Vikan - 06.07.1950, Page 3
VIKAN, nr. 26, 1950
3
IN6A ÞORÐARDOTTIR leikkona
(Sjá forsíðu).
Inga Þórðardóttir sem Sísí í „Fag-
urt er á fjöllum". Hinir leikararnir
eru Gestur Pálsson og Haraldur Á.
Sigurðsson.
Inga Þórðardóttir sem Jóhanna
Einars í Uppstigning.
Inga Þórðardóttir sem Staðar-
Gunna í Manni og konu. Hinn leikar-
inn er Sig. S. Scheving sem Egill.
Inga Þórðardóttir sem Halla í
Fjalla-Eyvindi. Þetta atriði er úr
þriðja þætti, sem gerist uppi við
jökla, sjö árum eftir að þau fóru í
útlegðina. Telpuna leikur Kristín
Waage.
Vikan birtir nú á þessari síðu
og forsíðunni nokkrar myndir
af Ingu Þórðardóttur í ýmsum
hlutverkum. Leikferill hennar
er ekki langur; hann hófst, er
hún lék Sjansínu í „Nú er það
svart, maður“ 1942, en þeim
tökum hefur hún tekið hlutverk
sín í ýmsum leikritum síðan, að
þegar Þjóðleikhúsið hóf starf-
semina, var hún fastráðin við
Inga Þórðardóttir sem Birdie Hubbard (t. h.) í ,,Refirnir“ vorið 1948. Það
var leikið á vegum Norræna félagsins. Til vinstri er Helga Möller.
Svartmynd, eftir Salicath, af höfundi Fjalla-Eyvindar. Gunnar leikstjóri
Hansen, „danskur vinur íslenzkra bókmennta", gaf Þjóðleikhúsinu nýlega
þessa mynd af Jóhanni Sigurjónssyni, en 19. júní síðastliðinn voru sjötíu ár
siðan skáldið fæddist. Sigurður Nordal segir í grein um Jóhann í leik-
skránni: ,, . . . Með Fjalla-Eyvindi tylltu íslenzkar bókmenntir frá síðustu
sex öldum (þ. e. yngri en fomritin) í fyrsta sinn tá í lifandi bókmenntuvi
umheimsins. . . .“
Jóhann Sigurjónsson var fæddur á Laxamýri í Suður-Þingeyjarsýslu 19.
júní 1880, sonur Sigurjóns bónda Jóhannessonar og Snjólaugar Þorvalds-
dóttur. Jóhann lauk fjórða bekkjar prófi i Latinuskólanum 1899, hélt þá til
Kaupmannahafnar og lagði stund á dýralækningar, en lauk ekki prófi. Leik-
rit eftir hann: Doktor Rung, 1905, Bóndinn á Hrauni, 1908, ekki prentað
fyrr en 1912, Fjalla-Eyvindur, á dönsku 1911 og litlu siðar á íslenzku, Galdra-
Loftur, á islenzku og dönsku, 1915, Lygarinn, á dönsku 1917. Ljóðakver
kom út eftir hann á dönsku. Jóhann kvæntist 5. nóvember 1912 Ingeborg
Thidemann Blom, danskri konu. Hann andaðist 31. ágúst 1919.
það og við opnunina var henni
fengið í hendur eitt erfiðasta
hlutverkið, Höllu í Fjalla-Ey-
vindi, og hefur hún leikið það
sextán sinnum við hinn bezta
orðstír. Er það þó ekki lítið
vandaverk, þar eð hinar færustu
leikkonur hafa leikið Höllu, ut-
an lands og innan, eins og t. d.
hin mikilhæfa leikkona Guðrún
Indriðadóttir, er var hin fyrsta
Halla og lék hana sem gestur
í íslendingabyggðum vestan
hafs, fimmtíu og fimm sinnum
í Reykjavík og tíu sinnum á
Akureyri.
Inga Þórðardóttir hóf leik-
starf sitt, eins og áður er sagt,
í ,,Nú er það svart, maður“, síð-
an lék hún Sísí Eldstáls í ,,Fag-
urt er á fjöllum", hjá leikfélagi
Reykjavíkur 1943, Dísu i
„Leynimel 13“, hjá Fjalakett-
inum 1943, Ingunni á Heggstað
í Pétri Gaut, hjá Leikfélagi
Framliald á bls. 10.
Inga Þórðardóttir í Tondeleyo. (Vignir tók allar hlutverkamynd-
imar, sem eru á þessari síðu).