Vikan - 17.11.1949, Blaðsíða 6
6
VIKAN, nr. 46, 1949»
franskan sið og ítalskan bauð Mustapha ekki
annað vín með matnum en kampavín. Það
hýrgaði brá manna fljótlega.
Ekki var hægt að neita því að Mustapha, sem
sat við borðsendann, var óvenjulega töfrandi
maður og jafnframt slunginn.
Hann kunni þá list að safna saman ólíkum
.gestum og láta þá gleyma deilum og væringum
— í svip ’að minnsta kosti. Ef hann — eins og
Rickey hafði látið i skína — var líklegur til þess
að notfæra sér það illa sem í mönnum bjó, átti
ihann jafngott með að vekja í þeim hið góða. Til
þess notaði hann fá orð en vel valin, bros og
alúðlega framkomu. Jafnvel Beatrice varð ó-
■venjulega ör til máls. ,
Ölgandi kampavínið velgdi henni fyrir brjósti
og leysti hana úr öllum feimnisfjötrum og fyrir-
Jitningar. Þegar Mustapha beygði sig niður að
.henni, brosti og kom með einhverja gáfulega
áthugasemd gat hún ekki annað en brosað á
móti. Hún fann, hvernig hann gat töfrað menn.
Hann gat vafið þessu ólíka fólki um fingur sér —
og henni líka!
Molloy, sem sat við hinn enda borðsins, drakk
sleitulaust. Ekki svo að skilja að á- honum sæist
— það kom aldrei fyrir — en Beatrice, sem þótti
vænt um hann, var óróleg. Það gat ekki verið
hollt fyrir hann að drekka svona mikið. Hann
sat við hlið enskrar konu — sem átti mikið af
veðhlaupahestum. Þau ræddu í ákafa um eitt-
hvert málefni og konan lét orð falla í þá átt, að
hún þyrði að veðja, að sú skoðun væri rétt. Hún
sagði þetta auðvitað, án þess að það yrði tekið
of hátíðlega, en hún hafði ekki gert ráð fyrir
irska blóðínu í æðum Molloys.
„Gott og vel!“ hrópaði hann og þar sem allir
■hættu að tala, svo að kyrrð varð í salnum, gat
Beatrice greínilega heyrt glaðlega og kurteis-
:lega rödd hans: „Gott og vel! Hundrað á móti
' einum!“
Gestirnir hlógu.
„Terry — eruð þér vitlaus ?“ Hún sá að Molloy
var alvara, og hún lét undan.
Beatrice sortnaði fyrir augum. Faðir hennar
var vitlaus! Hann hafði djöfullega löngun til þess
að spíla — en hann hafði alls ekki leyfi til þess
að hleypa sér út í þetta veðmál, sem hann mundi
áreiðanlega tapa. Auk þess átti hann ekki fyrir
skuldinni. Hún leit á borðfélaga sína og vænti
þar stuðnings. En hann horfði gráum augum
sínum á Molloy, og út úr þeim varð ekki annað
lesið, en hann væri hæst ánægður með tiltektir
hans. Og enn fékk hún það á tilfinninguna, að
hún væri hjálparvana og hlekkjuð, og allt í einu
tók hún að óttast hann þenna undarlega, slungna
og ósveigjanlega mann.
1 sömu andrá beygði hann sig niður til hennar
og mælti:
„Nutuð þér ökuferðarinnar í gær, ungfrú
Molloy ?“
„Já,“ svaraði hún.
„Kingston er allra myndarlegasti piltur —
eruð þið mikið saman?"
„O, já, allmikið. Við erum sérlega góðir vin-
ir, við Rickey." Er hún sagði þetta, þráði hún
að sjá Rickey, sjá vingjarnlega, hrífandi bros-
ið hans, sem alveg skorti meðal hinna marg-
víslegu eiginleika Mustapha. Hún þráði að sjá
hina látlausu framkomu hans og einlægni. Hún
þráði að snúa sér til hans núna og taka í hönd
hans — þrýsta hana fast — mjög fast. Hann
var ekki fallegur og ekki hafði hann neina lam-
andi töfra, en hann var ungur Englendingur og
likur þúsundum landa sinna, og það mundi ávallt
verða öryggi í návist hans.
„Þér gætuð ekki átt betri vin,“ sagði Must-
apha hlýlega.
Orð hans komu henni á óvart, en nú var hún
rólegri. ,
„Hafið þér farið margar ökuferðir?" hélt
Mustapha áfram. „Hafið þér nokkuð farið upp
í sveit?"
„Nei, við fórum fyrst í dag upp í sveit. En
hann hefur oftsinnis ekið með mig til Stambul."
„Hvernig lizt yður á Stambul?"
„Því get ég ekki svarað fyllilega. En Stambul
hefur haft áhrif á mig.“
„Hvernig?"
„Gagntekið mig, á ég við. Ég veit ekki bein-
línis, hvað mér finnst um borgina, en hins-
vegar veit ég það, að mér þætti mjög fyrir því
að þurfa að' fara héðan. Ég hef ekki haft slíka
tilfinningu gagnvart nokkurri annari borg, en
auðvitað er það af því að ég hef séð svo fáar
borgir," bætti hún við.
„Þér munduð heldur ekki geta fundið til.
slíkrar tilfinningar gagnvart nokkurri annarri
borg, því að það er engin borg eins og Stambul."
„Yður þykir vænt um Stambul?“
„Það er heimaland rnitt," svaraði hann. ,,Og
í mínum augum er Stambul hin eina borg í heim-
inum. Og samt hef ég víða farið, ungfrú Molloy!"'
bætti hann við brosandi.
Hún var ekki hrædd við hann lengur. Hann
talaði svo eðlilega, en það gerði hann annars
ekki yfirleitt. Og Beatrice fannst mikið til um
það, að honum þótti vænt um æskustöðvarnar.
Skömmu seinna tóku konurnar sig út úr og
héldu inn I setusalinn aftur. Karlmennirnir komu
nærri strax á eftir. Líkjör og kaffi var á borð
borið og Molloy settist við hliðina á Beatrice.
„Skemmtir þú þér, barnið mitt? spurði hann.
„Já, pabbi."
„Ja, ég verð að segja það, að Mustapha hefur'
lagt sig í líma að gera vel til okkar," sagði hann
og leit næstum biðjandi á hana.
„Já, það gerir hann sannarlega," flýtti hún
sér að segja. „Þetta er dásamlegt samkvæmi og
afskaplega vinsamlegt af honum.“
„Kom ykkur vel ásamt?"
„Já, mjög vel. Hann er dásamlegur."
„Ágætt," sagði Molloy, og varð bersýnilega
glaður við. Hann vildi svo gjarnan að vel færi
á með þeim. Hún hafði í fyrstu verið dálítið
erfið — blessunin — hvað því við kom. Hún.
greip hönd hans og þrýsti hana.
Tillitssemi hennar í hans garð varð auðséð
af þessu lítilfjörlega atviki.
Og Mustapha, sem tilbúinn var að nota öll
vopn, hver svo sem þau voru, tók eftir þessu og
var staðráðinn í þvi að ganga á lagið ef með
þurfti. 1 95 tilfellum af 100 var þetta vopn gagns-
laust nú á dqgum, en öðru máli gengdi það að
þessu sinni. Beatrice var — þótt hún mundi sjálf
bera á móti því — alls ekki nútíma stúlka i
þeim skilningi, sem lagt er í orðið. Hún hafði
píslarvottseðli — löngun til þess að fórna sjálfri
sér. Mustapha réð þetta af hinu ofstækisfulla
augnaráði hennar.
Blessað
barnið!
Teikning eftlr
George McManus.
Pabbinn: Eg var afskaplega slunginn í boltaleik, þegar
ég var ungur, Lilli!
Lilli: Já, pabba!
Pabbinn: Æ, boltinn fór inn um eldhúsgluggann! Við verð-
um að flýta okkur inn og leita að honum. Mamma er á móti
því, að við séum í boltaleik hérna í garðinum.
Lilli: Já, pabba.
Pabbinn: Við erum búnir að leita alls-
staðar. Ég skil ekki, hvað orðið hefur
af honum. Hann virðist alveg horfinn!
Lilli: Já, pabba!
Pabbinn: Þú mátt ekkert minnast á þetta við
mömmu. Við verðum að leita að boltanum
eftir kvöldverð.
Lilli: Já, pabba.
Mamman: Getur þú skýrt það fyrir mér, elskan mín, hvern-
ig þessi bolti hefur komizt í súpuna hjá mér? Hugsaðu þig;
nú vel um!