Vikan


Vikan - 02.06.1949, Síða 4

Vikan - 02.06.1949, Síða 4
4 VIKAN, nr. 22, 1949' Krókur á móti bragði Þýdd ástarsaga TTún fitlaði skjálfhent við pentudúkinn í kjöltu sinni. Neglur hennar voru málaðar blóðrauðar og sumsstaðar náði málningin út á sjálfa fingurna. Pingurn- ir voru digrir með knýttum hnúum, negl- urnar stórar og ferkantaðar, svo að skær málningin fór sprenghlægilega illa við þær. En ekki einungis sprenghlægilega, heldur og grátlega. Ég mælti: „Mér geðjast að höndum þínum. Það eru góðar og heiðarlegar hend- ur.“ „Gerir þú það?“ Hún brosti og leit á mig. Síðan horfði hún snöggt undan og eldroðnaði. Það snörlaði í henni, og ég fann til undarlegra tilfinninga. „Geðjast þér að nöglunum?“ spurði hún. „Ég málaði þær sjálf. Þetta er í fyrsta sinn, að ég nota naglalakk.“ „Einskonar tákn þíns nýja lífs.“ „Já,“ svaraði hún og leit á mig fljótt og feimnislega. Skilur þú það? Ég vona að þú gerir það.“ „Ég skil,“ sagði ég. Hún var ljót, hvar sem á hana var lit- ið. Hún var alltof stór, ekki feit, en ó- skaplega beinamikil. Hárið var strýkennt og nýja, ódýra permanentið gerði það hálfu verra. Upplitið var hroðalegt, stór munnurinri, nefið stórt, skemmdar tenn- ur, allt minnti á klakaklár. En þrátt fyrir allt hafði hún vissa kosti, sem mér gat ekki sézt yfir. Allt eðli hennar bar þess vitni, að hún mundi verða prýðis eigin- kona og móðir — og það var ekki henni að kenna, að hún var svona ljót. Karl- menn hefðu vel getað þolað hana, þegar þeir væru einu sinni búnir að sætta sig útlitið. Hún bar heiðarleikann utan á sér — hún viðurkenndi til að mynda, að hún hefði nú í fyrsta sinn notað naglalakk — og hún hafði líka kímnigáfu. En enginn heilvita maður mundi nokkurn tíma geta elskað hana. Ég hefði þorað að leggja hausinn að veði fyrir því, að hún hefur aldrei heyrt ástarorð af karlmannsvör- um, þótt hún sé komin fast að fertugu. Ég sagði: „Við getum ekki gifzt í þessu ríki.“ „Jæja.“ Hún leit undirfurðulega niður fyrir sig. „Þetta byrjaði mjög skyndilega," sagði ég. „Ég hef aldrei skrifað eftir bréfasam- bandi áður. Og ég bjóst ekki við að svara, þótt einhver skrifaði. En svo varð það úr, að ég svaraði bréfi þínu og . . . Jæja, þú veizt, hvernig þessu er varið öllu saman. Ég held að við ættum að demba okkur í það. Við getum keypt okkur bíl og ekið til næsta ríkis á klukkustund." Ég vissi, að ég gæti fengið hana til þess að samþykkja. Það er svo einfalt að blekkja manneskju, sem vill vera blekkt. Ef það væri ekki, væri lítið upp úr „plötu- slætti“ að hafa. Ég get hugsað mér konu þessa heima í litla kaupstaðnum í Iowa, þar sem hún átti heima. Hún var að sálast úr leið- indum, skrælna eins og jurt, sem hvergi nær í vatn. Svo hefur hún skrifað, til þess auðvitað að gera eitthvað, hafa ein- hvern til þess að skrifast á við. Svo taka bréfin að berast. Þau eru skrifuð af skemmtilegum manni. Hann virðist vel menntaður og í góðu gengi, fullur andríki en einmana eins og hún. Og allt í einu er svo komið, að hún ætlar að giftast hon- um. Hann er laglegur og veit, hvernig hann á að láta fólk geðjast að sér. Þetta var alltof auðvelt. Þetta var hætt að vera „spennandi“. Ég fann til með- aumkvunar með þessum veslings kven- manni, sem ég ætlaði að féfletta. Ég sagði henni, að bíllinn mundi kosta þúsund dollara. Ég vissi, að hún hafði tólf hundruð í veskinu sínu — auk þess hafði hún átt fasteignir í Iowa sem hún hafði selt. Hún hafði komið með þetta allt til þess að sanna, að hún hefði alltaf sagt satt í bréfum sínum. Og ég hefði getað fengið allt, jafnvel þótt hún hikaði í fyrstu og segði: „Þú skrifaðir, að — að . . . Ég ætla ekki að deila við þig, ég hef alveg nóg, en þú skrifaðir, að þú ættir svolítið af peningum." Ég hafði alltaf búizt við þessu og hafði svarið á reiðum höndum. Ég hef áður '•kllHIHIMIMHHMHIMMMMMIIMHHMIMIIIIHMHIMMHMMHHHIHIIHIHMHIIMIHIIII ! VEIZTU -? I : 1. Hvenær tókst Wright-bræðrunum að i fljúga í fyrsta sinni? I 2. Hvenær hófst reglubundið flug með | farþega (og póst) milli Evrópu og É Ameríku ? 1 | 3. Eftir hvern er ballettinn „Petrou- i = chka“? i 4. Hver er eðlisþungi basalts? i 5. Hvert er bræðslustig vax? : 6. Á hvaða lengd er vestasti tangi lands- i ins og hvað heitir hann? E E 7. I hvaða sýslu er Hrísey? i 8. Hvenær er talið að alþingi hið forna i hafi verið sett? É E 9. Hvenær var fimmtardómur settur? i 10. Hver samdi leikritið „Jósafat"? i Sjá svör á bls. 14. É 'J ..I.MMIMIIMMI.IMMMMIIIIMMMMMMMMMMMMMMMI.. þurft að glíma við svipaða gátu. En ég var orðinn leiður á þessum leik. Ég skammaðist mín hálfpartinn, mig langaði til þess að losna sem fyrst. Ég sagði: „Ég hef sex hundruð á mér.“ Ég sýndi henni fúlguna. „Láttu mig hafa fimm hundruð, og ég legg til sömu upphæð. Þá á ég eitt hundrað eftir. Það ætti að vera nóg, þangað til bankar verða opnað- ir á mánudaginn. Ég vil ekki eyða þínum peningum á brúðkaupsferðinni.“ Hún rétti mér peningana og ég stakk þeim í veskið hjá mínum. Ég skildi eftir nóg á borðinu fyrir matnum. „Bíddu hérna,“ sagði ég. Það er ekki nema spöl- korn til bílasölunnar. Ég verð kominn aft- ur eftir tuttugu mínútur. „Ég bíð,“ svaraði hún. Og þá spratt hún állt í einu á fætur og rak mér rembingskoss, settist aftur, eldrauð í framan og þorði ekki að líta á mig. Það var undarlegt bragð í munnin- um á mér, og ég hugsaði með mér. „Þetta er í fyrsta sinn, sem hún kyssir karl- mann. Fyrsta og síðasta sinn.“ Ég laut áfram og kyssti hana á ennið. „Ég kem fljótt aftur,“ sagði ég og gekk hratt út úr veitingahúsinu. Ég vissi, að ég mundi aldrei sjá þessa konu framar. En það færði mér enga gleði. Leikurinn var orðinn of gamall. Ég hafði ofoft tekið þátt í honum, ég var búinn að nota öll brögð. Ef til vill mundi það verða meira „spennandi“ að fara að vinna heiðarlgg störf, hugsaði ég. Ég gæti vafalaust orðið góður sölumaður og ég hafði heyrt, að sölumenn kæmust mjög vel af. Að öllum líkindum mundi ég hafa meira upp úr mér, ef ég ynni heiðarlega vinnu. En þetta hafði mér fyrr dottið í hug, hafði samt alltaf tekið til við mína venjulegu iðju aftur og sagði, að ég gæti ekki þolað annað líf, það væri svo leiðin- legt. Ég varð þess var, að ég stóð fyrir fram- an bílasöluna, þar sem ég hafði staðið fyrir nokkrum dögum til þess að athuga verðlagið, ef það skyldi hlaupa á snærið fyrir mér. Bíllinn minn stóð allmiklu f jær og ég hafði alls ekki ætlað mér að stanza hérna. Ég get ómögulega skýrt það, hversvegna ég nam staðar. Ef til vill var það undirmeðvitundin, sem sagði mér, að ég mætti ekki svíkja stúlkuna, ég yrði að kaupa bílinn, eins og ég hafði lofað henni. Það var að vísu fráleitt, að ég mundi gera það, en af einhverium sökum stakk ég hendinni niður í vasann, þar sem peningarnir áttu að vera. Ég hélt hend- inni í tómum vasanum æðistund. Það tók mig alllangan tíma að skilja, hvað gerzt hafði, skilja, hvað lá því að baki, að kon- an kyssti mig. Mér datt ekki einu sinni í hug að horfa yfir að veitingahúsinu, því að ég vissi, að hún mundi vera farin það- an og komin langt í burtu. „Það hefur verið leikið á mig,“ sagði ég upphátt. Og svo tók ég að hlæja. Ég hló svo mikið og svo lengi, að mig verkj- Framhald á hls. lJf.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.