Vikan - 12.05.1949, Blaðsíða 12
12
VTKAN, nr. 19, 1949
Ný framhaldssaga:
"i"",",i"m"""ii,","i,«i"ii"nii,ni,H!,,lllII„,,„ll„lllllll||||IIIf|I|(,|1|Ii|I||||I||I1||I1iI,il|I|||I11IM1|1I|||ll|||m1iM1|||Iimi11I1|I11111ii1111|111Ii1|II1|||iI1I|1III1
Oóttir miljónamæringsins
Sakamálasaga
eftir Lawrence G. Blochman
Beasley var loksins búinn að finna Glen Lar-
kin. Hann sat og lét fara vel um sig í hæginda-
stól í St. Francis bamum og virti langa fæt-
urna fyrir sér í gegnum viskyglasið.
„Guði sé lof, að ég fann yður!“ sagði Beasley
og þurrkaði svitann af enninu með handarbak-
inu og varpaði öndinni feginsamlega.
„Höfðuð þér misst sjónar af mér?“ spurði Lar-
kin og horfði spyrjandi á yfirmann sinn.
„Ég hef látið leita að yður í öllum veitinga-
húsum í San Francisco," svaraði Beasley. „Eruð
þér ódrukkinn ?“
„Svo að segja,“ svaraði Larkin. „Eftir nákvæm-
lega hálftíma á ég að hitta unga stúlku og ég
er að fá mér mátulega mikla hressingu til þess
að ég geti virzt vera skemmtilegur, sannfærandi
og þar af leiðandi ómótstæðilegur. Ég finn, að
ég . .. . “
„Eruð þér búinn að fá nýja vegabréfið yðar?“
greip Beasley fram í fyrir honum, stuttur í spuna.
„Já, ég fékk það í morgun. En hvað er eigin-
lega um að vera?“
„Standið þér þá á fætur, maður! Farið upp
í herbergið yðar og takið saman dót yðar. Þér
hafið ekki nema einn tíma til umráða!"
Beasley tók að toga í hægra handlegg Lar-
kins, til þess að ná honum úr hægindastólnum.
En Larkin var sterkari.
„Einn tima?“ Hann virti yfirmann sinn fyrir
sér með forvitnissvip og fékk sér góðan sopa
af viskýinu. „Beasley, væri ekki vissara. fyrir yð-
ur að tala við lækni á morguh ? Ég á tiu daga
eftir af friinu minu. Eg legg ekki af stað fyrr
en í næstu viku.“
„Þér farið í kvöld!" sagði Beasley einbeittur.
„Með Kumo-maru“.
„Ég fer ekki fyrr en á föstudag og þá með . .. ."
„1 öllum guðanna bænum, maður, þetta er full-
komin alvara!" Beasley greip aftur fram í fyrir
honum. Ég hef þegar pantað far fyrir yður með
Kumo-maru. Þér eigið að fara með skipinu og
verðið að gera það!"
„Hvers vegna verð ég að fara? Búist þér ef
til vill við því, að Kumo-maru muni farast eða
einhver önnur stórtíðindi gerist?"
„Nei, en . . . .“ Beasley leit í kringum sig til
þess að ganga úr skugga um, að enginn nema
Larkin hlustaði á hann, þegar hann ljóstaði upp
leyndarmálinu. „Dot Bonner fer með skipinu.
Við erum alveg nýlega búnir að komast á snoð-
ir um það.“
„Dot Bonner? Ég er engu nær,“ sagði Larkin.
„Hver er það?“
Beasley tók andköf af undrun, hann trúði ekki
sínum eigin eyrum.
„Þér spyrjið, hver það sé! Viljið þér ekki gera
svo vel að segja mér, hvar þér hafið verið síð-
asta hálfan mánuðinn? Dorothy Bonner hefur
verið á forsíðum allra blaða í Ameríku og lit-
myndir hafa birzt af henni í tímaritunum."
„Ég er í fríi," sagði Larkin og tæmdi úr glas-
inu. Ég hef verið í fríi síðan ég fór frá París
og ég á frí, þangað til ég tek við starfi mínu
í Tokio. Það stendur i samningum minum! Og
blaðamaður á ekki að lesa blöð, þegar hann er
i fríi. Það er óhollt!"
„Ég veit, að það er nokkuð til í þessu. En nú
er mikið um að vera. Ég skal skýra málið fyrir
yður. Dorothy Bonner er dóttir P. G. Bonner,
silki-miljónamæringsins, sem svipti sig lífi fyrir
nokkrum dögum, eftir lögreglurannsókn, sem
þingið hafði fyrirskipað. Dóttir hans hvarf strax
„Bláa lestin“ er nú búin og hefur
orðið mjög vinsæl, eins og gert hafði
verið ráð fyrir. Nú hefst í blaðinu
ný sakamálasaga, sem er um leið
ástarsaga. Hún er mjög spennandi
frá upphafi til enda, gerist að miklu
leyti á japanska sldpinu e.s. Kumo-
maru, sem er á leið frá Banda-
ríkjunum til Yokohama. Slyngur
fréttaritari er látinn elta Dot Bonn-
er, en faðir hennar er nýlega lát-
inn með undarlegum liætti. Hún hef-
ur teldð sér far með sldpinu, strax
eftir jarðarför föður síns. Á skipinu
eru grunsamlegar persónur og margt
undarlegt gerist um borð í því . . .
og búið var að jarða gamla manninn og hún
hefur ekki sézt síðan, þangað til í kvöld. Stúlk-
an er efni, Larkin, ágætt efni. Hér er eitthvað
óhreint í pokanum, einhver brögð í tafli, sem
snerta heilar þjóðir. Þetta er milliríkjamál. Einn
þingmaðurinn kallaði Bonner japanskan njósn-
ara og lögreglan er alls ekki viss um, að um
sjálfsmorð hafi verið að ræða. Sumir halda, að
hér sé nýtt Stawinsky-mál á ferðinni, með til-
búnu sjálfsmorði o. s. frv. Við-viljum fá yður
til að ná tökum á stúlkunni .... “
„1 sannleika sagt, Beasley," nú var það Lar-
kin, sem greip fram í fyrir hinum, „finnst mér
þetta vera alltof mikill skortur á hugmyndaflugi
af manni í yðar stöðu. Þér hafið fundið stúlk-
una, hvers vegna náið þið ekki tökum á henni
og birtið alla söguna, áður en skipið fer? Þá
gæti ég fengið að vera í friði þessa tíu daga,
sem ég á eftir að vera í San Francisco. Mér
þykir vænt um borgina. Hér fær maður góðan
mat og hér getur maður drukkið visky innan
um siðað fólk og
„Talið þér ekki svona fávíslega, Larkin!" sagði
Beasley, mjög æstur. „Við getum ekki eyðilagt
þetta einstaka tækifæri til að vera einir um
gott efni, bara til þess að þér hafið það náðugt.
Hugsið þér málið, maður! Engin önnur frétta-
þjónusta getur komizt í samband við stúlkuna,
eftir að þið eruð komin af stað. Þér hafið hana
út af fyrir yður, út af fyrir yður aleinan í að
minnsta kosti tuttugu og sex sólarhringa!"
„Eruð þér gengin af göflunum, Beasley? Það
er nógu slæmt að þurfa að vera sextán sólar-
hringa á sjó, þegar maður er ekki sjóhraustur
.... Nei .... Jói! Meira visky!"
„Og sendið það upp í herbergið hans, Jói,"
bætti Beasley við. „Nú eru aðeins þrjú kortér
eftir, Larkin. Þetta er skipun frá New York."
Larkin bölvaði þessum skipunum frá New York
í sand og ösku, en fór þó upp. Beasley elti hann,
til þess að vera alveg viss um, að Larkin hætti
ekki við allt saman á síðustu stundu. Hann sat
á rúmbríkinni á meðan Larkin tíndi eigur sínar
æfðri hendi úr skúffum og skápum. Larkin hafði
skilið eftir óhrein föt í öllum heimsálfum, þegar
hann þurfti skyndilega að hverfa á brott til
starfs, sem þoldi enga bið.
„Það var heppni fyrir „Seven Seas" fréttaþjón-
ustuna", hugsaði Beasley forstjóri San Francisco-
deildarinar, að þeir höfðu mann eins og Larkin
til að taka við Tokio-skrifstofunni, meðan ástand-
ið var svona austur þar. Og heppni var það líka,
að Larkin skyldi geta tekið við Bonnermálinu.
Glen Larkin var ágætur blaðamaður, sem lét sér
ekki allt fyrir brjósti brenna og hann hafði á
örstuttum tíma orðið ákaflega góður fréttaritari.
Hann var orðinn nógu gamall, nýlega þrítugur,
til að vita, að það var hægt að varðveita brotin
í buxunum og vera samt góður blaðamaður.
Og hann gat komið í legghlífum og með staf á
blaðamannaráðstefnu í utanríkisráðuneytinu og
verið þó jafnglöggur á, hvernig málum var hátt-
að. Hann hafði vaxið í starfi sínu, en þó ekki
látið ýmsan óvana ná tökum á sér, sem slíku
er oft samfara. Honum þótti það alltaf mikils-
verðara, sem skeði í kringum hann, heldur en
það, sem henti hann sjálfan. Um helgar gat
hann enn sent skeyti, sem ekki var kapítuli í
sjálfsævisögu mikils manns. Hann var enn, eins
og hann hafði alltaf verið: Fyrsta flokks frétta-
ritari.
„Gerið svo vel," sagði Beasley skyndilega 'og
rétti Larkin tvö gul umslög, troðfull. Þér skul-
uð hafa þetta með. Það er allt, sem ég gat
fundið og yður má að gagni koma til að kynna
yður forsögu málsins. Það eru eintómar úrklipp-
ur um P. G. Bonner og stúlkuna."
Larkin brosti aðeins, tók við umslögunum,
stakk þeim milli skyrtna og hélt áfram að setja
í töskuna.
Hann var hár vexti og ekki sérlega grannur
og hann leit verulega vel út, hugsaði Beasley.
En þetta var eiginlega ekki fullkomlega rétt,
því að Larkin nálgaðist það að vera fallegur
maður. Það var gott, að hann var ekki fallegur!
Það sem á vantaði, gerði það að verkum, að
hann var skemmtilega karlmannlegur á að sjá.
Nefið var nærri grískt! Ef efri vörin hefði verið
ofurlítið minni, ef hakan hefði ekki staðið al-
veg eins mikið fram, þá hefði hliðarsvipurinn
verið eins og á fornri styttu, en þá hefði hann
líka skort þann styrkleika, sem hann hafði. En
að augunum var ekkert hægt að finna. Þau voru
stálgrá og alltaf bros í þeim, eins og hann væri
ávallt að skemmta sér, dálítið illkvittnislega, yfir
einu eða öðru. Þetta voru einmitt augu, sem
konur hlutu að elska — og margar konur höfðu
elskað þau, hugsaði Beasley með sér.
„Þá er ég tilbúinn," sagði Larkin og lokaði
síðustu handtöskunni. „Af stað!"
Leiguvagninn rann til á þokublautri steinlagn-
ingunni um leið og hann beygði niður á hafnar-
bakkann, nákvæmlega sjö mínútur fyrir mið-
nætti. Nokkrir tollverðir og lögregluþjónar voru
hjá landganginum og horfðu með tortryggni, sem
tilheyrði starfi þeirra, á þær fáu hræður, er komn-
ar voru til að kveðja og biðu þess með óþreyju,
að skipið legði af stað. Larkin stökk út úr vagn-
inum, sýndi farmiða og vegabréf og fullvissaði
sig um, að farangurinn færi um borð.
„Jæja, verið þér þá sælir og góða ferð," sagði
Beasley. „Hafið samband við mig daglega um
loftskeytastöðina. Ég skal fljótt láta yður vita,
hvort ég óska þess, að fá eitthvað frá yður
strax frá Honolulu."
Larkin þrýsti hönd hans, en hreyfði sig ekki
úr stað. Skyndilega var hann gripinn óskiljan-
legum ímugusti við að fara um borð. Það var