Vikan


Vikan - 06.07.1950, Qupperneq 14

Vikan - 06.07.1950, Qupperneq 14
14 VIKAN, nr. 26, 1950 ÉG EK SVO ÁSTFANGIN Framhald af bls. 4- Ég vissi ekki, hvernig ég gæti sagt þér frá þessu. Ég þorði ekki að hringja til þín, þegar ég kom heim, en — Susan, þú ert ágæt.“ „Hérna er hringurinn þinn Davíð.“ Sus- an stóð einnig á fætur, og lét hann fá hringinn. „Viltu — viltu ekki kyssa mig, góða nótt, Susan?“ „Nei, Davíð, ég held ekki. Vertu sæll.“ Susan opnaði dyrnar og fór inn. Hún gekk hægt upp stigann. Hún leit á fingurinn, þar sem hringurinn hafði verið. — Það var mjó hvít rönd á sól- brenndri hendinni. Allt í einu fannst henni hún vera svo einmana. Hún fór að gráta og tárin runnu niður kinnar hennar. Bróðir hennar og félagar hans voru að koma neðan úr kjallaranum með brauki og bramli. Hún sneri sér samstundis við í stiganum og hljóp út. Hún gekk hv,erja götuna á fætur ann- -arri. En fyrir augum hennar var allt eins og í móðu. Veröldin var vond, og það eina, sem hún vissi að var sannleikur, það var örvænting hennar. Gamalt krumpað blað fauk framhjá henni. Susan fór allt í einu að skjálfa af kulda. Hún fó inn á „ís-bar“. Það var enginn annar þar inni en af- greiðslumaðurinn. Hún settist á einn hinna háu stóla og bað um „ice-cream- soda“. Hún sat og smáborðaði hann, á meðan tárin streymdu niður kinnar henn- ar og niður í glasið. „Hvað er að?“ Ungi pilturinn bak við afgreiðsluborðið athugaði hana gaumgæfilega. „Ekkert,“ sagði hún stutt í spuna. „Eruð þér að reyna að drekkja sorg- um yðar í „ice-cream-soda“ ?“ Hann brosti vingjarnlega til hennar. „Þér þurfið kannske að létta á hjarta yðar við ein- hvern. Bíðið augnablik, ég skal fylgja yð- ur heim, og þér getið sagt mér hvað am- ar að yður. Kannske get ég hjálpað yð- ur.“ Susan leit á hann grátbólgin. Hún sá, að hann var með grá augu og rauðgyllt hár. Hann var bara reglulega myndarleg- ur. Hann brosti aftur, og Susan ákvað að bíða eftir honum stundarfjórðung. Þau gengu gegnum lystigarð á leiðinni heim. Hann stakk upp á, að þau settist þar á bekk. Hann settist hjá henni og spurði: „Jæja, hvað er það þá, sem am- ar að yður?“ Susan varð feimin. „Ég þekki yður alls ekki,“ sagði hún. „Hvemig á ég að fara að því að trúa bláókunnugum mönnum fyrir leyndarmálum mínum?“ Hann sagðist heita Peter Forman. Hann var í menntaskóla og vann á ,,barnum“ á kvöldin, og hann ætlaði að verða sjóliðs- foringi, þegar hann væri orðinn stúdent. 531. KROSSGÁTA VIKUNNAR Lárétt skýring: 1. Kv.n. — 6. hryggðin. — 9. uppspunnu. — 10. vatnahest. — 11. vonds. — 13. brakar. — 15. ó- vinur. -—■ 17. ending. — 18. fuglar. — 20. ná.lg- aðistu. — 24. verðmæti. — 25. heiðin. — 27. far- artæki. — 29. vel að sér. — 31. orm. — 32. tröll. — 33. ljósgafi. — 35. samt. — 37. hrukkaði. — 40. þyngsli. — 41. ábætir flt. — 43. sann- leika. — 46. logna. — 48. fæða. — 49. samteng- ing. — 50. mann. —■ 51. nirfla. —- 52. ættingi. Lóðrétt skýring: 1. Kv.n. — 2. rétt. — 3. drykk. — 4. slæms. — 5. trekk. — 6. árstið- um. — 7. tímatal. — 8. áttinni. — 12. sleikir. — 14. leikvöll. — 16. gleði. — 19. grunað. — 21. hundsn. — 22. iðnaðar- maðurinn þ.t. ■— 23. eins. - — 29. stjórnmálaflokkur. 31. nægilegt. 26. reka.— 28. vægð. — 30. óskemmd. — 34. ættingjar. — 36. kveðskap- inn. — 38. skyldmenninu. — 39. dýraflokk, 42. árbók. — 44. skrautgripur. — 45. nöldur. 47. fugl. Lausn á 530. krossgátu Vikunnar, Lárétt: 1. Tómas. — 6. afnot. — 11. Salka. — 13. fleyg. — 15. af. — 17. kæju. -— 18. last. — 19. sl. — 20. nóa. —- 22. tað. — 23. ost. — 24. slá. — 25. gaffals. — 27. stakkar. — 29. árla. — 30. rögu. — 31. nakta. — 34. skara. — 37. girða. — 39. áköfu. — 41. og. — 43. rall. ■—- 44. ræla. — 45. la. — 46. mrs. — 48. nil. ■— 49. ólu. —- 50. lin. — 51. meirara. — 53. samsöng. — 55. atli. — 56. enda. — 57. alfær. — 60. rengi. — 63. attir. — 65. bendu. — 67. st. -— 69. alfa. — 70. anda. —- 71. ei. — 72. Lóa. — 74. ung. — 75. uni. — 76. ann. — 77. ókunnan. — 78. Guðmund. Lóðrétt: 2. Ös. — 3. mak. — 4. alæta. — 5. skjal. — 6. alast. —- 7. festa. — 8. nyt. — 9. og. —■ 10. Rangá. — 12. auðs. — 13. flos. — 14. kláru. — 16. fóarn. — 19. slaga. —- 21. af- lag. — 24. sköru. — 26. fakir. — 28. krafa. •—■ 32. trana. — 33. aðlir. -— 34. skæla. — 35. köl- um. — 36. komma. — 38. alla. — 39. árós. — 40. manga. — 42. greta. — 45. lindi. — 47. silla. — 50. löngu. — 52. rifta. — 54. senda. — 58. ætlun. -— 59. rifna. — 60. rennu. — 61. endið. — 62. Osló. — 64. ragn. — 65. baug. — 66. lind. — 68. tók. — 71. enn. — 73. au. —- 76. au. „Og nú,“ sagði hann og flutti sig nær, henni. „Nú er ég ekki lengur ókunnug %Svör við „Yeiztu bls. 4 ur. Og Susan fannst hann hafa á réttu að standa og fór snöktandi að segja honum sögu sína. „Auminginn litli!“ sagði hann. „Þetta er auðvitað ekki gott, en þér líður betur, þegar þú hefur grátið.“ Hann tók utan urti hana, og hún grét við barm hans. „Það, sem er verst,“ sagði hún og hætti að gráta, „að ég veit ekki, hvað ég á að segja við skólasystkini mín, þegar þau spyrja, hvað hafi skeð------“ „Segðu bara, að þið hafið rifizt,“ sagði hann ákveðinn. „Segðu, að þú hafir fleygt í hann hringnum. Þau verða ánægð, ef það verður nógu átakanlegt, og þeim finnst það án efa meiri frétt, heldur en ef þú segðir, að þið hefðuð farið út að borða og átt yndislegt kvöld saman.“ Hún kinkaði kolli og andvarpaði við öxl hans. „Það má vel vera.“ Þegar þau héldu áfram, hélt hann í hönd hennar. Þau sögðu ekki margt á heimleið- inni. En þegar þau gengu undir götuljós- ið fyrir utan húsið, sem Susan átti heima í, leit hún upp til hans. Hann brosti, og hún brosti á móti í gegnum tárin. 1. Eldsvoðinn mikli í Baltimore var 7. og 8. febrúar 1904. 2. Hann er 300 m. hár járngrindaturn. Úr hon- um er stórkostlegt útsýni yfir borgina. 3. Þau falla árlega, en á hverju ári bætist oft- ast ein grein við, svo að af fjölda greinanna má sjá nokkurn veginn, hve gamall hjörtur- inn er. 4. 245,000 km\ 5. Ole Bull var norskur og var uppi 1810—1880. 6. Prince Albert of Coburg. 7. Englendingurinn Terence Rattigan. 8. Havana er höfuðborgin á Cuba. 9. Árið 1014. 10. Enska. Það liðu tveir mánuðir þangað til Meggie Jones kom aftur til þess að gista hjá Susan. Mamma hennar hafði eignazt tvíbura, og Meggie hafði því haft meira en nóg að gera við að hjálpa til heima hjá sér. Meggie starði áhyggjufull á hart gólfið og hugsaði með hryllingi til þess að þurfa að gera æfingar fyrir tvo mán- uði á einu kvöldi. Til þess að beina athygli sinni í aðra átt sagði hún við Susan: „Jack frændi kemur í heimsókn með skólafélaga sinn um næstu helgi. Viltu hitta þá?“ „Nei takk. Ég er nefnilega svo ást- fangin. — Þú skilur.“ „Enn þá,“ sagði Meggie vantrúuð. „Nei, ekki ennþá,“ sagði Susan og hopp- aði upp í rúmið. „En aftur.“

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.