Vikan


Vikan - 12.05.1949, Blaðsíða 3

Vikan - 12.05.1949, Blaðsíða 3
'VIKAN, nr. 19, 1949 3 GULLNA LEIÐIN. Revýa í 3 þáttum (5 sýningnm), eftir Jón snara (Loft Guðmundsson). Leikstjóri Ævar R. Kvaran. Frumsýnd af Leikfélagi Hafnarfjarðar föstudaginn 29. apríl. Leikfélag Hafnarf jarðar, með .Ævar R. Kvaran sem leikstjóra í broddi fylkingar, hefur nú færzt mikið og gott verk í fang. Það hefur tekið til sýningar bráðskemmtilega revýu eftir hugkvæman og fyndinn höfund, sem kann vel til verka sinna. Auðvitað er hægt að finna að ýmsu i gerð revýunnar, en það er ekki tiltökumál, margt er svo skemmtilega sagt og gert í henni, að ástæðulaust er að vera að hampa .sérstaklega hinu. Hlutur leikstjórans í þessari sýn- ingu er líka ákaflega eftirtektar- verður. Milli 30—40 manns koma fram í revýunni og margt af því lítt vant fólk á leiksviði. Það fer auð- vitað misjafnlega með hlutverk sín, ■einsog gengur, þótt um vana leikara sé að ræða, en sumsstaðar koma fram skemmtileg tilþrif, sem gefa góðar vonir um leik þessa fólks í framtíðinni. Leikstarfsemin í Hafnar- firði hefur því tvímælalaust komizt á breiðari og öruggari grundvöll við þessa sýningu, þó að revýuleikur eigi í hlut. Það er ef til vill tilgangslítið að fara að lýsa hér gangi revýunnar, því að slíkir leikir eru yfirleitt laus- ir í sér og oftast mörg „hliðarhopp" í þeim. En í þessari revýu er þráð- urinn í stuttu máli sá, að norðlenzk hjón setja á laggirnar sumargisti- hús í Kothala og þar gerist fyrsti og annar þáttur. Þar kynnumst við strax hressilegu og skemmtilegu fólki, heimamönnum og gestum. Þar er Gvendur frábæri (Hafsteinn Baldvinsson), sem alltaf er að setja met, í kossum jafnt sem öðru og öðlast strax samúð áhorfenda, þrátt fyrir metadelluna. Hernáma, utan- dyrafreyja (María Þorvaldsdóttir) er þarna létt og leikandi og þau Gvendur syngja fjörlega saman Loftur Guðmundsson hefur samið aul< fjölda minni leikþátta, sjónleikinn ,,Brimhljóð“, sem sýndur hefur ver- ið í Rvik af Leikfélagi Reykjavíkur, og auk þess allvíða um land, „Hlát- ur bæklaða mannsins" harmleikur (1939-45), og ádeiluleikritið „Undir logandi sigurfána“ (1948-9), en hvor- ugt þeirra hefur enn verið sýnt á sviði. Vinsælustu gamanleikir hans eru „Hreppstjórinn á Hraunhamri", sem 25 leikflokkar og félög víðs- vegar um land hafa tekið til með- ferðar, og „Seðlaskipti og ástir“, sem yfir 20 leikflokkar hafa sýnt á rúmu ári. Loftur er fæddur 7. júlí 1906 að Þúfukoti í Kjós, sonur hjónanna Guðmundar Hanssonar bónda þar og Maríu Gottsveinsdóttur. Tók kenn- arapróf í Rvík 1931. Dvaldist við nám erlendis, en stundað'. lengi kennslustörf í Vestmannaeyjum. Nú um alllangt skeið hefur hann verið blaðamaður hjá Alþýðublaðinu og skrifar að jafnaði leikgagnrýni og skopdálkinn „Brotna penna“. Loftur má tvimælalaust teljast einn allra færasti maður, sem blaðamanna- stéttin hefur nú á að skipa. legustu, einkum þó Jón, sem er prýði- lega leikin. Hreppsstjórinn (Valdi- Frá vinstri: Karl Guðmundsson sem þulur, Ævar R. Kvaran sem Guð- bjartur Ga-landi og Sigurður Kristinsson sem stjórnmálamaður. Frá vinstri: Hernáma, utandyrafreyja (María Þorvaldsdóttir) og Gvendur frábæri (Hafsteinn Baldvinsson). ágæta söngva, því að ljóðin í þess- ari revýu eru prýðilega gerð. Frúin (Guðrún Jóhannesdóttir) og Jón (Ársæll Pálsson) eru hin skemmti- mar Lárusson) stofnar þarna fegr- unarfélag og er það atriði mjög gott og ágætlega leikið. Hamstrína (Jóhanna Hjaltalín) er og sérlega skemmtileg. Hjákátlegur mælinga- maður (Valgeir Óli Gíslason) er á ferðinni og eykur á gleðina með orðum sínum og athöfnum og góðum leik. 1. móttökunefnd- armaður (Stefán Rafn Þórðarson) og 2. móttökunefndarmaður (Karl Sigurðsson) koma með útúrdrukkinn útlending (Böðv- ar Sigurðsson) og auðvitað er i fylgd með þeim 1. blaðamaður (Ólafur Sigurðsson) og 2. blaðamaður (Markús Kristinsson). 1. skáld (Böðvar Sigurðsson) og 2. skáld (Lúðvik Hjaltason) hamast við að skrifa og rabba heilmikið saman og auðvitað siglir útgefandi (Sigurður Gíslason). í kjölfari þeirra. 1. frú (Sólveig Guðmunds- dóttir) og 2. frú (Soffía Björnsdóttir) láta ekki á sér standa og „voðalegur" rakari (Eiríkur Jóhannesson) til að auka á skemmtilegheitin og ekki er hægt að Verið að slá met í kossi! Hafsteinn Baldvinsson sem Gvendur frábæri og María Þorvaldsdóttir sem Hernáma, utandyrafreyja. i Ameríku, én til þess þarf hann gjald- eyri og þau hjónin fara suður að hitta þá, sem öllu ráða í þeim málum. Svarta- markaðsbraskarinn (Ævar R. Kvaran) er á hælunum á þeim, prýðilega leikin og gerfið ágætt. Biðstofuþátturinn er skop- stæling á þætti í Gullna hliðinu og mjög gaman að honum. Þar hitta hjónin skrif- stofustúlku (Vigdis Hermannsdóttir) og 1. skrifstofustjóra (Þorkell Jóhannesson) og 2. skrifstofustjóra (Borgþór Sigfússon) og fá úrlausn eftir skoplega baráttu, en svartamarkaðsbraskarinn flýr af hólm- inum. Lokasýningin gerist á flugvellinum við komu Jóns heim aftur. Þar er skringi- legur þulur (Karl Guðmundsson), sem tekur á móti farþegunum og rabbar við þá i útvarp og lætur þá lika láta ljós sit't skína. 1 þessu atriði koma fram verka- Ársæll Pálsson sem Jón bóndi og álfameyjarnar (Ránardætur): Ragnheiður Sigurðardóttir, Sigrún Þórðardóttir, Engilráð Óskars- .dóttir, Sæunn Jónsdóttir og Þóra Sigurjónsdóttir. vera án innandyrafreyju (Inga Dóra Hú- berts), að ógleymdum álfameyjunum. Jón langar að heimsækja dætur sínar maður (Gunnar Bjarnason), útienzkur farþegi (Karl Sigurðsson), stjórnmála- Framhald á bls. 7.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.