Vikan - 06.07.1950, Qupperneq 11
VIKAN, nr. 26, 1950
11
„Skildu boð eftir til Johns, svo skal ég tala við
hann. Skrifaðu, að hann megi engum segja neitt,
fyrr en hann er búinn að tala við mig. Þú skalt
ekkert hugsa um farangurinn þinn. Við látum
sem þú hafir skyndilega verið kölluð til borgar-
innar. Ef hitt fólkið heldur, að einhver hafi orðið
skyndilega veikur, þá munum við ekki mæla á
móti því. Eru margar pantanir fyrirliggjandi?"
„Tvær eða þrjár í lok vikunnar.“ Sally hugs-
aði sig um. „Lafði Mary! Sjáðu um, að John
komi ekki til borgarinnar í þessari viku. Ég get
fengið annan til að hjálpa mér.“
„Já. En komdu strax og þú ert búinn með pant-
anirnar. Þá förum við til útlanda."
Það var orðið framorðið, þegar Sally fór inn
til sin. Hún hafði gert það, sem hún gat, til þess
að fá lafði Mary til að taka aftur við skartinu.
En í þvi máli sat gamla konan við sinn keip.
„Ég fékk perlurnar fyrir mörgum árum í Aust-
urlöndum. Það var gamall herramaður, sem lét
mig fá þær. Sakir stöðu minnar gat ég gert hon-
um mikilsverðan greiða. Hann sagði, þegar hann
gaf mér þær: „Sá dagur mun koma, að kona af
yðar ætt ber þær.“ Af yðar ætt, mundu það,
Sally.“
Augu Sallyar voru tárvot. Hún þrýsti sér upp
að lafði Mary. Þær föðmuðust lengi og innilega.
Sally gekk fram ganginn. Hún sneri sér við
til að loka dyrunum, en lafði Mary var komin
fram að þeim, til að loka svo varlega, að engin
hætta væri á, að fólkið vaknaði. Hún kinkaði
kolli til Sallyar og Sally svaraði á sama hátt.
Lafði Mary hvíslaði svo hátt, að Sally gat heyrt
það:
„Góða nótt, litla stúlkan mín.“
14. KAFLI.
Alison starði lengi á litlu budduna, sem hún
hafði einu sinni átt. Þegar hún leit upp, hafði
Sally staðið á fætur og var að fara.
Ungfrú Lestrange hefur þá þekkt mig aftur,
var fyrsta hugsun hennar, og hún veit, að mér
er Ijóst, hver hún er. En buddan! Hversvegna
hafði hún geymt hana öll þessi ár? Og af hverju
gaf hún henni hana aftur núna? Ekki var það
í samræmi við það, að hún áleit hana vera ævin-
týrakvendi. Það var engu líkara en Sally vildi
undirstrika það, að hún hefði ekkert að fela.
Alison opnaði budduna. Nokkrar krónur voru
i henni. Hún greiddi spilaskuldina og setti budd-
una í töskuna sína. Ef til vill var hyggilegra að
bíða með að skýra lafði Mary og John frá, hver
ungfrú Lestrange i raun og veru var, þangað til
Alison hafði talað við hana sjálfa. En efinn náði
tökum á henni. Kannske voru þetta einungis slótt-
ugheit — ef hún gat séð, hvað Alison hugsaði,
þá vissi hún auðvitað, að Alison hafði í hyggju
að koma upp um hana. Ef til vill hafði hún látið
Alison hafa budduna í von um að mýkja hana,
gera hana óvissa í þeim ásetningi að skara eld
að sinni köku.
Um þetta hugsaði Alison, er hún hafði boðið
lafði Mary góða nótt. Pétur kom og settist við
hliðina á henni. Hann kvartaði undan því, að
hann hefði verið óheppinn allt kvöldið. En hún
svaraði honum aðeins einsatkvæðisorðum.
„Telpukrakkinn — ég man ekki einu sinni, hvað
hún heitir — er í sjöunda himni yfir því, að hún
fékk að tala við ungfrú Lestrange. Hún segir, að
hún vildi óska, að hún gæti strax farið aftur í
skólann, til þess að skýra hinum stelpunum frá
þessu."
Alison var svo heppin, að hún losnaði við að
svara, því að á sama augnabliki kom John aftur
og gekk beint til hennar.
„Eigum við að spila eina rúbertu til?“
„Ef einhverjir vilja vera með?“
Stjórnarerindrekafrúin neitaði. „Það er tími til
þess kominn, að Phyllis fari að hátta eftir allt,
sem hún hefur upplifað í dag.“ Hún brosti til
manns síns og sagði við hann: „Þetta á reyndar
líka við um þig!“ Og þau fóru öll þrjú eftir að
þau höfðu boðið góða nótt.
Jafnvel Pétur kvartaði um þreytu og fór von
bráðar. Alison yppti öxlum. Pétur tilheyrði þá
ekki þeim trygglyndu! Það hafði hún þó haldið.
En svo var að sjá, að fólki fyndist ekki eftir neinu
að biða fyrst ungfrú Lestrange var farin.
Alison fékk John fyrir spilanaut.
„Hvenær ætlið þið að gifta ykkur, John?“
spurði Grant.
„Mjög fljótt, býst ég við.“
,,Ég hafði vonað, að þér kæmuð í heimsókn
til okkar áður. Ég held, að veiðin verði góð í
ár.“
Eileen sparkaði í aðvörunarskyni i mann sinn
undir borðinu.
„Nei, þakka yður fyrir, það getur víst ekkert
orðið af því núna. Ef til vill gefst tækifæri til
þess síðar."
„Einn í spaða," sagði Alison fastmælt. Undir-
niðri var hún sárreið.
Það var þá svona! Ungfrú Lestrange eyddi ekki
timanum, þegar hún loks var búin að ná tökum
á John! Annars hafði það tekið hana tiltölulega
langan tíma. Þau höfðu verið á ferð saman í
minnsta kosti tvö ár. Hana langaði mjög til að
spyrja á þessa leið: „Hve lengi hafið þér verið
framkvæmdarstjóri ungfrú Lestrange?" En hún
þorði það ekki. Orðin mundu standa föst í henni.
„Það munu vera tvö ár,“ svaraði hún sjálfri sér,
og sennilega í París og Róm á undan Englandi.
,,Ég hef stundað nám í Róm!“ Það var sem Ali-
son heyrði ungfrú Lestrange segja þetta. Svona
þvaður! Stúndað nám í Róm! Og Alison hafði
sjálf séð hana sem litla þjónustustúlku, sem ferð-
aðist út í veröldina, án þess að eiga strætisvagna-
peninga.
John skyldi að minnsta kosti ekki kvænast
henni án þess að vita, hvað hann var að gera og
lafði Mary átti að fá vitneskju um, hverskonar
gestur það var, sem hún hýsti.
En það lýsti ekki neinum þótta að láta hana
hafa budduna aftur. Hvað átti Alison að gera?
Skyndilega tók hún ákvörðun. Hún ætlaði að skýra
frá þessu — en fyrst varð hún að.tala við ung-
frú Lestrange og undirbúa hana. Hún gat ekki
hugsað sér að fara að baknaga hana.
Þau spiluðu einn klukkutíma. En þá leit Eileen
á armbandsúrið sitt.
„Það er sunnudagur á morgun. Við megum
til að fara að hætta, eigum við ekki að gera upp?“
En þau sátu samt yfir glösunum í urn fjórðung
stundar, og er þau buðu góða nótt, var John bú-
inn að lofa að athuga um heimsókn til Forling-
ton fyrir giftinguna. Hann huggaði sig við hugs-
unina um það, að Sally væri alltaf ánægð, þegar
hún gat verið ein hjá lafði Mary. Það mundi verða
ákaflega skemmtilegt að fá enn einu sinni tæki-
færi til að vera með Milrojtvíburunum.
Einstöku sinnum datt honum bréf Alison í hug.
Gat það verið, að hann hefði fengið það i gær?
Honum fannst svo óumræðilega langt síðan. Hún
hafði bersýnilega verið eitthvað rugluð í höfðinu,
þegar hún skrifaði það. Henni hætti svo við að
komast í geðshræringu. Er hann tók að hugsa
um þetta minntist hann þess, að hún hafði verið
nærri því ósvífin við hann fyrst um kvöldið. En
hvað hún var lík sjálfri sér. Og honum þótti það
ekki lakara. Hún var hreinskilin og sönn.
Er þau voru komin upp stigann fór hvert sína
leið, Grant, Eileen og John til vinstri, en Alison
til hægri.
„Herbergin eru svo mörg, að það var auðvelt
að villast á þeim,“ sagði Alison. „Hvar er ungfrú
Lestrange, John?“
„Sally? Hún er alltaf í sama herberginu. Það
fær enginn annar að nota það. Aðrar dyr héðan,
beint á móti herbergi lafði Mary!“ Hann benti um
leið og hann sagði þetta.
„Og hvar búið þér?“
„1 sömu átt, en lengra."
Nokkrum mínútum síðar stóð Alison inni í her-
berginu sínu. Hún hikaði, er hún gekk fram hjá
dyrum Sallyar. Það var orðið mjög framorðið,
en hún gat afsákað sig með því, að hún ætlaði
að greiða skuld sína. Hún var á báðum áttum
og hugsaði málið. Hvað átti hún að gera? Ósjálf-
rátt tók hún skartgripina af sér. Hún hélt á næl-
unni í hendinni. Hún virti hana nákvæmlega fyr-
ir sér, eins og hún hefði aldrei séð hana áður.
„Nælan er í skónum yðar“ og hún hafði verið
þar. Nei! Hún gat ekki sofnað, fyrr hún hefði
komizt til botns í þessu svindilbraski. Hún lagði
næluna, þar sem hún átti að vera og skoðaði sig
í speglinum. Jú — hún var svolítið þreytuleg,
en það var hægt að bæta úr þvi. Tíu mínútum
síðar gekk hún liratt eftir ganginum og barði
laust að dyrum hjá Sally. Þær voru ekki alveg
lokaðar og opnuðust, er hún kom við hurðina.
Alisson hlustaði gaumgæfilega, áður en hún barði
aftur. Enn var ekki svarað og ekkert benti til
þess, að einhver væri inni.
Henni datt í hug, að hún hefði ef til vill farið
herbergjavilt, að enginn byggi þarna. Hún opnaði
alveg og sagði lágt: „Ungfrú Lestrange:"
Hún fékk ekkert svar, en ljós logaði í herberg-
inu. Alison gekk inn og leit í kringum sig.
Jú, þetta var herbergi ungfrú Lestrange. Það
var enginn vafi á því. Burstarnir og aðrir hlutir
merktir S. L. — S. var Sally, sem breytt hafði
verið i Salonre! Alison brosti háðslega. I flýti
skoðaði hún sig um. Það var hreint og þokkalegt,
eins og stúlkan hefði verið þar, en rúmið hafði
ekki verið hreyft. Ungfrú Lestrange hafði auð-
sjáanlega ekki háttað. Hvar var hún ? Næstum
tvær stundir voru liðnar frá því hún fór upp með
lafði Mary. Alison stóð hreyfingarlaus í miðju
herberginu og áleitinn grunur náði tökum á henni.
Þannig var það þá. Það var aðeins ein skýring
á því, að konur eins og ungfrú Lestrange báru
svona dýrmætar perlur. Hún var hjá John! Já,
þannig var það. Aumingja John hafði auðvitað
ekki látið hana hafa perlurnar. Svei! Alison yppti
öxlum með fyrirlitningu. Auðvitað voru aðrir
menn með í taflinu. En núna var hún hjá John.
Alison fékk hjartslátt, er hún hugsaði til þess.
Tunga hennar loddi við góminn, reiðin hafði náð
heljartökum á henni. Átti hún að fara til lafði
Mary og afhjúpa hneykslið? Augnabliksstund
velti hún þessari fráleitu hugsun fyrir sér. Nei!
Hún ætlaði að biða hérna. Fyrr eða síðar hlaut
þessi drós að koma aftur. Og þá skyldi hún tekin
í karpúsið! Þetta kvendi skyldi játa allt í viður-
vist Alison. Hún þekkti sannleikann í málinu!