Vikan


Vikan - 12.05.1949, Blaðsíða 10

Vikan - 12.05.1949, Blaðsíða 10
10 VTKAN, nr. 19, 1949 * HEIMILIÐ * || Heyrnardeyfa. iiiiiiiin 1111111 iiiiiii ii iiiiii ii iiimiiimiiiiiiiiiiiiiiiimiii iii ii 111111111111 ■k'** *>i ii ii 111111111111111111111111111111111111111111111 Eftir dr. G. C. Myers..... Matseðillinn Kjötbollur. 250 gr. kjöt, 250 gr. soðnar kart- öflur, 25 gr. tvíbökumylsna, 25 gr. maizenamjöl, 2 y2 di. mjólk, 1—2 egg, pipar og 'salt. Kjötið er þvegið og brytjað smátt, látið saman við afhýddar, kaldar kartöflur, tvíbökumylsnu og mjöl. Allt hakkað tvisvar eða þrisvar í hakkavél. Síðan eru eggin, ásamt mjólkinni, lítið í senn, látin saman við og farsið svo hrœrt vel. Salt og pipar látið út i og dálítið af lauk, eftir vild. Bollurnar steiktar ljósar í smjörlíki (smjöri). Bera má fram með þessu kartöflusalat eða græn- meti, brúnað smör eða tómatsósu. Trifli. 250 gr. makkarónur, 2 matskeið- ar sherry, 2% dl. vanillakrem, 2 blöð matarlím, ávaxtamauk, 1% dl. þeyttur rjómi. Sherryinu er helit yfir makkarón- urnar. Er þær eru gegnblautar, eru þær látnar í glerskál og ofan á þær þunnt lag af ávaxtamauki, síðan er vanillukreminu, sem matarlímið hef- uf verið látið í, hellt ofan á ávaxta- maukið. Triflið er skreytt með þeytt- um rjóma. Tízkumynd Þegar heitt er í veðri, er gott að vera svona léttklædd. Mörg þeirra barna, sem hljóta á- mæli fyrir sljóleika, sinnuleysi, eftir- tektarleysi og dáðleysi, þjást af daufri heyrn. Þetta getur mönnum dulizt mjög lengi, og jafnvel barnið sjálft gerir sér ekki grein fyrir veik- indum sínum. Oft mun heyrnar- sljóa barnið leita sætis aftast í bekknum og helzt úti í horni, þar sem verzt er að fylgjast með því sem fram fer í tímanum. Þannig missir barnið margt úr, sem nauðsynlegt er fyrir það að vita, og þegar kennarinn kallar það upp að töflu, stendur það eins og glópur og hefur ekki hugmynd, hvað kenn- arinn var að segja eða bekkjasyst- kinin, sem uppi höfðu verið fyrr í kennslustundinni. Þannig fær barn- ið áminningu fyrir leti og sinnuleysi, en orsakanna til þeirra ekki leitað sem skyldi. 1 hópi leiksystkina Leiksystkini barnsins munu álíta það heimskt og leiðinlegt, af þvi að það fylgist ekki alltaf með því, sem þau eru að hafast að. Þau leggjast því á það og meðhöndla það eins og hálfvita, þótt barnið sé langt frá því að vera illa gefið. Allir geta ímyndað sér, hversu það muni fá á veslings barnið. Og þótt því væri ekki til að dreifa, sér það hver mað- ur, hversu óþægilegt það er fyrir mann að heyra ekki það sem fram fer í kringum mann og þurfa sífellt að vera að hvá, eftir því sem sagt er. Það gerir menn heimskulega og þreytandi. Heyrnardauft barn á mjög bágt með að læra að lesa og skrifa í fjölmennum bekksögnum, auk þess sem það gerir því mjög erfitt fyrir við allt annað nám. Að nema erlend tungumál er þeim eins og að lyfta Grettistaki. Ýms hljóð, sem gott eyra þarf til þess að skynja, hljóta að fara fyrir ofan garð og neðan hjá þeim. Jafnvel mun þeim ógerlegt að nema sitt eigið móðurmál lýta- laust, því að þau geta ekki heyrt öll minnstu blæbrigði málsins né skynj- að hverja áherzlu þess. Þannig er viðbúið að málfar þeirra verði ein- hliða suð, stundum ofhátt, stundum oflágt, en aldrei eins og eðli máls- ins krefst. Ef foreldrar eða kennar- ar verða þessa vísari, ber þeim taf- arlaust að hafa tal af sérfræðing, sem ef til vill er þess megnugur að gefa góð ráð. Foreldrum skal á það bent, að gangi börnum þeirra illa og seint að læra að tala, getur það stafað af heyrnardeyfu, og því er rétt, að læknar líti eftir því. Foreldrum skal og bent á það, að erfitt mun að veita heyrnardeyfu hjá 2—3 ára barni athygli nema við nána athugun. Almenn heilbrigði. Við skulum, foreldrar, taka hönd- um saman með læknunum og vernda almenna heilbrigði barnanna. Við skulum gæta þeirra fyrir kvefi og afleiðingum þess. Kvef er oft undan- fari heyrnarsjúkdóma og væri æski- legt, að læknar hefðu gát á því. Ef þið foreldrar verðið vör mikillar gráthneigðar hjá börnum ykkar ung- um, er mjög líklegt, að það stafi frá suðu fyrir eyrum eða einhverjum öðr- um líkum kvillum. Barnasjúkdómar eins og kíghósti mislingar og rauðir hundar geta skil- ið eftir sín merki á heyrn barnsins. Þannig verða menn í öllu tilliti, að geeta að heyrn barna sinna og hafa ávallt samband við lækna, er dæmt geta um, hvað hollast sé að gera. Kvikmyndaleikkonan Betty Grable, sem fræg er fyrir góðan vöxt, ein- kum fagra fætur. MAOGI OG RAGGI Teikning eftlr VVally Bishop Amma: Eg var að ljúka við að laga til í forstofuskápnum . . . Afi: Ágætt! Amma: . . . og ég vil að þú sjáir um allt þitt Lafurtask sjálfur. Afi: Hafurtask! Hvaða hafurtask? Amma: Ég er búin að talca frá alla mína hluti. Afi: Gott, góða! Afi: Aldrei get ég skilið, hvers vegna hún segir: ,,Þitt hafurtask," ,en ,,mínir hlutir ! ! !“

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.