Vikan


Vikan - 27.06.1991, Síða 53

Vikan - 27.06.1991, Síða 53
VANESA WARWICK, KYNNIR HJÁ MTV Endur- vinnsla ámúsík Að hljómleikunum loknum fóru sumir upp á Hótel ísland en aðrir heim að sofa. Meðal þeirra var sjónvarpsstjarnan Vanesa Warwick sem sér um þáttinn Headbangers Ball á MTV á sunnudögum. Þetta er vinsæll, tveggja klukkustunda langur þáttur og hún var að viða að sér efni í hann. Fram- leiðandi þáttanna, Mike Kaufman, var henni til trausts og halds en auk þess lét hann taka upp heilmikið af efni fyrir aðra þætti MTV, svo sem fréttir. Meiningin var að gera hljómleikunum á Kaplakrika rækileg skil í nokkra daga áður en þáttur Vanesu frá ís- landi yrði sendur út, 23. júní. Meðan hún tók viðtölin var þess krafist að allt væri með kyrrð og spekt í kringum hana. Vanesa er myndarleg, há og grönn, með mikið platínuljóst hár og áberandi hvar sem hún fer. Þegar við fórum að ræða saman um afrakstur dagsins hreinlega Ijómaði hún. „Það hefur verið stórkostleg upplifun að koma hingað," sagði hún. „Ég fór í Bláa lónið í gær. Hér er allt svo hreint og tært; hreinlega ótrúlegt. Það er á hreinu að ég kem hingað aft- ur eins fljótt og ég get.“ Ég spurði hana hvernig stæði á því að þungarokk, sem væri hvorki ný né frumleg músík í sjálfu sér, væri svona vinsælt um þesar mundir. „Það sem einu sinni hefur Vanesa fór mikið um áhorfendasvæðið með upptökumönnum MTV. Hér er hún að leita álits islensks áheyranda á hljómleikunum. Sá með sólgleraugun til vinstri er stjórnandi þáttagerðarinnar fyrir sjónvarpsstöðina heimsfrægu. verið vel gert hefur tilhneig- ingu til að ganga f hring og koma aftur." - Ég hef tekið eftir þvf að margar af þessum nýju hljóm- sveitum sækja andagiftina í gamlar hljómsveitir, eins og Led Zepþelin og Black Sabath - en þær voru upp á sitt besta fyrir tuttugu árum og voru góð- ar hvor á sínu sviði. „Þaö er satt. Einmitt það Blaðamaður Vikunnar, Þorsteinn Eggertsson, ásamt Vanesu, en hún fræddi hann um geysilega margt varðandl MTV, sem SAM-útgáfan hefur tekið að sér kynningarstaf fyrir hér á landi. sem ég á við með hringrásinni. Nú er mikið talað um endur- vinnslu á ýmsum sviðum. Þótt það sé kannski svolítið ólíkt þessu má segja að þetta sé eins konar endurvinnsla í músík." - Nokkuð sem þér kom á óvart á þessum hljómleikum? „Stundum vinn ég þannig að ég verð að láta mér koma hitt og þetta á óvart þegar ég fer að skoða það betur. Það er að vísu áberandi að fólk kem- ur hingað til að skemmta sér og gerir það svo sannarlega, en ég hafði heyrt það áður að þið væruð mikið skemmtana- fólk." - Þessi jakki sem þú ert í... er hann sérsaumaður á Þig? „Hann er reyndar sérsaum- aður en ég á hann ekki. Ég fékk hann lánaðan hjá vini mínum." - Nokkuð sem þig langar að segja (slendingum áður en þú ferð í háttinn? „Það þarf ekki að segja ykk- ur eitt eða neitt. Þið eruð lukk- unnar pamfílar." BRIAN DIAMOND Frh. af bls. 5 um efni sem gæti höfðað til Frakka. Með breyttri sjón- varpsdagskrá þar gæti þetta breyst. í fyrra sýndum við sér- stakan þátt með ítalskri músík, eftir að Italía vann f Eurovision og hafði fengið nokkur lög á vinsældalista víða. Margir Italir horfðu á þennan eina þátt en síðan ekki söguna meir. Við erum að vísu háð þeirri takmörkun að sjónvarpa á ensku, kannski eðli málsins samkvæmt, en þeir sem eru með textastýring- ar á tækjum sínum geta í mörgum tilvikum fengið að- gengilega skýringartexta ef þeir skilja ekki ensku. En þeg- ar öllu er á botninn hvolft snýst málið um að bjóða upp á góða dagskrá og það er eingöngu með því móti sem við náum til fleiri áhorfenda því að sam- keppnin er mikil og hörð. ÞUNGAROKK ÁHRIFA- MEIRA Á TÓNLEIKUM Þegar hér var komið í viðtal- inu fórum við að ræða um heima og geima í sambandi við músík; tískusveiflur, nýj- ungar og ánnað í þeim dúr. Brian viðurkenndi að þótt sum- ar tegundir tónlistar nytu sín betur á myndböndum en á hljómleikum væru aðrar teg- undir margfalt áhrifameiri í þeirri nánu snertingu sem fólk verður fyrir á hljómleikum. Þungarokk væri til dæmis mun líklegra til að fylla stór hljóm- leikasvæði en diskódrottning- ar þótt plötusala gæfi allt aðra vísþendingu. Áður en við kvöddumst gat hann ekki orða bundist yfir því hvað hann kynni vel við sig hér á landi og spurði mig til dæmis hvort ég gerði mér fyllilega grein fyrir því hvað Bláa lónið væri stórkostlegt, enda er hann staðráðinn í að koma hingað aftur. Þegar Christine Gorham, blaðafulltrúi sjón- varpsstöðvarinnar, hringdi svo í mig tveim dögum seinna sagðist hún þegar vera farin að sakna íslands. □ 13. TBL.1991 VIKAN 51

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.