Vikan - 27.01.1949, Qupperneq 4
4
VIKAN, nr. 4, 1949
Yndislegasta eiginkonan — - Þýdd smásaga
TTerbert Lind læknir var að hagræða sér
á skrifborðsstólnum til að geta
sökkt sér ofan í lesturinn, þegar honum
var tilkynnt að það væri síminn til hans.
Hann stóð upp og andvarpaði yfir þess-
um sífellda ófriði, sem læknar eiga við
að búa.
Þetta var á herragarðinum og þegar
læknirinn spurði hvað að væri, var hon-
um sagt að einn af gestunum, erlend frú,
hefði veikzt. Þegar sjúklingurinn var
nafngreindur sem d’Orzy barónsfrú,
hrökk Lind læknir við. Hann var óvenju
fölur, þegar hann sneri aftur að skrif-
borði sínu — og hinn undarlegi svipur
á andliti hans var ekki ennþá horfinn
þegar hann stóð í setustofudyrunum og
horfði á konu sína og börn sitja við
borðið.
Það var fögur mynd, sem blasti við
augum hans þarna. Lampinn á dökku
rauðviðarborðinu varpaði birtu á gul-
bjarta hárlokka telpnanna. Þær sátu álút-
ar yfir saumadóti sínu, en drengurinn,
sem var elztur barnanna, las upphátt í
bók. Móðir þeirra sat í rauða legubekkn-
um og virtist grannur og veikbyggður
líkami hennar hverfa í hægindin. En það
var eins og Lind læknir sæi ekki neitt af
því í kvöld, sem annars var honum svo
kært. Það var ekki fjarri því að augna-
ráð hans væri ergilegt, þegar hann horfði
á fátæklegan, brúnan heimakjól konu
sinnar og ullarsokkana, sem hún var að
prjóna.
Frú Lind leit á mann sinn.
„Ætlar þú út aftur?“ spurði hún á-
hyggjufull. „Þú ert svo ósköp þreytu-
legur!“ bætti hún með við ástúðlegu
augnaráði.
Þegar hann kinkaði aðeins kolli til
svars, vatt hún upp á hnykilinn, vafði
prjónadót sitt saman og stóð upp hálf-
þreytulega til að hjálpa honum í frakk-
ann.
Hver hreyfing hennar, sem hann þekkti
svo vel, skapraunaði honum á þessari
stundu og undrandi og sársaukafullt
augnaráð hennar, þegar hann sagði þurr-
lega að hann þyrfti ekki hjálp, hafði engin
áhrif á hana.
Þegar Lind læknir sat skömmu síðar í
sleðanum, hlýlega búinn í loðkápunni,
andaði hann með velþóknun að sér köldu
og tæru loftinu og honum fannst það
hressandi eftir kæfandi stofuhitann — og
alla umhyggju konu sinnar. Á dökkblá-
um vetrarhimninum ljómuðu ógrynni af
stjörnum. Það marraði í snjónum undir
sleðajárnunum og öll náttúran var klædd
hvítum vetrarbúningi sínum. Hann leit
aftur — hann gat ennþá greint ljósið í
gluggum læknishússins. Hann minntist
kyrrðarinnar og friðarins í stofunum,
sem hann var nýbúinn að yfirgefa og
var sem honum hlýnaði um hjartaræturn-
ar, en um leið hvíslaði mjúk og ísmeygi-
leg rödd í eyra hans: „Manstu?“
Þar sem Lind læknir ók þarna þetta
fagra vetrarkvöld minnti hljómur sleða-
bjöllunnar hann á löngu liðna tíma — þá
hafði hann ekið á sleða eftir uppljómuð-
um götum, á leið til dansleiksins, þar
sem hún yrði fegurst allra.
„d’Orzy barónsfrú,“ hafði þjónninn
sagt í símann. „Italska frænka mín,“
þannig hafði einn af vinum hans kynnt
hana fyrir honum við hljómleika, þegar
hann sá hana í fyrsta sinn og þá strax
hafði dökk og einkennileg fegurð hennar
hrifið hann. Síðar um veturinn hafði hún
töfrað alla með útliti sínu og hrífandi
söngrödd á leiksviðinu. Hún tók aðdáun
allra með léttúð og glaðværð, en þó fannst
honum hún sízt leika sér að tilfinningum
hans. Þegar hún sat við hlið hans á sleða-
ferðum, rétti honum höndina í dansinum
eða söng fyrir hann, fannst honum dökk
augu hennar ljóma af ást. Kvöldið á dans-
leiknum, þegar hún lagði svala og hvíta
hönd sína fyrir augu hans og hvíslaði:
„Hver er ég?“, þá þreif hann í hendur
hennar og kreisti þær fast. Hann sá tárin
koma fram í augu hennar og höfuð hennar
verða álútt, þegar hann hvíslaði með við-
kvæmum orðum, hvort hún vildi vera
konan hans. Á sömu stundu var hún tekin
frá honum af öðrum manni, en hann,
Herbert Lind, elti hana með augunum í
þeirri sælu vissu að honum hefði fallið í
..
I VEIZTU - ?
jj 1. Pranski málarinn Renoir, málaði eitt af =
beztu málverkum sínum á gamals aldri =
og með pensli, sem var bundinn við i
fingur hans. Hvers vegna ? =
i 2. Hvað heitir höfuðborg Bandaríkjanna ? f
i 3. Hvað þýðir orðið „húskalegur" ?
| 4. Hver átti mestan þátt í kynningu og i
útbreiðslu tónverka Jóhanns Sebastíans i
Baeh ? \
i 5. Hvenær tók Ivan IV., hinn grimmi, |
sér keisaranafn í Rússlandi?
í 6. Hvenær varð Spánn lýðveldi? i
i 7- Hver er íbúatala Grikklands?
: 8. Hvenær fæddist Sigurður Breiðfjörð ? i
\ 9. Eftir hvern er óperan „Pagliacci" ?
i 10. Hver er eðlisþyngd sólarinnar?
i Sjá svör á bls. 14. i
‘ l>ll,l"l,,,lll'"iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimiiiiikV>
skaut mikil hamingja. Hann mundi eftir
þeirri nótt, þegar hann í ofsagleði sinni
gekk um gólf í ríkmannlegu herbergi sínu
— án þess að hugsa til svefns. Hann var
þá að hugsa um framtíð sína — um alla
þá hamingju, sem hann ætti í vændum.
Þar sem hann var einkasonur auðugs
manns og var læknir, sem þegar naut
mikils álits, gat hann veitt tilvonandi
eiginkonu sinni allt það, sem fegurð
hennar og smekkur krafði. Hann ætlaði
að bera hana á höndum sér — hún átti að
ljóma sem gimsteinn í fagurri umgjörð
og heimurinn hlaut að dást að henni. En
um ást hennar yrði hann einn.
Morguninn eftir þessa nótt, þegar hann
kom inn í skrifstofu föður síns, fann hann
gamla manninn sitjandi í hnipri við skrif-
borðið og voru augu hans döpur. Hann
hafði sent boð eftir syni sínum til að
segja að fjárhagur heimilisins hefði stað-
ið völtum fótum langan tíma og frá deg-
inum í dag væri ekki lengur hægt að leyna
gjaldþrotinu.
Dagarnir á eftir voru hræðilegir á rík-
mannlega heimili, sem átti nú að leggja
í rúst. Þrek föður hans virtist að engu
orðið. Sonurinn varð að varðveita sálar-
þrek sitt — en alltaf var hugsunin um
konuna, sem hann elskaði, efst í huga
hans. Hann fór heim til hennar til að
hitta hana, en greip í tómt — hann skrif-
aði henni, en fékk ekkert svar — og svo
kom hræðilegasti dagurinn í lifi hans,
þegar hann las í blöðunum um trúlofun
hennar og d’Orzy baróns.
Þegar faðir hans lézt, gerðist Herbert
læknir úti í sveit og eftir nokkur ein-
manaleg ár bað hann hinnar blíðlyndu og
bláeygðu dóttur sóknarprestsins og fékk
óðara jáyrði hennar og alla ást hennar
og umhyggju óskipta.
Sleðinn beygði upp að hallartröppun-
um. Þjónninn hjálpaði Lind lækni úr
frakkanum og vísaði honum upp í gesta-
íbúðirnar. Roskinn maður, er kynnti sig
sem d’Orzy barón, tók á móti honum í
litlu búningsherbergi. Herbert Lind hafði
þekkt baróninn hér fyrrum og furðaði sig
á hversu mjög hann hafði orðið ellilegur
í útliti á þessum árum.
„Já, þér verðið að fyrirgefa, að við
skyldum ónáða yður á þessum tíma dags,“
sagði hann og hneigði sig, „en konan mín
er mjög hrædd við allt og taugaveikluð
og þar sem hún kvartaði um þjáningar
í hálsi, þorði ég ekki annað en að senda
eftir lækni.“
Baróninn benti lækninum að ganga inn
í svefnherbergið við hliðina.
Það var ekki laust við að Herbert Lind
hefði hjartslátt, þegar hann steig yfir
þröskuldinn á herberginu, þar sem konan,
sem hann hafði elskað og látið sig dreyma
um, lá. Hann gekk að rúminu, sem tjald-
himinn var yfir og stóð í hinum enda
herbergisins..
Baróninn dró græn silkitjöldin til hliðar
og Herbert Lind hrökk við, þegar hann
Frainh. á bls. 14.