Vikan


Vikan - 17.11.1949, Qupperneq 5

Vikan - 17.11.1949, Qupperneq 5
‘VTKAN, nr. 46, 1949 5 Framhaldssaga: iiiiiiiittiiiiiimiiimuiiiiiuiiiiiiiiiiiimiiiiiiifiiuiiiiiiiiiuiiiiMiimitiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii immiiiimiiiiiiiiiiiiiaa EIRÐARLA UST LÍF Eftir ANN DUFFIELD iiiimimiumiiiimmiimmmmummmmimiiimiimmiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiimimiiiiimmiiiimmmmiiiiuiim iimumuuuuiuuuuuumimuumumuuuuuuuuuuuuuuiuuiuimummummuimiimuuumiumiiiiiiii gramt í geði. Og allt'í einu fór hún að óska þess, að kjóllinn hennar væri ekki svona fleginn, hún vafði sjalinu þéttar að sér og hugsaði aftur: „Fegin er ég að hafa ekki skilið það eftir.“ En hún ætlaði ekki að hegða sér eins og móðguð skólastelpa. — Hún leit einarðlega fram- an i hann og sá sér til skelfingar, að hann hlaut .að lesa hugsanir hennar. Augu hans gátu verið hlýleg og ljómandi af gamni — og þau voru það líka að þessu sinni. Og í sama bili og hann sneri pér við og leiddi gesti inn í samkvæmið, .sló hann léttilega á sjalið og mælti: ,Með leyfi,“ sagði hann. „Þér þarfnist þess ■ekki hér inni —1 en þegar við göngum til borð- stofunnar hinsvegar •— það er mikill dragsúgur í göngunum hérna. Áður en hún fengi á móti mælt, hafði hann tekið af henni sjalið og sett á handlegg sér. Þetta var mjög hugsunarsamt — hefði til dæmis Rickey eða Jim Leighton gert þetta, mundi hún hafa verið mjög þakklát, en augu Mustapha, sem hlógu á móti henni, urðu þess valdandi, að blóðið þaut fram í kinnar hennar. Hann hafði lesið hugsanir hennar og hegnt henni fyrir á sinn hátt. Hann hló og það brá fyrir ögrun í hlátri hans. Reiðin sauð í henni, en hún gætti sin. Föður síns vegna og sjálfrar sín mátti það ekki henda, að hún færi að gera uppsteyt gegn gestgjafa sínum. Ef til vill var óþarfi að láta svona. Eng- inn hinna kvennanna var með sjal og allar gengu í mjög flegnum kjólum. Heimboðið hafði verið ákveðið klukkan niu og á minútunni níu höfðu þau komið •— en ekki sást bóla á nokkrum mat. 1 öðrum enda stof- unnar, sem var mjög stór, var langt borð þakið þessu dásamlega mezelihs, sem aldrei mátti vanta í boðum tyrkneskra manna. Og þar voru litlir cocktail-blandarar, Flöskur, vínkönnur og glös af öllum stærðum. Þarna höfðu gestirnir safnazt saman, og þjón- arnir voru á sífelldum þönum til þess að gera þeim til hæfis og hella í staup þeirra. Mustapha fór þangað með Beatrice og kynnti hana fyrir þecsum og hinum — suma hafði hún raunar hitt áður. „Hans hágöfgi — son exellence — Monsieur le général — Madame — Signora------------Og allt í einu var hún komin mitt á meðal fjörmikils fólks. Menn töluðu ensku og frönsku og voru fljótir að skipta um tungumál, ef þess gerðist þörf. — Og allir töluðu gott mál. Það var óvenjulegur ljómi yfir samkvæmi þessu. Beatrice hugsaði með sér: Mustapha hefur boðið öllum skemmti- legustu og virðingarmestu mönnum í borginni — Það er mikill sómi fyrir okkur. Hún sá það líka, að gestgjafinn var enginn rati í að umgangast þessa heimsborgara og veraldarvönu menn og konur, — síður en svo! Fallegur, aðlaðandi og fullkomlega eðlilegur eins og hann væri þarna á réttri hillu. Hann virtist ekki eiga örðugt með að hegða sér og var síður en svo eftirbátur hinna í allri fram- göngu — á yfirborðinu að minnsta kosti. Mustapha gekk frá einum hópnum til annars og hvar sem hann fór, var hann ávallt miðpunkt- ur samkvæmisins. Beatrice heyrði hann mæla bæði á enska og frakkneska tungu, heyrði hann segja ítalska sendiherranum skopsögu á ítölsku ■og varð þess vísari, að glæsileiki hans og mennt- un var ekki síðri en annarra, — ef ekki meiri. Hún sat á milli frakkneks hershöfðingja og ítalskrar konu og jafnframt því sem hún fitlaði við coctailglas sitt og ræddi við sessunauta sína, gat hún ekki að sér gert að fylgja Mustapha eftir með augunum. Hann var góður gestgjafi •— það varð hún að viðurkenna. Skæru, bláu augun hans sáu allt, og hann gætti þess ávallt að enginn þyrfti að sitja yfir tómu glasi. Skrýtið, að maður, sem alls ekki drakk, skyldi eggja aðra svo ákaft' til drykkju. Hún minntist, þess sem Rickey hafði sagt, að hann væri eins og könguló, sem reyndi að veiða flugur í vef sinn. Nei, þetta var ljótur leikur! Hún gat ekki þol- að Mustapha, en hún varð að stilla sig. Auðvit- að hvatti hann gesti sína til þess að drekka, eins og góðum gestgjafa sæmdi, en hún óskaði þess, að hann héldi víninu ekki um of að föður sínum. Nú stóð hann aftur við hlið hans og gamli, kurteisi hershöfðinginn vék úr sæti sínu og tók þá ítölsku með sér. „Jæja, ungfrú Molloy, hafið þér skemmt yð- ur vel?“ spurði Mustapha vingjarnlega. „Já, prýðilega! Þetta er dásamlegt samkvæmi, Mustapha Aziz.“ Hún talaði nú frjálsmannlegar og djarflegar við hann en áður. „Þannig óskaði ég líka, að það yrði,“ svaraði hann. „Viljið þér ekki einn cocktail-bikar til ? “ „Nei, þökk fyrir.“ „Kavíar ?“ Hún hristi höfuðið og hló. „Þá væri mér ógerlegt að borða matinn — ég held að enginn geti það.“ „Þér munuð samt komast að raun um, að þeir munu geta það. Þetta er bara til þess að örva lystina. Lof mér að hella i glasið yðar.“ Hún sá, að hann tók glas handa sjálfum sér um leið og hann sagði þetta: „Þetta er grenadinesagði hann eins og hann væri að svari spyrjandi augnaráði hennar. „Ég verð að láta sem ég drekki sjálfur." „Drekkið þér ekki sterka ,drykki?“ „Aðeins koníak út í kaffi, ungfrú Molloy.“ „Viljið þér ekkert annað?“ „Jú, það vil ég! En ég hef lært að halda löng- unum mínum í skefjum, ef þær brjóta i bág við lifnaðarvenjur mínar.“ „Þér eruð viljasterkur." „Þér vitið nú minnst um það, ungfrú Molloy." Aftur brosti hann. „En geri einhver á móti vilja yðar?“ Hún leit á hann og ætlaði að vita, hverju hann svaraði og hvernig honum yrði við. Hún vissi vel, að nú ögraði hún honum og gætti þess vandlega að fara ekki að neinu óðslega. „Það gerir enginn á móti vilja mínum, ung- frú Molloy.“ # „Enginn?“ Það var bæði efi og vottur af fyrir- litningu í rödd hennar. „Til þessa enginn!“ sagði hann. „Þá er timi til kominn, að það verði,“ sagði hún. „Ég vil ekki ráða neinum til þess.“ „Ég hygg, að þér fallið á sjálfs yðar bragði, Mustapha Aziz!“ sagði Beatrice glaðlega — örvuð að þessu samtali, en þó vitandi vits. „Og ætlið þér að koma í veg fyrir það?“ ,,Ég?“ Nú skildi hún, að hún hafði gengið feti of langt, en siðan svaraði hún: „Nei, auðvitað ekki.“ Hún sagði þetta kuldalega og í fjarlægð. „Mér kemur það ekkert við.“ „fivað mér við kemur, eigið þér við?“ Hann horfði hvasst á hana. Áður en hún fengi svarað birtist þjónn i dyr- unum og tilkynnti að maturinn væri til. Og Mustapha Aziz bauð henni arminn með því að hneigja sig kurteislega. Hún hrökk við. Hún leit á hann með stórum augum og síðan á hinar kon- urnar sem allar voru af háum stigum, gripin feimni og furðu. „En . . .,“ stamaði hún. „Vissuð þér það ekki? Jú auðvitað vissuð þér það. Ég hélt þessa veizlu yður til heiðurs, ung- frú Molloy!“ Rödd hans var blíðari en hún átti að venjast. Hún gat ekki staðizt töfra hans. Hún var áhrifa- gjörn og velviljuð, þrátt fyrir kuldalega fram- komu — hún fann að hún hafði verið — ef ekki dónalega — þá að minnsta kosti ekki sérlega vingjarnleg. Hún vissi vel, að henni var mikill sómi sýndur með því að vera heiðursgestur og eitthvað lá að baki því. Og jafnframt því sem hún skammaðist sín út af framkomu sinni, gat hún ekki annað en dást að honum. Hver annar en Mustapha hefði getað gert þetta? Hver annar hefði vogað sér að gera það? Beatrice var ekki að eðlisfari auð- mjúk, en vissi að hvergi nema þarna, hefði hún verið tekin fram yfir sendiherrafrúr. Hann hefði ekki átt að gera það,“ hugsaði hún. Það verða allir bálillir. En hún gat ekki gert annað en lagt hönd sina á handlegg hans. Hún leit á föður sinn um leið og hún gekk fyrst út úr salnum. Molloy hóf brúnirnar og brosti upp- örvandi til dóttur sinnar. Mustapha greip sjal hennar um leið og þau gengu fram hjá stólinum, sem það var á og þeg- ar þau gengu út úr salnum, lagði hann það yfir herðar hennar. Þau gengu um breiða ganga -— húsið virtist óendanlega stórt. „Jæja, hvað segið þér nú?“ spurði Mustapha, er þau voru komin af stað. „Mér er nú farið að skiljast, hversu vilji yðar er ósveigjanlegur," svaraði hún. „En verður yður — eða mér — nokkurn tíma fyrirgefið þetta?“ „Ég ætla að vitna í yðar eigin orð ungfrú Molloy. Yður „kemur það ekkert við“. Og í mínu húsi, verðið þér ávallt tekin fram yfir allar aðrar konur.“ Hvíta höndin, sem hvíldi á handlegg hans, skalf en varð síðan kyrr aftur. Aftur tókst Beatrice að stilla skap sitt, þótt reiðin syði í henni. Þetta var of mikið af því góða — hann gekk feti of langt. 1 kvöld gat hún ekki látið til skarar skríða, en seinna ætlaði hún að gera honum það ljóst, að þau áttu ekkert vantalað. Þau gengu inn í borðsalinn — fagran sal með dökkum spóni á veggjunum. Beatrice settist hægra megin við Mustapha og leit síðan um- hverfis sig á hinar konurnar. Nei, hún þurfti bersýnilega ekki að óttast þær — þær brostu og mösuðu við borðherra sína glaðlega og eðlilega, án þess að þess yrði á nokkurn hátt vart, að þær væru sárar yfir, að Beatrice var tekin fram yfir þær. Kona enska sendiherrans leit að vísu rann- sakandi í áttina til hennar, og þótt augu hennar væri ef til vill alvarleg, voru þau að minnsta kosti vingjarnleg. Maturinn var dásamlega gerður og franskur og allt fór vel og settlega fram. Þrátt fyrir

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.