Vikan


Vikan - 02.06.1949, Side 12

Vikan - 02.06.1949, Side 12
12 VTKAN, nr. 22, 1949 þar í skugga. Morgunverðurinn stóð á borðinu. Það var aðeins lagt á borð fyrir einn, hálf mel- óna lá á íshellu, heitt brauð, hvítt smjör, Guava- hlaup og rjúkandi kaffikanna. Celía hafði nú runnið fyrsta og örðugasta skeið meðgöngutímans. Hún var miklu hressari nú upp á síðkastið og hafði góða matarlyst. Hún leit líka betur út, hún var ekki eins mögur og tekin og áður. Hún settist við litla borðið og leit vonaraug- um á hlaðið silfurfat, sem Horace setti fyrir hana. Er hann var farinn, andvarpaði hún og leit á hina réttina. Henni hafði þótt þetta heita brauð svo ljúf- fengt, en nú var hún orðin leið á þvi. Hún ósk- aði þess, að hún ætti eina sneið af ensku brauði, köldu, jafnvel dálítið þurru. Eða ristað brauð. En Jinny kunni alls ekki að búa það til. Hún hefði líka viljað gefa mikið fyrir eina teskeið af marmelade — marmelade, sem búið væri til úr beiskum appelsínum — í staðinn fyrir þetta dýsæta Guava-hlaup. 1 fyrstu fannst henni það ákaflega gott, en nú var hún orðin dauðleið á því. Hún var líka þreytt á þessum sífellda, þunga blómailmi. 1 kjarrinu bak við hana voru skríkjandi páfagaukar. Þeir fundust henni eitt sinn yndislegir, en nú var öðru máli að gegna. Hana langaði til þess að heyra í enskum skógar- þresti — eða kráku. Hún áttaði sig fljótt, að svona tilfinningar mátti hún ekki láta Ieiða sig í gönur. Það náði engri átt, að byrja daginn með svona hugs- únum. Hún borðaði morgunverðinn — þegar hún var byrjuð, naut hún hans prýðilega — og er hún hafði lokið snæðingi gekk hún yfir flöt- ina í oliuviðarlúndinn. Celía vaknaði venjulega snemma á morgnana og naut þess ávallt að anda að sér hressandi morgunsvalanum, áður en sólin var komin of hátt á himinhvolfið. Lance fór yfirleitt seinna á fætur. Stundum vaknaði hann þó fyrir allar aldir og fór út til þess að fiska. Þau snæddu nær aldrei saman morgunverð. Celia gekk með varúð niður múrsteinsþrepin. Hún hafði fyrir löngu beðið Lance að láta lag- færa þau, og því hafði verið lofað, en ekki ból- aði enn á efndum. Það var einnig margt annað, sem gera þurfti við á Fairfax, en Lance dró á langinn. Hann bar því við, að hann vantaði pen- inga, og Celía vissi, að það var rétt, Lance átti 1. Maggi: Eríu búinn að cælr'a cir.'.iunnabó!:- ira þína? T.aggi: Já. 2. Maggi: Er afi búinn a^ sjá hana? lítið lausafé. En hún vissi það líka, að seglbát- urinn var alltaf í stakasta lagi, og hestar hans fengu góða umhirðu. Það hlaut að kosta hann mikið fé. Og alltaf gat hann útvegað nóga pen- inga, ef hann þurfti að ferðast eitthvað. Jæja, Lance var nú einu sinni svona! Það voru allir svona á Blanque, þetta dásamlega, kærulausa fólk. Að aldrei skyldi henda þá alvar- legt ólán, var Celíu óskiljanlegt. Það hlaut að vaka yfir þeim eitthvert alsjáandi auga, sem hlíft gæti þeim fyrir skakkaföllum. Menn voru hér allir á gjaldþrotsbarmi, rændu Pétur til þess að geta borgað Páli, átu og drukku eins og kóngar og veittu gestum oft og ríkulega. Tilvera þeirra var óviss, þeir höguðu sér eins og ábyrgð- arlaus börn. Celía gagnrýndi ekkert í heyranda hljóði. Hún geymdi það í huga sínum. Hún gekk niður í stóra jurtagaröinn, fram hjá bananalundinum og niður stíginn, sem lá til strandar. Þar hafði hún uppgötvað Mangrove- skóg, rakan, fullan með risavöxnum trjám. Rætur þeirra uxu ofan jarðar og líktust afstór- um slöngum. Hún hafði, fyrst er hún kom á þenna stað, hrokkið í kút, þegar hún sá þessi skrýtnu fyrirbrigði, þótt hún hefði séð fjölda mangrove-trjáa annars staðar á 31anque. En það var svo undarlegt, að hana langaði alltaf að koma aftur á þenna stað. Hann bjó yfir mik- illi fegurð, en djöfullegri. Þó var mjög friðsælt þarna, þangað kom enginn og þarna var gott skjól fyrir hinum ofsalega hita. Celíu þótti gott að koma þarna, þegar hún var ein. Hún settist á trjárót eina rétt við vatnið. Það voru engar slöngur á Blanque, svo að það var alveg hættulaust að fara ferða sinna þama um vætusvæðin, sem virtust þó tilvalin gróðrarstía allskyns óféta. Það var yfirleitt ekkert að ótt- ast á þessari fögru eyju, hafði Celíu verið sagt. Hún hallaði höfði sínu að trjástofninum og gaf sig hugsunum sínum á vald. Það voru alvarlegar hugsanir, en hún reyndi ekki að forðast þær. Hún var að hugsa um það, hvernig barninu hennar mundi líða á hairfax. Hvernig mundi því farnast? Við og við skalf hún af tilhugsuninni að þurfa að ala upp barn hér á þessum stað. En hún reyndi að herða sig upp og sýnast hvergi smeyk. Barnið mundi að minnsta kosti verða kærkomið fjölskyldu, sem Celiu þótti mjög vænt um. Lance mundi tilbiðja það og Guy og Annetta mundu láta sér annt um Raggi: Nei, ég skildi hana eftir á forstofu- borðinu. 3. Afi (kallar): Raggi, Raggi!! Raggi: Hana nú! 4. Raggi: Hann er búinn að sjá hana!! má Enska leikkonan Diana Dors er hérna stödd á knattspyrnuvelli í Englandi, þar sem hún þurfti að kynna sér allt viðkomandi knattspyrnu fyrir næstu kvikmynd sína. það hennar vegna. Það mundi fá góða uppbót á því, sem annars vantaði hérna, það mundi lifa heil- brigðu lífi undir beru lofti, sigla og læra að synda áður en það gæti gengið. Það var hægt að hugsa sér verri tilveru. En seinna, já seinna mundi Celía standa fast á rétti sínum og senda það burtu frá Blanque, hvað svo sem Lance segði, það yrði að fara héðan burtu. „Alec hjálpar mér í því efni,“ hugsaði Celía. Alec! Hún sá hann fyrir sér ■— sá grá augun hans, sem láu ajúpt undir háum og hvössum brún- um eins og fjallavatn í Hálöndum, augun sem gátu orðið svo hlýleg, svo óendanlega viðkvæm, stórgert andlit, hranalegur munnur, sem aldrei sást bros á. Hrúf rödd, sem virtist enn hrjúfari vegna skozka málfarsins. En hún hafði líka heyrt þessa rödd svo óendanlega blíða. Framkoman hranaleg, hann sýndist ósmeykur við að segja „meiningu" sína, en gat orðið blíð, næstum angur- vær. Alec! Hún sá fyrir sér gráýrótta hárið hans, illa sniðin vaðmálsfötin og grófu skyrtuna. Alec, sem var alveg eins og björn, en var þó aldrei klunnalegur. Maður, sem var næsta óásjáanlegur í hópi annarra manna, maður, sem hún hafði talið leiðinlegan. % En það átti ekki við að vera að hugsa svo mjög um Alec. Það náði engri átt, að láta hugann dvelja við minninguna um mann, sem var þúsundir mílna í burtu og mundi ekki sjást langan tíma. Celía reyndi að má Alec úr huga sínum og hugðist standa upp. Svo tók hún að stara, hún sat eins og hún væri lömuð. Blóðið stokkfraus í æðum hennar. Það var einhver, sem lá í leyni fyrir henni. Það glytti í svart andlit milli trjánna, og Celía fann, að um langan tima hlaut maðurinn að hafa legið þarna og fylgzt með sér. Eitt andartak fannst henni sem hún mundi deyja, deyja iir hreinni og beinni hræðslu, hinni eðlislægu hræðslu hvítra kvenna við svarta menn. Hún hafði hvorki getað hreyft sig né hrópað á •hjálp, hún sat bara eins og steinrunnin væri. Það voru aðeins augu hennar, sem voru með lífsmarki, þau glenntust upp meðan hún starði á svarta and- litið. Svo — hún mundi það löngu seinna — tók hjartað að berjast í brjósti hennar eins og vél. Hún fann, hvernig straumur af viðbjóði fór um hana alla, en nú gat hún þó bæði hreyft sig og talað. „Hvað ertu að gera þarna, Job?“ Hún heyrði sína eigin rödd og furðaði sig á henni. Eðlisávísunin hafði hjálpað henni, hún hljómaði köld og skipandi, það var rödd höfð- ingjans. MAGGI OG RAGGI Teikning eftir Wally Bishop

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.