Vikan


Vikan - 06.07.1950, Page 9

Vikan - 06.07.1950, Page 9
VIKAN, nr. 26, 1950 9 Myndin sýnir Gene Hermanski, ein- hvern hinn auðugasta planttekrueiganda í Brooklyn, ásamt brúði sinni Phyllis Danner. Þau giftust án allrar viðhafnar í kirkju mótmælenda, þó að brúðguminn sé kaþólskur. t>au fengu ekki að gifta sig í kaþólskri kirkju vegna þess að brúðurin var fráskilin. I París er byrjað að nota nýja tegund símaklefa. Það er auðvelt að flytja þá til og þeir eru litlir eins og myndin sýnir. Þeir eru vel hljóðeinangrandi. Hér eru tvær enskar stúlkur í kapp- leik. Sú, sem er í loftinu, vann. Fréttamyndir Kvenlegur, enskur hundauppalandi, frú D. Bridle, hefur myndað nýja tegund af litlum hundum, sem hafa orðið mjög vin- sælir í Englandi og Ameriku. Þessi nýja hundategund hefur ekkert kyrkingslegt við sig, en virðist vel þroskuð og heil- brigð. Tegundaheiti þessa f jögurra hunda er Lala roockh Griffons, og þeir útfylia tæplega fílsfót, sem var búinn til. Þessi unga kona er ógift leikkona, hún auglýsti fyrir skömmu, að hún vildi gefa barn sitt, sem er enn ekki fætt. Hér á myndinni sést hún ásamt Robin, syni sínum af fyrsta hjónabandi, sem hún gaf vinum sínum í Hollywood. Hún tók þessa ákvörðun vegna þess, að hún var atvinnulaus. Óteljandi tilboð hafa borizt vegna auglýs- ingar hennar. Fyrir skömmu stjórnaði franska tónskáldið, Gustave Charpentier, sínum þekkta söngleik „Louise" í Opéra Comique i París í tilefni af því, að 50 ár voru liðin frá fyrstu sýningu söng- leiksins. Starfsfólk söngleikahússins ætlaði að taka þátt i leikhúsverkfallinu, en þegar það fréttist, að Auriol forseti ætlaði að vera viðstaddur með konu sinni, var verkfallinu frestað til næsta dags. Eftir söngleikinn óskaði hinn níræði Charpentier söngkonunni Madame Geori Boue til hamingju, þar sem hún söng hlutverk Louise. Þegar Dave Miiler, hinn frægi enski „hockey“-frömuður, kvæntist núna nýlega, var ákveðið, að brúðkaupið skyldi haldið á vinnustað brúðgumans. Myndin sýnir Dave ásamt nokkrum boðsgestum vera að aka brúðunni í sleða til brúðkaupsins. Hermaður i suður-afríkanska hernum sýnir hér hugrekki sitt á sýningu með því að aka bifhjóli gegnum eld.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.