Vikan - 12.05.1949, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 19, 1949
13
Dagur heilags Pacificos
BAENASAGA
Miguel var bóndi og bjó við Douró-
fljótið í Portugal. Aðalatvinnuvegur
hans var vínyrkja. En hann stundaði
einnig aldinrækt, og átti t. d. epla-
tré sem gáfu góðan hagnað.
Miguel hafði brugðið sér til ná-
granna. Og á meðan bóndinn var
fjarverandi greip José, er var tólf
ára, tækifærið til þess að stela eplum.
José fyllti alla vasa sína, auk þess
sem hann át. Hann hafði búist við
að Miguel yrði ekki svo fljótur í
ferðum og raun varð á.
José hafði ekki tíma til þess að
komast niður úr eplatrénu, og skjót-
ast burt áður en bóndann bar að.
Þó kom bóndinn ekki strax auga á
eplaþjófinn. Hann hafði um annað að
hugsa.
Miguel settist á bekkinn, sem var
hjá eplatrénu er José hafðist við í.
Bóndinn var auðsjáanlega í vondu
skapi.
Hann mælti: „Þvílíkur óþokki og
glæpamaður, svikari og lubbi. En
honum mun refsað verða hinum meg-
in. Það er áreiðanlegt."
Þegar hann hafði þetta mælt leit
hann til himins, og sá José uppi í
trénu. En það var eklci nema fimm
metra hátt.
,,Hvað sé ég? Ertu lika að stela
frá mér litli prakkarinn ? Komdu
strax niður svo þú getir meðtekið
hina verðskulduðu hýðingu."
,,Vægð,“ sagði José. „Ég var bara
að athuga hvort eplin væru fullþrosk-
uð. Ég hefi ekkert af þeim tekið.“
„Komdu niður úr trénu," öskraði
Miguel. „Að öðrum kosti kem ég upp
og sæki þig.“
José mælti: „Kæri, herra Miguel,
því ertu í svo vondu skapi í dag?“
Miguel svaraði: „Eg hefi fulla á-
stæðu til þess. Ætti ég að vera á-
nægður yfir því að vera svikinn og
féflettur? Svo er mál með vexti, að
ég lánaði Pedró nágranna mínum
fimm hundrað escudos fyrir nokkru
síðan. Þetta er mikil fjárhæð. Pedró
gaf mér það skriflegt að hann
mundi borga upphæð þessa á degi
hins heilaga Pacificos.
Hér í Portugal er mikill f jöldi daga
helgaður minningu dýrlinga eins og
þér er kunnugt, og við notum þessa
daga stundum í stað mánaðardaga.“
José sagði: „Hvað gerðist svo?“
„Hvað gerðist?" svaraði Miguel.
„Það var augljóst að Pedró er refur,
lævís og afsleppur. Það er sem sé
enginn dýrlingur til er heitir Paci-
ficos, og þarafleiðandi enginn minn-
ingardagur helgaður honum.
Þegar ég rukka Pedró er alltaf
sama svarið. „Bíddu þangað til á
degi hins heilaga Pacificos, þá mun
ég borga þér.“ Svo hlær hann og
skeggið hristist. Hann veit að þessi
dagur rennur aldrei upp.“
Biblíu myn dir
1. mynd. Og Hanna gjörði bæn
sína og mælti: Hjarta mitt fagnar
í Drottni . . .
2. mynd. Og Davíð orti þetta sorg-
arkvæði eftir þá Sál og Jónatan son
hans, það er ritað í bók hinna rétt-
látu: Prýðin þín, Israel, liggur vegin
á fjöllum þínum . . .
3. mynd. Drottinn er minn hirðir,
mig mun ekkert bresta. Á grænum
grundum lætur hann mig hvílast, leið-
ir mig að vötnum, þar sem ég má
-næðis njóta . . .
4. mynd. Og María sagði: Önd
mín miklar Drottinn og andi minn
hefur glaðst í Guði, frelsara minum
því að hann hefur litið á lítilmótleik
ambáttar sinnar, því sjá, héðan af
munu allar kynslóðir mig sæla segja.
José gat ekki haldið niðri í sér
hlátrinum. Honum þótti þetta svo
sniðug aðferð hjá Pedró til að féfletta
nágranna sinn.
En svo varð drengurinn alvarlegur
á svip.
Hann mælti: „Jæja, Miguel. Siepp
ég við refsingu ef ég næ í pening-
ana hjá Pedró?“
„Já,“ svaraði bóndinn, en þó
dræmt.
Drengurinn fór þá niður úr trénu í
einu vetfangi.
José sagði: „Þú verður að bíða i
viku. Þá er fyrsti nóvember. Þann
dag förum við báðir til Pedró, og
mun hann þá borga skuldina."
Að svo mæltu hló drengurinn, og
fór sína leið. En vasar hans voru
fullir með epli, sem fyrr er sagt.
Miguel horfði á eftir drengnum
og kom til hugar að hann væri
bragðarefur eins og Pedró.
En svo var ekki.
Fyrsta nóvember kom José eins
og hann hafði lofað. Miguel og José
fóru þá báðir til Pedró.
Er þangað kom sagði drengurinn
kurteislega: „Miguel bóndi vill nú
fá þessa fimm hundruð escudos er
hann lánaði þér.“
„Já,“ svaraði Pedró brosandi.
„Hann fær þá á degi hins heilaga
Pacificos. En ekki fyrr.“
„Rétt er það,“ sagði José. „En
dagur hins helga Pacificos er í dag.“
Pedró brá. Hann mælti: „Er það
áreiðanlegt? Hvernig má það vera?“
José svaraði sigrihrósandi. „Það er
ekki um að villast. 1 dag er fyrsti
nóvember, og þann dag er allra heil-
agra messa, og þvi einnig minningar-
dagur heilags Pacificos. Greiddu
skuldina. Að öðrum kosti verður mál-
ið fengið í hendur réttvísinnar og
dómaranna."
Pedró gapti af undrun. Hann hafði
fallið á sjálfs sín bragði. Honum var
ekki undankomu auðið. Svipur hans
var óhýr mjög er hann greiddi
Miguel skuldina. En Miguel ljómaði
af ánægju.
Þegar José og Miguel komu heim
til hins síðarnefnda mælti hann: „Þú
ert ráðagóður og greindur strákur.
Þú gekkst ekki á bak orða þinna, en
komst og náðir peningum mínum úr
klóm svikahrappsins. Þú mátt nú
taka svo mörg epli sem þú vilt. Þú
átt það sannarlega skilið. Nú eru
eplin fullþroska."
„Þau voru fullþroskuð um daginn,"
svaraði José og brosti. „Eplin eru
ágæt.“
Svo fór drengurinn upp í tréð, og
birgði sig af eplum. Nú hafði hann
leyfi til þess.
Og börn ættu aldrei að taka neitt i
leyfisleysi.
Veiztu þetta — ?
Mynd t. v.: Koreubúar eru rólegir menn og æsingalausir. Þeir nota olíu-
bornar pappírshúfur til þess að verja annan höfuðbúnað sinn vætu. Mynd
að ofan: Kvenfálki er stærri en karlfuglinn. Mynd að neðan i miðju: Einu
spendýrin, sem sjá liti, eru menn og apar. Mynd til hægri: Hvort þeinu stik-
anna er lengra?