Vikan


Vikan - 17.11.1949, Side 2

Vikan - 17.11.1949, Side 2
2 VIKAN, nr. 46, 1949 PÓSTURINN ■ Forsíðumyndin í síðasta blaði, nr. 45, 10. nóvember, af Ævari R. Kvaran leikara var tekin af Óskari Gíslasyni Ijós- myndara. Þessa láðist að geta undir myndinni og var það því lakara sem myndin er mjög vel tekin. Biðjum við Óskar velvirðingar á þessum misgáningi. Kæra Vika mín! Viltu nú vera svo góð að svara eftirfarandi spurningum við tækifæri: 1. Er réttara að skrifa nafnið Rut með h aftan við? 2. Hvaða nöfn hefur Ingiríður ^rottning ? Hvernig er skriftin? Svo þakka ég þér fyrir allar ánægjustundirnar, sem þú hefur veitt mér á liðnum árum. Kær kveðja frá þinni Káru. Svar: 1. Nei, tæplega. 2. Ingiríður Viktoría Sofia Lovísa Margrét. Skriftin er prýðileg. Kæra Vika! Þetta er í annað sinn, að ég skrifa þér. Enn ertu ekki farin að svara hinu bréfinu, en ég vonast til að þú gerir það á næstunni. Viltu vera svo góð og gefa mér upplýsingar um Húsmæðrakennara- skóla Islands ? Þarf maður að hafa gagnfræðapróf til að komast í hann? Með fyrirfram þakklæti. Georgía Georgsdóttir. Eilífðarspurningin: Hvernig er skriftin ? Svar: Húsmæðrakennaraskólinn er nær því tveggja ára samfelldur skóli og undirbýr nemendur til þess að geta kennt í húsmæðraskólum. Kennslan er bókleg og verkleg. Inntökuskil- yrði eru að nemendur séu 21 árs, hafi gagnfræðapróf eða hliðstæða mennt- un (bezt er að hafa stúdentsmennt- un). Kennslugreinar eru vefnaður, handavinna, matreiðsla, vöruþekk- ing, næringarefnafræði, líffærafræði, heilsufræði, grasafræði, reikningur, íslenzka, uppeldisfræði, efna- og eðlisfræði, garðrækt, kennsluæfingar. — Kennslan hefst á haustin í Reykja- vík, sumarið næsta er dvalizt að Laugarvatni, haustið ^ftir er aftur flutzt til Reykjavíkur og nemendur brautskráðir þar næsta sumar í júní eða júlímánuði. Skriftin er vel læsileg. Margfróða Vika! Við erum hér tvær vinstúlkur, sem langar til að biðja þig að leysa úr nokkrum spurningum fyrir okkur. 1. Eru Dóru-bækurnar eftir Ragn- heiði Jónsdóttur sannar? 2. Hvernig er hægt að ná joðblett- um úr fötum? 3. Hvað er Margaret O’Brien göm- ul? 4. Er satt að Judy Garland sé ör- eigi? 5. Hvaða barnaskóla telur þú bezt- an i Reykjavík? ★ Eufemia og Jens Waage ogbörnþeirra: Prá v.: Hákon, Krisb ín, Indriði. (Sjá for síðu og blaðsíðu 3. Allar myndirnar, nema forsíðumyndin, sem útdrættinum úi' „Lifað og leikið1 fylgja, eru í þeirr bók). Með fyrirfram þakklæti fyrir svör- in. Tvær vinstúlkur úr Mosfellssveit. E. S. Hvernig er skriftin ? Svar: 1. Nei, það er fráleitt. — 2. Til þess má nota eter eða vínanda. — 3. Hún verður 13 ára 15. janúar næstkomandi. — 4. Nei, svo illa er hún ekki komin. — 5. Þessu getum við ekki svarað, því miður. Halló Vika min! Viltu vera svo góð og segja mér eitthvað um Reynir Sigurðsson og Gunnar Ölafsson? Hvað þeir eru gamlir eru þeir gift- ir? Hvað er heimilisfang þeirra? Með fyrirfram þakklæti. Lulla. E.S. Hvernig er skriftin? Svar: Reynir Sigurðsson er 21 árs, skrifstofumaður hjá Shell, hef- ur verið Islandsmeistari í 400 m. hlaupi og átti um skeið met í 400 m. grindahlaupi. Var í fyrravetur og í sumar við nám í Englandi og þjálf- aði íþróttir því í minna lagi. Heim- ilisfang hans er Mímisvegur 4, Reykjavík. Gunnar þennan Olafsson þekkjum við ekki. E.S. Skriftin er fremur ókvenleg. Bréfasambönd Birting á nafni, aldri og heimilis- fangi kostar 5 krónnr. Sjana Kristjáns, Elvíra Eyjólfs, Shirley Davíðs, Sylví Marteins, (við pilta eða stúlkur) allar til heimilis á Sauðárkróki. Aðalheiður Runólfsdóttir (við pilta eða stúlkur 18—30 ára), Dansý Ingvarsdóttir (við pilta eða stúlkur 18—30 ára), Kristín Kristjánsdóttir (við pilta eða stúlkur 17—20 ára), Þóra Kristín Flosadóttir (við pilta eCa stúlkur 16—20 ára), myndir fylgi, allar á Tóvinnuskól- anum Svalbarði, pr. Svalbarðseyri, Eyjafirði. Mæsa Björns (við pilta og stúlkur 18—20 ára), Hverfisgötu 29, Siglu- firði. Soffía Jóhanns (við pilta eða stúlkur 18—20 ára), Túngötu 20, Siglu- firði. Anna Jóna Ingólfs (við pilta og stúlk- ur 18—20 ára), Hvanneyrarbraut 36, Siglufirði. Nýjasta nýtt! Galdrabók við allra hæfi. Eftir HOUDINI, frægasta sjónhverfinga- mann heimsins. Komin í bókaverzlanir. Sveinn Jóhannesson (við stúlkur 15 —18 ára), Ragnar Jónatansson (við stúlkur 15—18 ára), báðir á Héraðsskólanum, Reyk- holti, Borgarfjarðarsýslu. Tímaritið SAMTÍDÍN Flytur snjallar sögur, fróðlegar ritgerðir og bráðsmellnar skop- sögur. 10 hefti árlega fyrir aðeins 20 kr. Ritstjóri: Sig. Skúlason magister. Áskriftarsími 2526. Pósthólf 75. ■ JAZZLEIKARINN Kontrabassinn er nú talinn ómissandi hljóðfæri í jazz- hljómsveitum, enda setur hinn djúpi hljómur hans alltaf sinn sérstæða blæ á hljómsveitir þær er hann hafa. Margir ágætir bassaleikar- ar hafa komið fram síðari ár- in, en mesta athygil hefur þó Eddie Safranski vakiö. Hann er fæddur í Bandaríkj- unum af pólsku foreldri. Mjög ungur byrjaði hann að læra á fiðlu og lék hann lengi vel á það hljóðfæri í symfóníuhljóm- sveit áður en bassinn og jazz- inn tóku hug hans. Undirstöðulærdómur hans frá fiðlunni á sennilega mikinn þátt i því að hann er teknisk- asti bassaleikarinn, sem nú er uppi og getur vel að heyra tækni hans á plötum með hljómsveit Stan Kenton, en þar lék hann í nokkur ár. Nú stjórnar hann lítilli jazzhljóm- sveit í New York. Svavar Útgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Tjarnargötu 4, sími 5004, pósthólf 365. 'HlfllMlHltipiílllPIIIMIIIIIIIMIIIIIIrHMiMMHI.MIMIMIIinMimMMIIIIMIIIMMIIIIIIlímiMIMIIIIMMMIIMIiilllMiMilMMIIIIIHIliiniiMMMMHIlUnilllllllllllllHIIIUIIIIIIIII*'

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.