Vikan


Vikan - 06.07.1950, Qupperneq 13

Vikan - 06.07.1950, Qupperneq 13
VIKAN, nr. 26, 1950 13 ÞYRNI RÚS íi Frásögn eftir Inge-Britt Allert Teikningar eftir Nils Hansson Skyndilega kom konungurinn gegn- um hallarhliðið, hann hafði stokkið glaðvakandi út úr fjárhirzlunni sinni þar, sem hann hafði hrokkið upp al værum biundi sitjandi mitt í krónu- peningunum sínum. Hann var alltaf vanur að vera úrillur á morgnana, en nú rausaði hann meira en venjulega. Það var hræðilegur gauragangur. — „Má ég spyrja, hvaða mann- kríli er nú þetta,“ sagði konung- urinn og benti á prinsinn. — „Það er Pio prins frá landinu lengst í suðri, og það var hann, sem vakti mig með kossi,“ sagði Þyrnirós. — „Hvað gerði hann?,“ spurði drottn- ingin og beit saman vörunum. Hún var skelfingu lostin. — „Hann kyssti mig, og nú vill hann, að ég giftist honum líka. Góði pabbi, má ég það?,“ spurði Þyrnirós ákaft. Pio prins stóð graf- kyrr og horfði niður á fætur sín- ar, hann var dauðfeiminn, því að hann hafði aldrei áður beðið sér stúlku, og hann vissi ekki, hvort hann hefði gert það á réttan hátt. „Rólegur, kæri vinur,“ sagði drottningin, sem var nývöknuð í indæla silkistólnum sínum. „Hróp- aðu ekki svona hátt, þú vekur alla í húsinu.“ — „Já, það er nú kom- inn tími til þess, þegar við höfum sofið í hundrað ár. Hvar er annars Þyrnirós?," hrópaði konungurinn, „hún er aldrei nálæg, þegar ég vil hafa tal af henni.“ — „Hér er ég, kæri pabbi,“ svar- aði glaðleg rödd, og inn kom Þyrni- rós og leiddi við hönd sér hinn unga prins, sem roðnaði og hneigði sig hæversklega. Hinn langi svefn hafði gert Þyrnirós enn fegurri; þegar hirðmeyjarnar sáu hana and- vörpuðu þær af öfund og fóru til þess að skoða andlit sitt í spegli. — „Jæja, hm,“ sagði konungurinn. „Ég veit ekki vel, hverju ég á að svara, það hefur komið svo margt fyrir í dag, að ég er alveg ringlaður. En þið verðið sennilega að fá hvort annað, ef þið viljið eiga hvort annað. Það er sennilegt, að þetta sé duglegur prins, þar sem hann gat vakið okkur öll. 1 sama bili heyrðist hávært fóta- tak í öllum stigum, það voru öll börn- in, sem höfðu vaknað í felustöðum sínum, sem nú komu þjótandi til að segja: „Til hamingju!” Þau höfðu aldrei lent í því að liggja falin í hundrað ár, þó að þau færu í felu- leik. 1. mynd: . . . Og er vér stóðum þar við ekki allfáa daga, kom spá- maður nokkur ofan frá Júdeu, Aga- bus að nafni — Og hann kom til vor, tók upp belti Páls, batt fætur sina og hendur og mælti: Þetta segir hei- iagur andi: Svo munu Gyöingar í Jerúsalem binda manninn, sem á þetta belti, og framselja hann í hend- ur heiðingjum . . . 2. mynd: . . . Og öll borgin varð uppvæg og fólkið þusti saman, og þeir tóku Pál og drógu hann út fyrir helgidóminn, og jafnskjótt var dyr- unum iæst. En er þeir vildu lífláta hann, barst foringjanum yfir her- sveitinni fregn um það . . . en er þeii' sáu hersveitarforingjana og her- mennina hættu þeir að berja Pái. Hersveitarforinginn kom þá að og tók hann og skipaði að binda hann með tveim viðjum . . . 3. mynd: En nokkrum dögum Skattskrá Reykjavíkur er til sýnis í Skattstofu Reykjavíkur frá mánudegi 26. júní til laugardags 8. julí, að báðum dögum meðtöldum, kl. 9—16,30 daglega. I skattskránni eru skráð eftirtalin gjöld: Tekjuskattur, tekjuskattsviðauki, eignarskattur, eignarskattsviðauki, stríðsgróðaskattur, tryggingar- gjald einstaklinga og námsbókagjald. Jafnframt er til sýnis yfir sama tíma: Skrá um iðgjaldagreiðslur atvinnurekenda — viku- iðgjöld og áhættuiðgjöld — samkvæmt 112 og 113 gr. laga um almannatryggingar. Skrá um þá menn í Reykja- vík, sem réttindi hafa til niðurgreiðslu á kjötverði. Kærufrestur er tvær vikur, og þurfa kærur að vera komnar til Skattstofu Reykjavíkur, eða í bréfkassa hennar, í síðasta lagi kl. 24 sunnudaginn 9. júlí n.k. Skattstjórinn í Reykjavík Halldór Sigfússon. seinna kom Felíx með eiginkonu sinni Drúsillu, sem var Gyðingaættar, og lét sækja Pál, og hlýddi á mál hans um trúna á Krist Jesúm. 4. mynd: En Agrippa sagði við Pál: Nú et þér leyfilegt að tala þínu máli. Páll rétti þá fram höndina og bar fram vörn sína: . . . En Agrippa sagði við Pál: Með litlu hyggur þú, að þú munir gjöra mig kristinn! (Eða: Lítið vantar á, að þú gjörir mig kristinn.).

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.