekkert finnst okkur at-
hugavert, þótt þú skrifir honum, ef
þið eruð eitthvað meira en aðeins
málkunnug. Slíkt bréf ætti þó auð-
vitað að vera kunningjabréf en ekki
ástarbréf, og ef hann kærir sig um
að viðhalda eða endurnýja kunnings-
skap ykkar, þá svarar hann án efa
bréfinu. — 2. 62 kg. — 3. Við ger-
um ekki upp á milli sundfélaganna,
þau eru vafalaust öll góð. Sundiðk-
un er, eins og annað, bezt í hófi, en
varla getur það talizt óhóf, þó að
farið sé í sund einu sinni á dag, ef
það er aðeins stutta stund í hvert
sinn. Skriftin er í löku meðallagi;
sérstaklega er ,,h“ illa skrifað.
Kæra Vika!
Ég er 15 ára, og verð gagnfræð-
ingur að vori. Mig langar til að
komast í stýrimannaskólann, og nú
langar mig til að biðja þig að gefa
mér upplýsingar um eftirfarandi
spurningar. 1) Hver er munur á
fiski og farmannadeildinni ? 2) Er
jafnlangur námstimi i báðum deild-
um? 3) Á hvernig skipi og hvað
lengi þarf ég að vera til að komast
upp í hvora deild?
Tilvonandi sjómaður.
Svar: I. Fiskimannapróf (meira og
minna) veita réttindi til að stjórna
fiskiskipum, en farmannapróf til að
stjórna farþega- og vöruflutninga-
skipum.
2. Námstíminn til minna fiski-
mannaprófs er minnst 4 mánuðir, til
meira fiskimannaprófs tvö ár og til
farmannaprófs þrjú ár.
3. Til þess að fá meira fiskimanna-
Þegar innflutningsleyfin koma
leggja kaupmenn og klæðskerar leið sína til
skrifstofu okkar, því að þar eru beztu sýnis-
hornin og tilboðin á eftirtöldum vörum:
Fataefni og tillegg
Vefnaðarvara, allskonar
Sokkar — Búsáhöld
Skófatnaður — Sjófatnaður
Byggingarvörur - Ýmsar smávörur o.m.fl.
Heildverzlunin HÓLMUR H.F.
Bergstaðastræti 11B,
Sími: 5418.
próf þarf 27 mánaða siglingatíma, en
36 mánuði til farmannaprófs.
Kæra Vika!
Ég er mjög fótrakur og þjáist ég
mjög af því. Nú langar mig að
spyrja þig hvað ég á að gera, hvort
þýði að fara til læknis, og hvaða
læknis þá helzt. Eða kannski þú
getir bent mér á einhver lyf við
þessu. Fyrirfram þökk.
Verkamaður.
Svar: Reyndu að bera daglega ioð á
fæturna í eina viku og síðan öðru
hverju eftir því sem þér finnst með
þurfa. Einnig má þvo fæturna úr
formaldehydvatni (1 teskeið af 40%
formaldehydupplausn í 1 lítra af
vatni) í 4 daga í röð og síðan ekki
í fjóra daga. Eftir því sem svitinn
minnkar má fækka böðunum og gera
þau strjálari.
Kæra Vika!
Ég hef tvisvar skrifað þér áður
en aldrei fengið svar. Nú langar mig
til að spyrja þig. Þarf að senda
peninga með ? Þá hve mikla fyrir
svona eina til tvær spurningar?
Óska eftir svari við þessu, því að
við erum hérna nokkur, sem erum
í vafa.
Ein fáfróð. —
E.S. Þarf að merkja bréfin ein-
hverju öðru en í Tjarnargötu 4.
Svar: Nei, við 'tökum ekki greiðslu
fyrir að svara bréfum frá lesendum.
Ef svara ætti öllum bréfum, sem
berast, þá mundi það vafalaust fylla
hátt á aðra siðu í hverri Viku. Þess-
vegna er ekki við að búast, að allir
fái svör við bréfum sínum. — Þetta
er nægileg utanáskrift.
Kæra Vika.
Vegna þrætu, sem upp hefir kom-
ið, biðjum við þig að upplýsa okk-
ur um, hvort ítalski söngvarinn
Benjamín Gigli sé á lifi og hvar
hann þá sé.
Væntum svars hið fyrsta. Með
fyrirfram þökk.
Nokkrir Vestmannaeyingar.
Svar: Hann er enn á lífi. En hvar
hann er, vitum við ekki, enda mun
hann sjaldan vera lengi í einu á
sama stað.
l
Kæra Vika!
Viltu vera svo góð, að svara fyrir
mig þessum spurningum:
Ég er 17 ára og er 160 cm. á hæð.
Hvað á ég að vera þung ?
Ég er frekar feit, með brún augu
°g brúnt hár. Hvaða litir fara mér
bezt? — Hvernig er skriftin?
Með fyrirfram þakklæti.
Ransý.
Svar: 57,5 kg. Gult og rautt.
11111 ii iii, ,1111 •iiiiuiMiiiiuim ■111111111 iii imi,,
Tímaritið SAMTÍÐIN
Flytur snjallar sögur, fróðlegar
ritgerðir og bráðsinellnar skop-
sögur.
10 hefti árlega fyrir aðeins 20 kr.
Ritstjóri: Sig. Skúlason magister.
Áskriftarsími 2526. Pósthólf 75.
Birting á nafni, aldri og heimilis-
fangi kostar 5 krónur.
Ásta Gunnarsdóttir (við pilta og
stúlkur 16—20 ára), Gröf, Víði-
dal, V-Hún.
Elín Magnúsdóttir (17—20 ára),
Box 24, Isafiröi.
Bára Magnúsdóttir (14—17 ára),
Box 24, Isafirði.
Helga Magnúsdóttir (við 28-—30 ára,
áhugamál íþróttir), Sogaveg 162,
Reykjavík.
Páll Axel Halldórsson (við stúlku
15—20 ára), Króki, Gaulverjar-
bæjarhreppi, Árnessýslu.
' Arngrímur Kristjánsson (við stúlku
17—19 ára), Eyri, Glerárþorpi við
Akureyri.
Andrés Bergsson (við stúlku 16—18
ára), Sæborg, Glerárþorpi við
Akureyri.
Ingimar Thorkelsson (við stúlku
17—20 ára, mynd fylgi), Ollerup-
Höjskole, Fyn, Danmark.
Erla Þóroddsdóttir (við pilta 17—21
árs), Urðarveg 20, Vestmannaeyj-
um.
Unnur Haraldsdóttir (við pilta 17—21
árs), Urðarveg 16, Vestmannaeyj-
um.
Sigfríð Einarsdóttir (við pilta 17—21
árs), Heiðaveg 12, Vestmannacyj-
um.
Margrét Stefánsdóttir, Vesturveg 9,
Vestmannaeyjum.
Ingibjörg Sigurðardóttir (16—18
ára), Uthlíð, Biskupstúngum, Ár-
nessýslu.
Björn Sigurðsson (13—15 ára), Út-
hlíð, Biskupstungum, Árnessýslu.
Bæring Cecilsson (við stúlku 14—25
ára, mynd fylgi), Grafarnesi,
Grundarfirði, Snæfellsnesi.
Svala Stefánsdóttir (við pilta 17—21
árs),
Björk Stefánsdóttir (við pilta 17—21
árs), báðar Efstasundi 42, R.vík.
Sigríður Þorbergsdóttir (við pilt. eða
stúlku 17—20 ára, mynd fylgi),
Skagabraut 27, Akranesi.
Snjólaug Sigfúsdóttir (við stúlku eða
pilt 20—25 ára), Húsavík, S-Þing.
Karen Guðlaugsdóttir (við pilt eða
stúlku 19—25 ára), Húsavík, S-
Þing.
Þorbjörg Theódórsdóttir (við pilta
20—21 árs),
Snæfríður Helgadóttir (við pilta 20
—21 árs),
Kristjana Ingólfsdóttir (við pilta
20—21 árs), allar á Hvanneyri,
Borgarfirði.
Gréta Þorsteinsdóttir (við pilt 15—17
ára, mynd fylgi), Freyjugötu 46,
Sauðárkróki.
Björg Margrét Indriðadóttir (við
pilta og stúlkur 17—19 ára), Lind-
arbrekku, Kelduhverfi, N-Þing.
Friðbjörg Björnsdóttir (við pilta og
stúlkur 28—30 ára), Víkingavatni,
Kelduhverfi, N-Þing.
Erla Þorsteinsdóttir (við pilt 17—19
ára, mynd fylgi), Hraðfrystihús-
inu Innri-Njarðvík.
Pramh. á bls. 7.
tgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Tjarnargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.