Vikan - 27.01.1949, Page 11
VIKAN, nr. 4, 1949
11
Framhaldssaga:
BLAA LE8TIIM
Sakamálasaga eftir Ágatha Christie
13
16. KAFLI.
Poirot rœðir málið.
Þeir litu allir með aðdáun og virðingu á Poi-
rot. Litli maðurinn hafði bersýnilega unnið mik-
ið á. Lögreglufulltrúinn hló — en hláturinn var
hálfinnantómur."
„Þér kennið okkur í okkar eigin starfi,“ sagði
hann. Poirot veit meira en lögreglan."
Poirot horfði með jafnaðargeði upp i loftið
og setti upp auðmjúkan, en þó hálfhæðinn svip.
„Það er viðfangsefni mitt i tómstundum," sagði
hann, „að afla mér vitneskju af ýmsu tægi.
Auðvitað hef ég nægan tíma til að sinna þessu
áhugamáli mínu. Ég er ekki ofhlaðinn störfum." •
„Nei,“ sagði lögreglufulltrúinn og hristi höfuð-
ið ákaft. „Ég segi fyrir mig —.“
Hann bandaði ákaft með hö.ndunum, sem átti
að gefa til kynna, hve mikið hvíldi á hans herðum.
Poirot sneri sér skyndilega að Van Aldin.
„Þér eruð þeim sammála? Þér eruð sannfærð-
ur um, að greifinn sé morðinginn?"
„Ég fæ ekki betur séð — já, vissulega."
Sakadómarinn leit forvitnislega á Ameriku-
manninn, honum fannst einhver efagirni leyn-
ast í svarinu. Van Aldin virtist taka eftir augna-
tilliti saksóknarans, og hann reyndi að hrista af
sér einhverjar hugsanir, sem ásóttu hann.
„Hvað um tengdason minn?“ spurði hann.
„Hafið þið tjáð honum tíðindin? Mér skilst, að
sann sé í Nice.“
„Já, já.“ Lögreglufulltrúinn hikaði, og sagði
svo hæversklega: „Þér vitið vafalaust, Van Ald-
in, að Kettering var einnig farþegi með Bláu
lestinni þessa nótt?
Miljónamæringurinn kinkaði kolli.
„Ég frétti það rétt áður en ég fór frá London,"
sagði hann stuttur i spuna.
„Hann sagði okkur,“ hélt lögreglufulltrúinn
áfram, „að hann hefði ekki haft hugmynd um,
að konan sín hefði verið með lestinni."
„Það er víst áreiðanlegt," sagði Van Aldin í
nöprum tón. „Það hefði verið ónotalegt fyrir
hann, ef hann hefði rekizt á hana í lestinni."
Hinir þrír litu á hann spyrjandi.
„Ég ætla ekki að fegra málið," sagði Van Aldin
hörkulega. „Enginn veit, hvað veslings dóttir mín
hefur orðið að þola. Derek Kettering var ekki ein
á ferð. Hann hafði kvenmann með sér.“
„Nú ?"
„Mírellu — dansmærina."
Carrége og lögreglufulltrúinn litu hver á ann-
an og kinkuðu kolli, eins og til staðfestingar
fyrra samtali. Carrége hallaði sér aftur á bak í
stólnum, spennti greipar og einblíndi upp í loft-
ið.
„Já,“ tautaði hann. „Þetta grunaði mig.“ Hann
hóstaði. „Það hefur gengið orðrómur."
„Kvenmaðurinn," sagði Caux, „er alræmdur."
„Og mjög dýr í rekstri," bætti Poirot við.
Van Aldin var orðin eldrauður í framan. Hann
hallaði sér áfram og barði bylmingshögg í boröið.
„Tengdasonur minn er bölvaður óþokki!" hróp-
aði hann.
Hann starði á þá einn á fætur öðrum.
„Já, ég veit það vel,“ hélt hann áfram. „Hann
er laglegur og aðlaðandi i framkomu. Ég lét
einu sinni blekkjast af því. Ég býst við, að hann
hafi látið sem þetta væri mikil sorg fyrir hann,
þegar þér sögðuð honum tíðindin — vel að
merkja ef hann hefur ekki þegar vitað það.“
„Nei, það kom honum algerlega á óvart. Það
fékk mjög á hann.“
„Bannsettur hræsnarinn," sagði Van Aldin.
„Hann gerði sér upp mikla sorg, býst ég við?“
„Ne-ei,“ sagði lögreglufulltrúinn varkár. „Það
get ég ekki sagt — ha, Carrége?
Saksóknarinn studdi saman fingurgómunum og
hálflygndi aftur augunum.
„Svipur hans lýsti undrun, skelfingu og hryll-
ingi," sagði hann, „en sorg — nei, það get ég
ekki sagt.“
Hercule Poirot tók enn til máls.
„Má ég spyrja yður, Van Aldin, hagnast Kettir-
ing á dauða konu sinnar?"
„Hann hagnast um tvær miljónir," sagði Van
Aldin.
„Dollara?"
„Punda. Ég ánafnaði Ruth þá upphæð, þegar
hún gifti sig. Hún gerði enga erfaskrá og lætur
ekki eftir sig nein börn, og peningarnir falla
því í hlut manns hennar."
„Sem hún ætlaði að fara að skilja við,“ taut-
aði Poirot. „ Já — einmitt."
„Lögreglufulltrúinn sneri sér við og leit hvasst
á hann.
„Eigið þér við —byrjaði hann.
„Ég á ekki við neitt," sagði Poirot. „Ég er
bara að raða niður staðreyndum."
Van Aldin horfði á hann af vaxandi athygli.
Litli maðurinn reis á fætur.
„Ég býst ekki við, að ég geti orðið yður að
frekara liði, herra dómari," sagði hann kurteis-
lega og hneigði sig fyrir Carrége. „Þér ætlið að
lofa mér að fylgjast með gangi málsins? Það
væri fallega gert.“
„Vissulega — já, vissulega."
Van Aldin reis einnig á fætur.
„Þurfið þér nokuð meira á mér að halda i bili?"
„Nei, við höfum fengið þær upplýsingar, sem
við þörfnumst í bili.“
„Þá ætla ég að ganga á leið með Poirot. Vel
að merkja, ef hann hefur ekkert á móti því?“
„Mér er sönn ánægju að því,“ sagði litli mað-
urinn og hneigði sig.
Van Aldin kveikti sér i stórum vindli og bauð
Poirot einnig, en hann afþakkaði og kveikti sér
í einni af litlu sígarettunum sinum. Van Aldin
var gæddur mikilli skapfestu, og þegar hér var
komið, hafði hann náð fullkomnu valdi yfir sér,
og var eins og hann átti að sér að vera. Þegar
þeir höfðu gengið stundarkorn þögulir, sagði
miljónamæringurinn:
„Mér skilst, herra Poirot, að þér hafið dregið
yður í hlé frá störfum?"
„Það er rétt. Ég nýt lífsins."
„Samt eruð þér lögreglunni til aðstoðar í þessu
máli ?“
„Herra minn, ef læknir gengur eftir götu og
verður sjónarvottur að slysi, þá segir hann ekki,
„ég hef dregið mig í hlé frá störfum, ég held
áfram göngu minni," þegar maður, sem er að
blæða til ólífis, liggur við fætur hans. Ef ég
hefði verið kominn til Nice, og lögreglan hefði
sent eftir mér, og beðið mig að aðstoða sig, hefði
ég neitað því. En þetta mál hefur góður guð
fengið mér í hendur."
„Þér voruð á staðnum," sagði Van Aldin hugs-
andi. „Þér skoðuðuð klefann, var það ekki?"
Poirot kinkaði kolli.
„Þér hafið vafalaust séð ýmislegt, sem var
yður — vísbending, skulum við segja?"
„Ef til vill,“ sagði Poirot.
„Ég vona, að þér sjáið, hvert ég er að fara?“
sagði Van Aldin. „Mér virðist sekt þessa de la
Roche greifa sé augljós, en ég er enginn asni.
Ég hef gefið yður nánar gætur undanfarinn
klukkutíma eða svo, og mér er ljóst, að af ein-
hverjum ástæðum eruð þér okkur ekki sam-
rnála."
Poirot yppti öxlum.
„Mér getur skjátlazt."
„Þá komum við að greiðanum, sem ég ætla
að biðja yður um. Viljið þér vinna að þessu
máli fyrir mig?“
„Fyrir yður persónulega ? “
„Það var meining mín.“
Poirot þagði andartak. Svo sagði hann:
„Gerið þér yður grein fyrir, hvað þér eruð
að fara fram á?“
„Það held ég,“ sagði Van Aldin.
„Gott og vel,“ sagði Poirot. „Ég skal gera það.
En þá verð ég að fá hreinskilin svör við tveim
spurningum."
„Það er ekki nema sjálfsagt."
Framkoma Poirots breyttist. Hann varð allt
í einu hvatlegur og einbeittur.
„Þetta skilnaðarmál," sagði hann. Það voruð
þér, sem ráðlögðuð dóttur yðar að kref jast skiln-
aðar?“
„Já.“
„Hvenær ?“
„Fyrir um tiu dögum. Ég hafði fengið bréf
frá henni, þar sem hún kvartaði undan hegðun
mannsins síns, og ég lagði áherzlu á það við
hana, að sltilnaður væri eina lausnin."
„Að hvaða leyti kvartaði hún undan hegðun
hans ?“
„Hann hafði sézt mikið með alræmdum kven-
manni — kvenmanninum, sem við vorum að tala
um — Mírellu."
„Dansmærinni. Einmitt! Og frú Kettering var
illa við það? Þótti henni mjög vænt um mann-
inn sinn?“
„Ekki get ég sagt það,“ sagði Van Aldin
dálítið hikandi.
„Það var ekki hjarta hennar, sem var sært,
heldur stolt hennar — var það það, sem þér
vilduð segja?"
„Já. Ég hugsa, að það megi orða það þannig."
„Mér skilst, að hjónabandið hafi frá upphafi
verið óhamingjusamt ?“
„Derek Kettering' er gegnrotinn," sagði Van
Aldin. „Hann getur ekki gert neina konu ham-
ingjusama."
„Hann er gallagripur, eins og þið segið í
Englandi. Er það ekki rétt?“
Van Aldin kinkaði kolli.
„Gott og vel. Þér ráðleggið frúnni að sækja
um skilnað; hún fellst á það; þér leitið til lög-
fræðings. Hvenær fær herra Kettering veður af
því, hvað til stendur?"
„Ég sendi sjálfur eftir honum og skýrði fyrir
honum, hvaða stefna ég hefði lagt til að tekin
yrði í málinu."
„Og hvað sagði hann?" spurði Poirot lágt.
Van Aldin varð þungur á svip.
„Hann var frámunalega ósvífinn."
„Þér fyrirgefið þó ég spyrji, herra, minntist
hann nokkuð á de la Roche greifa?"
Ekki með nafni," sagði Van Aldin ófús. „En
hann lét á sér skilja, að honum væri kunnugt
um málið."