Vikan


Vikan - 21.09.1950, Page 2

Vikan - 21.09.1950, Page 2
2 VIKAN, nr. 36, 1950 POSTURINN * Kæra „Vika“! Ég er einn af þínum — já — lík- lega mörgu lesendum. Les þig mér til skemmtunar -— og oft til fróðleiks — því oftast er eitthvað „gott í hverju blaði". Ég sé að þú ert spurð og þú svar- ar sem Hárr, ætla því að bregða á mig stafkarls gerfi, og spyrja sem Gangleri i þeirri von þú svarir. Ég er Útnesja heimalningur, fávís um margt, þarf því margs að spyrja þann sem svarað getur. f>að sem ég óska fræðslu um af þér nú, eru nokk- ur orð, sem ég er farinn að heyra fólk bera í munni sínum á síðari ár- um. Sérdeilis þeir og þær, sem kynnzt hafa, nútima menningu!! kaupstaðanna. Orðin skil ég ekki; vil ekki kalla þau nýyrði í íslenzk- unni, býst við þau séu rótlaus þar. Mér heyrast þau fara illa í munni þeirra, sem nota þau, eigi þar illa heima eins og tyggigúmmíið, sem keypt er á svörtum markaði og jórtr- að svo á, en þá koma mér í huga jórturdýr, svo sem vel saddur bola- kálfur eða belja sem jórtrar gjöfinni sinni inn á fjósbás. Þetta heyrir máske til menningunni, sem okkur útnesja körlum sýnist æði gresjótt og gegnum hana sjáist, í lítinn apakött, sem hermir eftir þeim stóru, en týnir svo sínum eigin persónuleika og gleymir eigin smæð. Jæja, orðin eru þessi: „Party". Hvað þýðir það? Eigum við ekkert orð sem gæti komið þess í stað ? „Geim". Hvað þýðir það? — Ég heyrði eina konu hér segja vinkonu sinni að sóknarpresturinn sinn væri Eins og gengur -! Síðustu fréttir af kjarnorkusprengj- unni! boðinn í „Geim“ eða eitthvað svo- leiðis, 17. júní í vor. Ég skildi ekki þetta orð, en býst við að konan hafi skilið það, fyrst hún notaði það, en líklega þykir orðið ekkert ljótt, hafi prestinum verið boðið í það, þjóð- hátíðardaginn okkar. Halló Boy, hvað þýðir boy? Læt þetta nægja núna, skrifa þér oftar og spyr um fleira ef ég fæ úr- lausn á þessu. Allir sem spyrja þig enda á þessari setningu: „Hvernig er skriftin"? Ég líka? J. Kr. Svar: Okkur finnst þessi reiðilest- ur dálitið undarlegur 'út af erlendu orðunum, sem um getur í bréfinu, af því að bréfið var krökkt af ritvillum. Með þessu erum við ekki að mæla því bót, að fólk sletti útlendum orðum í islenzku tali, það er aldrei til fyrir- myndar. — 1 stað orðanna „party" og „geim“ virðist oftast hægt að nota orðið hóf, t. d„ að prestinum hafi verið boðið í hóf. Skriftin er ekki slæm, en bréfið ber vott um mikla hroðvirkni. Elsku Vika mín! Mig langar til að spyrja þig nokk- urra spurninga, og vænti svars í næsta blaði. 1. Hvar er blaðið Hjartaásinn gef- inn út og hvað kostar árgangurinn? 2. Hvar er blaðið Allt til skemmt- unar og fróðleiks gefið út og hvað kostar árgangurinn? Og svo eilífðarspurningin, hvernig er skriftin? Addi. Svar: 1. Hjá Pálma H. Jónssyni, Akureyri. Heftið kostar kr. 6.50 í smásölu. 2. Þú skalt hringjá í síma 7385. 3. Skriftin er viðvaningsleg, en gott að lesa hana. Réttritunin er ágæt. Kæra Vika. 1. Ég er 170 cm. á hæð og er 17 ára, hvað á ég að vera þung? 2. Ég er ljóshærð, kringluleit, rjóð í kinnum með blágrá augu. Hvaða litir fara mér bezt? 3. Hvernig er skriftin? Með kæru þakklæti. H. Ó. Svar: 1. 64 kg. 2. Þér fara bezt bláir litir, græn- ir, brúnir, gráir og jafnvel rauðir. 3. Skriftin er óskýr og barnaleg, en gæti orðið góð, ef þú vandaðir Þ>g- Svar til „Tveygja vinkvenna Vik- unnar:“ 1. Hyggilegast er fyrir ykk- ur að skrifa sjálfar til Húsmæðra- skólans á Isafirði og afla þaðan nýjustu upplýsinga. Annars getum við bent ykkur á, að í Vikunni nr. 44, 3. nóvember 1949, er forsíðugrein með mörgpim myndum frá skólanum, en þar eru, því miður, ekki þær upp- lýsingar, sem þér biðjið um, en ýmis- konar annar fróðleikur um þennan ágæta skóla. — 2. Við könnumst ekki við þetta mannsnafn, nema það sé misritun á nafninu Birgir og þá er það karlmannsnafn. Annars eru rit- villurnar vandræðalega margar hjá ykkur í ekki lengra bréfi. — 3. Kvæðið, sem þið báðuð um höfum við ekki. Sama svar er til Fáfróðrar, sem spyr um Húsmæðraskóla Isafjarðar. Halló Vika! Mig langar til að spyrja nokkurra spurninga. 1. Er takmarkaður aldur til að ganga í bréfaskóla S.l.S. ? 2. Hvað kostar enskukennslan ? 3. Hvernig er skriftin? J—Á Svar: 1. í Vikunni nr. 11 1950 er grein um bréfaskóla S.l.S. Aldur er ekki takmarkaður. — 2. 100 kr. kosta 7 kennslubréf (152 síður) og ensk kennslubók. -— 3. Skriftin er óreglu- leg — og viðvaningsleg. Halló Vika mín! Mikið þakka ég þér fyrir allar unaðstundir, sem þú hefur veitt mér. Viltu vera svo góð og svara þess- ari stóru spurningu fyrir mig. Ég er voðalega skotin í strák, sem er einu ári eldri en ég og hann er svolítið hrifinn af mér en hann er alltaf með stelpu, sem er yngri en hann. Hann dansar alltaf við hana á hverju balli sem við förum á, en hann lætur mig alltaf afskiptalausa. Elsku Vika min hjálpaðu mér nú í minum vandræðum, hvernig á ég að fara að því að fá hann til að dansa við mig og vera með mér á böllum, því að ég elska hann og engan annan. Hvernig er skriftin? Vertu blessuð og sæl elsku Vika mín. Vonast eftir svari sem fyrst. Ein ástfangin. Svar: Við kunnum, því miður, eng- in ráð í þessum vanda, enda væri það hollast að þreifa sig áfram, ráðlegg- ingarlaust frá öðrum — eða gefa manninn upp á bátinn og skyggnast heldur um eftir öðrum! Samanber: „Alltaf má fá annað skip“ o. s. frv. Bréfasambönd Birting á nafni, aldri og heimilis- fangi kostar 5 krónur. Þorsteinn Jónsson (við pilta eða stúlkur á aldrinum 16—20 ára), Tómas Jónsson (við pilta eða stúlk- ur á aldrinum 16—20 ára). Báðir til heimilis að Þóroddsstöðum, ölf- usi, Árnessýslu. Ásdís Skúladóttir (við pilt eða stúlku á aldrinum 14—16 ára, æskilegt að mynd fylgi bréfi), Urðarteig, Beru- neshreppi, pr. Djúpavog. Sigríður Einarsdóttir (við pilta eða stúlkur 16—18 ára), Hlíðarvegi 44, Siglufirði. Erna Grant (við pilta eða stúlkur 16—18 ára), Fjólugötu 9, Akureyri. Gullý Sumarliða (við pilt eða stúlku 16—19 ára), Laugavegi 165, Reykjavík. Hreinar léreftstuskur keyptar háu veröi. Steindórsprent h.f. Guðrún Á. Símonar Ungfrú Guðrún Á. Símonar, söng- kona, er nýlega komin heim frá Lon- don eftir 5 ára söngnám. 1945—48 stundaði hún nám við The Guildhall School of Music og síðastliðin tvö ár hefur hún stundað framhaldsnám við The English Opera Studio. Hún hefur nú lokið prófi frá báðum þessum menntastofnunum með prýðilegum vitnisburði. Ungfrúin hefur sungið í mörgum óperum í skólanum, m. a. þessi hlut- verk: Greifynjan í „Brúðkaupi Fi- garos", Santuzza í „Cavalleria Rusti- cana“, Pamina í „Töfraflautunni" og móðirin í „Hans og Grétu". — Hún hefur nokkrum sinnum sungið opin- berlega i Englandi, svo sem á hljóm- leikum í febrúar s. 1. í Llanelly í Suður-Wales, þar sem hún söng bæði islenzk og erlend tónverk. Hvarvetna, sem Guðrún hefur sungið erlendis, hefur hún hlotið hin- ar beztu móttökur og ágæta dóma fyrir söng sinn. Þriðjudag 12. þ. m. efndi Guðrún til söngskemmtunar í Gamla Bíó með aðstoð Fritz Weisshappel. Á söng- skránni voru 11 lög eftir þessa höfunda: Gluck, Monteverdi, Durante, Tschaikowsky, Respighi, Hageman, Kaldalóns, Árna Björnsson og Emil Thoroddsen. Þá söng hún þessar óperuaríur: Our dream of love, úr óperunni „The Bartered Bride" eftir Smetana, og Sola, perduta, abban- donata, úr óperunni „Manon Lescaut“, eftir Puccini. Ungfrúnni var mjög vel tekið og varð hún að syngja aukalög. Henni bárust margir blómvendir. ' Tímaritið SAMTÍÐIN Flytur snjallar sögur, fróðlegar greinar, bráðsmellnar skopsögur, iðnaðar- og tækniþátt o. m. fl. 10 hefti árlega fyrir aðeins 25 kr. Ritstjóri: Sig. Skúlason magister. Áskriftarsími 2526. Pósthólf 75. - ^ Útgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Tjarnargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.