Vikan - 06.07.1950, Síða 12
12
VIKAN, nr. 26, 1950
Alison varð rórra, er hún hafði tekið þessa
ákvörðun. En hún gat ekki staðið hér í miðju
herberginu, ef til vill margar klukkustundir.
Stóllinn við snyrtiborðið virtist vera þægilegur.
Hún gekk þangað og virti forvitnislega fyrir sér
snyrtiáhöld Sallyar. Henni varð litið á myndina.
Hún hrökk við. Hvað var þetta? Hún tók mynd-
ina og gekk að lampanum, til þess að sjá hana
betur.
Þetta var telpan úr lestinni! Ermarnar, hatt-
urinn, allt. Nei, það var ekki samt sem áður.
Barnið á myndinni var í nýjum, góðum fötum.
Hún las nafn ljósmyndarans: „Elliot og Fry“.
Barn frá fátækraheimili var ekki í svona fötum.
Þetta var undarlegt. Hún hafði séð myndir af
móður sinni og frænkum og þær voru klæddar
á sama hátt. Það tilheyrði kynslóðinni á undan
henni. En andlitsdrættirnir! Hvaða leyndarmál
var hér grafið?
Undrandi setti hún myndina á sinn stað, sneri
sér við og leit hægt í kringum sig. Hún sá nú,
að dyrnar voru galopnar. Hún stóð upp til að loka
þeim og ætlaði að fara að leggja höndina á hún-
inn, en hún hætti við það, þegar hún heyrði dyr
opnaðar frammi á ganginum. Hver vöðvi í lík-
ama hennar þandist og hún hlustaði gaumgæfi-
lega.
Hún heyrði hvíslað: „Góða nótt, litla stúlkan
mín.“
En það var rödd lafði Mary, og hún sá Sally
koma frá svefnherbergi gömlu konunnar og stefna
á herbergi sitt.
Áður en Alison gæti hreyft sig eða snúið inn í
herbergið, mættust augu þeirra. Alison sá bros
færast yfir andlit Sallyar, eins og hún hefði bú-
izt við að hitta þarna einhvern klukkan hálf
tvö um nóttina.
„Fáið þér yður sæti, ungfrú Milroj," sagði Sally.
„Setjist þér á stólinn þarna. Ég ætla að ylja upp.
Það er alltaf kalt á þessum tíma næturinnar.“
Meðan Sally var að segja þetta ýtti hún tveim-
ur stólum að rafmagnsofninum.
Alison settist, en sagði ekkert fyrst í stað. Hún
fór að fálma niður í töskuna sína. Hún tók upp
litlu budduna. „Ég kom til þess að láta yður fá
hana aftur.“
Sally hristi höfuðið.
„Nei,“ sagði hún. „Ég lét yður hafa hana aftur.
Það var ekki þessvegna, sem þér komuð?“
Svarið setti Alison út af laginu. Hún rétti úr
sér og ákvað að segja það, sem henni bjó í brjósti.
Það var jafngott að gera það nú eins og síðar.
„Nei, ungfrú Lestrange. Þér hafið á réttu að
standa. Ég kom ekki vegna þess. Ég gerði það,
af því að ég finn, að það er skylda mín að segja
lafði Mary og sir John Gaunt, hver þér í raun
og veru eruð.“
„Hversvegna?" spurði Sally.
„Hversvegna?" endurtók Alison. „Vegna þess,
að ég vil ekki láta vin, sem ég hef þekkt frá því
í æsku, kvænast yður, án þess að fá að vita, að
þér hafið verið fátækt barn og að þér hafið ver-
ið þjónustustúlka. Ég býst ekki við, að hann kvæn-
ist yður, þegar hann kemst að því.“
Sally sat í þægilegum stól. Orðlaust sneri hún
sér, lagði handleggina á stólbríkina og lét höfuð-
ið slga niður á þá. Axlirnar gengu upp og niður
og allur líkaminn hristist.
Alison virti hana óttaslegin fyrir sér, en var
samt gagntekin fyrirlitningu. Hvað átti hún að
gera? Það var ekki skemmtilegt að horfa upp
á þetta kvendi gráta. En auðvitað grét hún —
við hverju öðru hafði Alison búizt? Slíkar mann-
eskjur gripu alltaf til þess, en Alison þoldi ekki
að sjá neinn gráta. Hún hafði búizt við því, að
ungfrú Lestrange mundi sárbiðja hana að þegja
yfir þessu.
,,Ég held ég verði að fara, ef til vill verðið
þér betur fyrirkallaðar á morgun. Ég skýri sir
John Gaunt fyrst frá þessu.“ Hún sneri baki að
Sally og gekk til dyra.
„Æ, nei, farið þér ekki alveg strax. Ég verð
að biðja yður að fyrirgefa þetta, ég réði ekkert
við það. En það var svo hlægilegt — og ég er
þreytt. Ég gat ekki annað en hlegið. Komið þér
hingað til mín aftur.“
Alison sneri sér undrandi við. Lokkar Sallyar
léku um andlit hennar. Það var glampi í augum
hennar. „Nei, ég gat sannarlega ekkert að þessu
gert. Ég skal segja yður,“ —- og Sally hló aftur
— „ég sá sir John í fyrsta sinn daginn, sem við
hittumst. Þér munið, hvernig útgangurinn var á
mér þá! Það voru keypt ný föt handa mér, en
síðan fór ég aftur í gamla skrúðann, til þess að
þau gætu skoðað mig gaumgæfilega í honum!
Það var svo gott við mig — og seinna var ég
stofustúlka hjá lafði Gaunt! Það þarf svei mér
ekki að skýra þeim frá neinu.“
Alison stóð sem steini lostin. Það var ekki hátt
á henni risið núna. Hvað hafði hún sagt? Aft-
ur náði tökum á henni. Hún sneri sér að
dyrunum.
„Fyrst svona er, þá höfum við um ekkert fleira
að tala.“
Sally hagræddi sér í stólnum og þurrkaði aug-
un.
„Verið þér nú svo vænar að snúa við aftur.
Við höfum einmitt margt að tala um.“
Alison gekk hægt til hennar.
„Fáið þér yður sæti, ungfrú Milroj. Ef þér
standið svona, þá verð ég neydd til að gera það
líka, og ég er dauðþreytt."
Það var eitthvað sérstaklega barnslegt og biðj-
andi í rödd hennar og hún var þrungin einmana-
leik. Alison settist.
„Ungfrú Milroj,“ hélt Sally áfram, „ég óska
þess oft, að annað fólk geti líka skilið án orða.
Þér hafið verið óhamingjusöm í allt kvöld og það
var alger óþarfi. Þér hafið verið óhamingjusöm
lengi og þér hafið verið mjög hugprúð. Það var
líka óþarft.“
„Við hvað eigið þér með því?“ sagði Alison
og horfði beint i augu Sallyar. „Ég sé, að það
er gagnlaust að vera með látalæti við yður, ung-
frú Lestrange. Ég skal vera hreinskilin. Ég sá
yður á Granchester og ég hef verið mjög afbrýði-
söm síðan. 1 kvöld var það næstum óþolandi."
„Já, ég veit það. Mér þykir það leiðinlegt.
Ég er betur sett en þér. Ég sá þetta allt, og þér
skilduð ekki einu sinni, þegar ég gaf yður merki.“
„Merki ?“
„Já, buddan!"
„Ég skil yður ekki.“
„Æ, ungfrú Milroj!“ Það var þreyta og ofur-
lítil óþolinmæði í rödd Sallyar. Hún hallaði sér
fram. „Buddan tilheyrði yður. Ég lét yður fá
hana aftur. Ég hef annað, sem þér eigið. Það fáið
þér líka aftur.“
Alison starði á hana. Sally hélt áfram. „Það
var allt misskilningur. Mér þykir vænt um John,
hann hefur verið svo góður við mig. Það var hann,
sem fyrstur uppgötvaði hæfileika mína og sýndi
mér, hvernig ég gæti notað þá. Það var satt,
sem ég sagði yður, þegar við hittumst. John hef-
ur barizt harðri baráttu. Enginn sagði yður það
— enginn gat sagt yður það. Hvorki lafði Gaunt
né John óskuðu þess, að nokkur vissi þetta. Það
var um mikla skuld að ræða. John gat ekki
skýrt frá þessu. Hann áleit, að það væri ekki rétt
af sér að trúlofast yður. Hann er þannig gerður,
að hann áleit, að það væri skylda sín að draga
sig i hlé, svo að þér fengjuð tækifæri til að
kynnast öðrum. Hugsanir hans og hjarta hafa
alla tíð tilheyrt yður.“
„En hann er trúlofaður yður!“
„Við höfum verið trúlofuð í einn sólarhring.
Þér vitið ef til vill ástæðuna til þess. Hapn hefur
verið að vonast eftir einhverju undanfarna daga
—- bréfi, er það ekki rétt? Nei! Hann hefur ekki
sagt mér það. Ég veit það einungis, vegna þess
að ég hugsa á þessari stundu. Ég útiloka mig vilj-
andi frá hugsunum vina minna, þegar ég er með
þeim. Ég vil ekki komast að leyndarmálum þeirra.
Þetta var sem sé ástæðan til þess, að John kom
til mín i gærkvöldi — hann var óhamingjusam-
ur, örvinglaður, þarfnaðist huggunar. Og þá skeði
þetta. Ef ég hefði hugsað, þótt ekki hefði verið
nema ofurlítið, þá hefði þetta aldrei komið fyrir.
En ég var of þreytt. Ég er líka þreytt núna.
Talið þér við John eftir morgunverð í fyrramál-
ið. Þá verð ég ekki hér. Hann er frjáls. Þér mun-
uð verða mjög hamingjusöm, ungfrú Milroj. Það
var tilgangur með þessu öllu. John vantaði pen-
inga. Nú hefur hann þá, og getur aftur lifað eins
og honum finnst sóma sér, meðal fólks, sem
honum þykir vænt um."
Sally stóð á fætur. Klukkan sló tvö. Alison leit
á Sally.
MAGGI
OG
RAGGI
Teikning eftir
Wally Bishop.
1. Raggi: Nei, hættið þið nú! Ég gaf ykkur
hina sneiðina mína . . .
2. Raggi: . . . ég ætla að borða þessa sjálf-
ur!
3. Raggi: Þá er þetta búið!
4. Raggi: Af einhverri ástæðu hafði ég litla
ánægju af að borða þessa sneið!