Vikan


Vikan - 27.06.1991, Blaðsíða 34

Vikan - 27.06.1991, Blaðsíða 34
VIÐSKIPTAKORT LESENDA VIKUNNAR: STAÐURINN ÞINN í HJARTA BORGARINNAR Hraðrétta veitingastaður í hjarta borgarinnar Ha mO a norni Tryggvagötu og Pósthússtrætis Sími 1 6480 /slenskir sjá\zerréttir kjöt- og pesteréttir pizzur oq expressokaffi S13340 Það er margt Kveðja frá gómsætt í ^\jéttingahusvr^ p o ttunum hjá okkur Laugarásvegi 1 Simi 31620 A ÞITT VIÐSKIPTAKORT HEIMA HÉR? ÞEIR BÚA LÍKATIL BESTA MATINN Frh. af bls. 33 frídaga á milli vakta og á frí aöra hverja helgi. Þá get ég farið út aö skemmta mér með vinum mínurn." Hvaö gerir svo Kristján viö allan frítímann? „Þá er ég oft í vandræðum. Áhugamálin eru I dýrari kant- inum, svo sem rallakstur, fall- hlífarstökk og köfun. Nema- launin leyfa ekki að ég geti sinnt þessu svo þetta verður að bíða þar til ég lýk námi í ágúst og fer aö vinna fyrir meiri launum." Norðurlandameistaranum ætti ekki að verða skotaskuld úr að fá góða vinnu eftir að hann lýkur námi. Þeir Bjarni hljóta að verða eftirsóttir f vinnu eftir að hafa unnið þessa keppni. Hvernig stóð annars á því að Kristján og Bjarni urðu fyrir vaiinu til að taka þátt fyrir [slands hönd? „Það var haldin forkeppni. Þar voru sjö keppendur og við Bjarni lentum I fyrstu tveimur sætunum." Norðurlandakeppnin var haldin f Hótel- og veitinga- skólanum á Hótel Esju. Kepp- endur voru frá fimm löndum - Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi, auk íslands. Keppt var bæði í matreiðslu og fram- reiðslu og voru tveir keppend- ur í hvorum flokki frá hverju landi. „Keppnin var hörð en vina- leg. Það ríkti góður keppnis- andi og þeir krakkar sem ég kynntist voru bæði góðir og skemmtilegir. Keppnin sjálf fór einstaklega vel fram og var hin glæsilegasta í alla staði. Byrj- að var með skriflegu prófi en síðan tók matreiðslan við. Við Bjarni unnum þetta algjörlega saman. Hádegismaturinn var unn- inn þannig að allir keppendur fengu bakka með sama hrá- efninu. Þeir réðu svo hvað þeir unnu úr því og hvernig mat- seðillinn hljómaði. Kvöldverðin- um réðum við sjálfir. Þá buð- um við upp á lax í forrétt, fyllt- an með humarfarsi og græn- meti, krydduöu með engifer og sojasósu. Aðalrétturinn var lambakótilettur með villi- sveppaduxelles í blöðrukáli. í eftirrétt höfðum við svo litla súkkulaöiköku með köflóttu deigi utan á en súkkulaði- mousse innan f.“ Blaðamaður fær vatn í munninn. Það er ekki erfitt aö skilja aö dómararnir, sem voru frá sömu löndum og keppend- ur, skyldu falla fyrir þessu. Þetta eitt dugði þó ekki til því einnig var tekið tillit til snyrti- mennsku, handbragðs og vinnuhraða. Hvað langar svo þennan sigursæla matreiðslunema að fást við í framtíðinni? „Mig langar auðvitað til Frakklands því þar getur mað- ur lært mest á stystum tíma. Svo langar mig Ifka til að fara á Culnery Institute of America en þar er lögð áhersla á gerð eftirrétta og bakstur. Mig lang- ar að fá meiri reynslu í slíku." Ef Kristján hoppaði svo sem tuttugu ár fram í tímann, hvernig vildi hann að aðstæð- ur sínar væru þá? „Ég vildi gjarnan eiga konu og ein fjögur börn því ég er mikill barnakarl. Óskadraum- urinn er svo að eiga eigin veit- ingastað sem ég og fjölskylda mín gætum lifað af. Annars vildi ég gjarnan hafa áhrif á staðinn sem ég vinn á hvað matargerð varðar. Konan mín mætti gjarnan geta eldað því mér finnst gott að leggjast með tærnar upp í loft að lokn- um vinnudegi." Vill Kristján þá enn fá Ora fiskbúðing í hádeginu? „Neeei - ekki mjög oft alla vega. Lærið finnst mér ennþá gott en sjálfur hef ég mest gaman af að búa til ýmiss kon- ar fiskrétti. Þeir bjóða upp á mesta fjölbreytni." Eins og sagt var I byrjun er það mikil gæfa að starfa við það sem maður hefur gaman af. Þaö tekur Kristján undir. „Ég hlakka alltaf til aö fara í vinnu og bíð ekki eftir að losna. Ég er auðvitað mjög ánægður með þennan sigur og þakka Erni Garðarssyni, matreiðslumeistara á Lækjar- brekku, sem hefur verið helsti leiðbeinandi minn, fyrir að fá að hafa lært af honum.“ Að lokum óskum við Kristj- áni til hamingju með sigurinn í Norðurlandakeppninni. □ 34 VIKAN 13. TBL. 1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.