Vikan


Vikan - 02.06.1949, Síða 5

Vikan - 02.06.1949, Síða 5
VIKAN, nr. 22, 1949 5 .. Ný framhafdssaga: .......... Dóttir miljónamæringsins 4 Sakamálasaga eftir Lawrence G. Blochman „Þér hafið vonandi ekki sagt hershöfðingjan- um, að ég hafi ætlað að heimsækja hann?“ „Nei, en — —“ „Lofið mér þvi að gera það ekki.“ „Hví skyldi ég ekki gera það. Hann mundi verða mjög upp með sér af því.“ „Jú, sjáið þér til. Ein vinkona min sagði, að ■ég skyldi koma mér í mjúkinn hjá honum. En hún lét þess ekki getið, að hann væri aflóga. Og ég sem hélt, að suður-ameriskir hershöfð- ingjar dæju allir á fertugsaldri." „Rodriguez hershöfðingi er á eftirlaunum.“ „Ein ástæðan enn til þess að láta hann liggja á milli hluta.“ „Ágætt," sagði Larkin. „Við getum þá rætt um bróður yðar." Dorothy rak í rogastanz. Hún sleppti handlegg Larkins og leit upp til hans, hægt og athugandi. „Bróðir minn? Ég á engan bróður," sagði hún loks. „Er hann ef til vill frændi yðar?“ „Við hvern eigið þér?“ „Mann, sem ég sá á þilfarinu í gærkvöldi. Hann er svo líkur yður, að hann gæti vel verið tvíburabróðir yðar.“ Unga stúlkan opnaði varirnar, en lokaði þeim jafnskjótt aftur og brosti. „Drekkið þér, Larkin?" spurði hún. „Já, oft,“ svaraði hann, ,,en ég sé aldrei of- sjónir, mér vitanlega. Fyrst þér eigið engan bróður, hefur víst eitthvert kraftaverk gerzt í sambandi við mig í gærkvöldi, en -----“ Lengra lcomst Larkin ekki, því að alda reið yfir skipið og sjórinn gusaðist aftur eftir þil- farinu og rennvætti farþegana, sem stóðu á efra þilfarinu. Larkin greip ungfrú Bonner og forðaði henni frá falli. Hann hélt henni enn, er slcipið var aftur komið á réttan kjöl. „Var þetta dómsdagur?" spurði hún. „Eða hvað?“ . Fyrirboði," svaraði hann. „Fyrirboði um það, að mjög náin vinátta sé í undirbúningi." „Alltof náin,“ sagði hún. „Að minnsta kosti til þess að geta dregið andann eðlilega." Hún losaði sig úr faðmi hans. ,.Ég verð að fá mér þurr föt, Larkin," bætti hún við. „Verið þér nú ekki að hlaupa, rétt þegar við erum að verða kunnug hvort öðru,“ mótmælti Larkin og greip um handlegg hennar. „Þér eruð ckki svo blaut. Auk þess langar mig mjög til þcss að ræða meira um þennan hugsaða „bróður" yðar. Ef hann væri nú til, eru þá nokkrar líkur til þess, að hann sé um borð i Kumu-maru?“ „Ég er rennvot, Larkin. Gerið svo vel að sleppa mér.“ , Ég heiti Glen.“ Dorothy brosti. „Sleppið mér þá, Glen.“ „Þetta er strax mikið skárra. Ég held ég sleppi yður, eftir að hafa lagt fyrir yður aðeins eina spurningu í viðbót. Hversvegna skyldi sá töfrandi unglingur Charles Frayle hóta manni dauOa og tortímingu fyrir það eitt að nefna nafn þessa hugsaða „bróður" yðar.“ Andlit hennar myrkvaðist allt í einu. „Gerði Charlie það raunverulega?" „Svo þér þekkið þá Frayle? Hver er hann?“ „Glen, ég get ómögulega svarað öllum þess- um spyrningum, þegar tennurnar í mér glamra af kulda. Og þér eruð sjálfur rennandi blaut- ur. Þér fáið áreiðanlega lungnabólgu." „Mundi yður þykja fyrir því?“ spurði Larkín. „Já, auðvitað. Ég mundi alveg sturlast, ef þér færuð yfir áður en ég hef getið þrisvar. En í alvöru talað, Glen, farið inn og fáið yður þurr föt. Svo getum við drukkið saman rommtoddý og bundið enda á þetta tal okkar um „hugsaða" hluti.“ „Er þetta loforð?" „Upp á æru og trú! En verið þér nú fljótur." Larkin flýtti sér en ekki til klefa síns. Hann flýtti sér til loftskeytaklefans. Larkin hitti þar fyrir ungan Japana með gleraugu og í einkennis- búningi, sem var að minnsta kosti þremur núm- erum of stór í hálsmálið. „Konnichi — wa!“ sagði loftskeytamaðurinn. „Waru tenki desu.“ „Já, rétt,“ sagði Larkin. „Ég ætla að fá að senda skeyti.“ „Wakarimasen," sagði loftskeytamaðurinn. Larkin rétti höndina inn og náði sér í nokk- ur eyðublöð. Hann skrifaði: Beasley, Sevseanews, San Francisco. Gefðu upplýsingar bróður Dorothy, ef hann er til. Held hann sé um borð. Larkin rétti loftskeytamanninum skeytið. ' „Allt í lagi, góði?“ spurði hann. „Allt í lagi,“ svaraði loftskeytamaðurinn. Larkin gekk til klefa síns til þess að hafa fata- skipti. Er hann ætlaði að opna dyrnar, varð hann þess var, að einhver fyrirstaða var. Hann ýtti með öllu afli á hurðina og tókst að opna svo mikið, að hann gat séð, hver hindrunin var. Rodriguez hershöfðingi lá endilangur á klefagó'fmu. Skyrta hans var öll rauð og hvítt hár hans einnig rautt. Larkin hringdi þegar á þjóninn og hélt hend- inni á bjöllunni, þar til hann var kominn á stað- inn. Larkin beygði sig yfir hershöfðingjann, reisti hann upp til hálfs og sá, að gamall rakhnífur lá undir honum. Larkin þreif hnífinn og skoðaði hann gaumgæfi- lega. „Hvert í logandi," sagði hann. Þjónninn gaf frá sér ámátlega stunu og starði með forundrun inn í klefann. „Sækið dr. Bioki,“ skipaði Larkin. I sama bili tók hershöfðinginn að andvarpa. Svo reif hann upp augun og horfði á Larkin, fullur skelfingar. „Ladron!" muldraði hann. „Asesino. Morðingi og illmenni!" „Takið þessu með ró, hershöfðingi," sagði Larkin. Seint og um síðir kom dr. Bioki. Hann var spikfeitur og seinn í vöfum. Er hann hafði stun- ið og dæst góða stund, gat hann hafið starf sitt, að rannsaka hershöfðingjann. Hópur farþega hafði safnast saman á gang- inum. Larkin sá Willowby, Cuttle, frú Greeve, tvo Japana, þjóninn og auk þess tvo háseta. Og aftan við hópinn, í dyrunum á klefa D, sá hann Dorothy Bonner standa. Unga stúlkan fylgdist vel með því, sem var að gerast og Larkin var að reyna að gera sér ljóst, hvaða geðbrigði það voru sem lýstu sér í stóru, blágráu augunum hennar. „Þessi maður reyndi að drepa mig,“ stundi hershöfðinginn. „Hann langar til þess að ryðja mér úr vegi." Larkin sneri sér við til þess að vita á hvern hann benti, en uppgötvaði sér til undrunar, að skjálfandi fingur hershöfðingjans vísaði á sig. „Hægan," sagði dr. Bioki. „Þér megið ekki ofreyna yður. Það er ekki hollt að tala með skorinn háls.“ Hann skipaði fyrir á japöpsku og hásetarnir tveir tóku hershöfðingjann og báru hann eftir þverganginum, sem lá að salnum. Dr. Bioki dvaldist örlítið. Hann gekk fyrir Larkin og mælti: „Má ég fá þennan hníf?" Nú fyrst uppgötvaði Larkin, að hann stóð með blóðugan hnífinn í hendinni. Hann rétti lækn- inum hnifinn andmælalaust. Læknirinn hneigði sig kurteislega og gekk burt. Læknirinn var ekki fyrr horfinn en Larkin gekk að klefa D og barði að dyrum. 3. KAFLI. Dorothy opnaði kýraugað. Hún var með vara- lit í höndunum. „Jæja, Dorothy," sagði Larkin. „Segið mér, hver það var, sem gerði það.“ „Gerði hvað?" Hið sakleysislega upplit henn- ar sannaði næstum alveg, að hún vissi ekkert. „Hver reyndi að sálga hershöfðingjanum með rakhníf ?“ „Hvernig í ósköpunum ætti ég að vita það?“ „Þér hafið ágætt útsýni frá kýrauganu á . kleíadyrum yðar.“ „Ég var að skipta um skó og sokka,“ svar- aði hún, „svo að ég hef alls ekki haft neinn tíma til þess að hafa gát á samferðamönnum rnínurn." „Eruð þér viss um, að þér hafið engan séð fara inn í klefa minn, ekki einu sinni mig sjálfan ?“ Dorothy svaraði ekki alveg strax. Hún spegl- aði sig i þykkri gluggarúðunni og lauk við að mála sig. „Nú er bezt, að ég spreyti mig í þriðja sinn. Þér eruð leynilögreglumaður," sagði hún loks. „Skakkt ennþá." .»Hví í ósköpunum er yður þá svona hugleik- ið að vita, rneð hverjum hætti hershöfðinginn hlaut þennan áverka?" „Meðal frænda minna er það viðtekin regla að halda upp æru sinni — nú og svo var verkn- aðurinn framinn i klefa minum." „En hvað kemur þetta yður við?“ „Ég er anzi smeykur um að maður sá, er ætlaði að svipta hershöfðingjann okkar lífi, gruni mig um að vera flæktan í mál þau sem ollu því að hershöfðinginn er á leið til Japan. Nefnd- ur maður hefur látið greipar sópa um föggur minar, greinilega í von um að finna þar ein- hver gögn grun sínum til staðfestingar. Og er hann fann þar ekkert markvert, hugði hann, að honum mundi borgið ef hann gæti látið líta svo út sem ég ætti sök á aðförinni að Rodriguez hershöfðingja." „Hvernig vitið þér þetta allt?“ „Ég veit þetta ekki,“ svaraði Larkin, „en ég get mér þess til. Enda býst ég við, að grunur minn sé réttur. Það var rakhnífurinn minn, sem notaður var. Árásarmaðurinn hefur stolið hon- um er hann braut upp töskur mínar." Hún glápti á hann. „1 nótt?" ,,Já, í nótt.“ Dorothy rétti höndina út um kýraugað. Hún

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.