Vikan


Vikan - 27.06.1991, Side 14

Vikan - 27.06.1991, Side 14
TEXTI: PORSTEINN ERLINGSSON stralíubúar eru andfætlingar okkar íslendinga og ættu í hugum hér- // V lendra barna aö detta af jaröarkúl- k—unni því þeir standa á landi sem # v liggur undir henni, landi sem er fullt af kengúrum og meö stóru skrítnu óperu- húsi (einni stórborginni. Þetta land, sem er reyndar ein af heimsálf- um jarðar, er eins langt frá íslandi og hugsast getur. Þaö er því ekki nema von aö fólk hafi óljósar hugmyndir um staöhætti þar. Nokkrir íslendingar hafa flust búferlum þangað, búiö þar um lengri eða skemmri tíma og margir hverjir búa þar enn. Einn af þeim er sautján ára piltur, Guðmundur Bragi Guðmundsson. Guðmundur flutti fyrst út meö móður sinni, Sigríði Guönýju Ingvadóttur, og fósturfööur, David L. Walters, áriö 1985 og dvöldu þau þá ytra í tæpt ár. Áður höfðu þau veriö þar í tvo mánuði. David starfaði hér í sérgrein sinni sem Ijósa- maður hjá Þjóðleikhúsinu en hann er borinn og barnfæddur Ástrali og höfðu þau Sigríður búið saman hér á landi í sjö ár. Þau langaði til að fara til Ástralíu og athuga hvernig atvinnu- möguleikar og annað væri þar og átta sig á hvort þau vildu setjast þar að. Eftir að hafa dvalið þar nokkurn tíma komu þau aftur til Islands. Þau fluttu þó enn og aftur út eftir um eins árs dvöl hér og búa þar enn. Aron Njáll, bróðir Guðmundar, fæddist svo haustið 1988. Þau búa nú í Brisbane, milljón manna höfuð- borg Queenslandfylkis. Hún er um áttatíu kílómetra frá fæðingarbæ Davids, Caloundra, sem aðeins nokkur þúsund manns byggja, þeirra á meðal móðir hans. í nágrenni Brisbane eru margar fallegar strendur og töluvert af erlendum ferðamönnum kemur þangað til orlofsdvalar en staðurinn er jafnframt mikið sóttur af Áströlum sem koma til að njóta útiveru og þess sem strandlífið hefur upp á að bjóða. ■SuMOivl" S'M' * s-fjss HAFNAI ALLTOF FYRIR MIG Guðmundur Bragi hefur verið búsettur í Ástralíu í sex ór SAM-MYND: ÞORSTEINN ERLINGSSON

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.