Vikan - 21.09.1950, Side 6
6
VIKAN, nr. 36, 1950
ók bílnum. Það heyrðist hátt í vélinni, en Bruce
gat talað við Alys.
„Það er einkennileg tilviljun, að Hortense
Leary, fyrirgefðu, ég meina markgreifafrúin,
skuli vera hér. Manstu ekki eftir því, að ég
sagði þér frá henni?“
„Hún er þá stúlkan frá New Orleans ?“
Hann hló. „Já, einmitt. Það var hún, sem var
næstum búin að fá mig til þess að hætta við á-
kvörðun mína um að vera piparsveinn."
Enrico sneri sér að þeim: „Sjáið þið, þarna er
húsið okkar. Og lítið þið svo við. Er útsýnið ekki
tignarlegt?"
Það var sannarlega tignarlegt. Miðjarðarhafið
var ólýsanlega blátt, litlu húsin í Giardini sýnd-
ust aftur falleg, eíns og þau höfðu sýnzt úti á
hafinu. Vegurinn lá í bugðum til Taormina, fram
hjá fallegum blómagörðunum, framhjá eignum
hertogans af Bronte og gamla serkneska kirkju-
garðinum, sem var nálægt hótelinu Castello Mare,
sem var stórt, rautt hús með svölum. Enrico og
Hortense nefndu ýmsa staði með nafni og Bruce
muldraði:
„Já, ég man eftir þessu. En hugsa sér að sjá
það aftur!“
Þau óku inn í bæinn gegnum Porta Messina og
eftir hinni ótrúlega litlu aðalgötu bæjarins. Veit-
ingar voru á gangstéttunum, svo að maður gat
ekki gengið framhjá nema koma við borðin. Þarna
voru búðir með allskonar afgreiðslufólki, og skó-
smiðirnir sátu fyrir utan verkstæði sín og stund-
uðu vinnu sína.
„Ó, hvað allt var yndislegt hér fyrir stríð,“
sagði Hortense og andvarpaði. Hótelin full af
Englendingum og Bandaríkjamönnum; stórir
dansleikir og hátíðir, kvöldboð og cocktailboð.
Það var svo gaman og auðvelt að lifa. Nú er
eins og bærinn sé dauður, eftir að birnirnir réð-
ust hingað og trömpuðu niður alla fegurð og gleði
með járnuðum hælunum ..."
„Talaðu ekki svona, elskan' mín,“ sagði Enrico.
„Birnirnir eins og þú kallar þá, eru bandamenn
okkar.“
Það varð stutt, óþægileg þögn. Þeim fannst
öllum hún þvingandi. Hún er italskur ríkisborg-
ari, úr því að hún er gift honum, hugsaði Alys.
En það var einkennilegt að álíta þessa skemmti-
legu, bandarísku konu „óvin“. Og svipað var hægt
að segja um mann hennar.
Nokkrum mínútum síðar óku þau upp að hús-
inu, Casa de Primavera, „Vorhúsið", eins og
Bruce þýddi það fyrir Alys. Það var langt, hvítt
hús, sem glampaði á í sterkri sólinni. Það var
nýtízku hús með „wistaria" og öðrum vafnings-
jurtum, sem teygðu sig upp framhlið þess.
„Ég hugsa, að þér viljið helzt fara inn í yðar
herbergi," sagði Hortense. „Eftir stutta stund
getum við snætt. Ég er ekki búin að fá matar-
bita ennþá. Eg varð svo forvitin, þegar ég
frétti, að tveir landar mínir væru komnir, því að
mér finnst alltaf svo gaman að sjá Bandaríkja-
menn. Flestir þeirra, fóru úr landi, þegar Italía
fór í stríðið."
Meðan hún talaði við gesti sína, gengu þau
gegnum stóra forstofu. Við endann á ganginum
opnaði hún dyr og ýtti Alys inn í yndislegt svefn-
herbergi, með fallegum teppum á gólfinu, út-
skornu hjónarúmi og frönskum dyrum, sem lágu
út á litlar svalir.
„Ég hugsa, að þetta sé ágætt handa yður og
manni yðar.“
Alys hrópaði upp yfir sig: „Hvað segið þér?“
Litla, ameríska markgreifafrúin sneri sér við
og starði undrandi á hana. „Er eitthvað að?“
Alys áttaði sig. „Ég hafði alls ekki hugsað
mér, að við byggjum hér í húsinu."
„Ég hélt, að við hefðum orðið ásátt um það.“
„Það er alltof mikið." Hún leit út um gluggann,
og lét sem hún væri að horfa á hið yndislega
landslag.
Hún vissi, að kinnar hennar loguðu og hún
vonaði, að Hortence sæi það ekki. Hjarta hennar
barðist ákaft. Vertu róleg, sagði hún við sjálfa
sig. Bruce finnur upp á einhverju, svo að það
verður allt i lagi. Hann hefur ekki einu sinni
áhuga á þér sem konu.
En var það rétt? Mót vilja sínum minntist hún
atburðarins á þilfarinu, þegar hann hafði hrifsað
hana í faðm sér og kysst varir hennar hart og
ástríðufullt.
„Ég er að hugsa um að sækja fötin, sem ég
lofaðí yður,“ sagði Hortense. „Ef þér viljið fara
í þau, þá eru dyrnar þarna." Hún benti á dyr.
Hún var fegin því að verða ein, þá hafði hún
tíma til að hugsa uhi þessa einkennulegu aðstöðu
sína. Bruce og hún væru bæði þroskuð og skyn-
söm. Þeim hlyti að detta eitthvað í hug, sem
hjálpaði þeim.
Það var ólýsanlegur unaður að fara í marm-
arabaðkerið. Henni fannst hún vera á hafsbotni,
því að allt í kring á veggjum og lofti baðherberg-
isins, sem var í bláum lit, voru málaðar allskonar
fisktegundir.
Þegar hún kom inn i svefnherbergið aftur, sá
hún að náttföt höfðu verið lögð á rúmið og hjá
þeim voru inniskór. Alys fór í þetta, og það var
allt mátulegt henni. „Guð blessi ungfrú Duffield,
hver sem hún er,“ sagði hún og brosti við spegil-
mynd sinni í stóra speglinum.
Yndisleg morgunmáltíð beið hennar á svölun-
um. Brauðið var mjög dökkt og gróft, en nóg
var af öllu. Hortense sagði henni, að þetta kæmi
flest frá búgörðum Enrico, og Alys skildi strax,
að hann var einn af mestu búgarðaeigendum á
Sikiley. Bruce var ekki kominn enn.
Þegar hann kom stuttu síðar, sagði hann hrif-
inn: „Ég verð að segja, að þú lítur vel út. Þessi
náttföt gætu hafa verið saumuð á þig, þau fara
þér svo vel.“
Hún fann blá augu hans hvíla á sér, og hún
varð að taka á öllum viljakrafti sínum til þess
að hrópa ekki: „Ekki horfa svona á mig! Það
var í fyrsta skipti, sem henni varð ljóst, að hún
var æst á taugum, og að hún varð að aðgæta
mjög vel, að koma ekki upp um sig. Hún kreisti
hendurnar saman og henni heppnaðist að brosa
til hans, svo að Hortense sagði glaðlega:
„Sjá til ykkar! Að vera svona ástfangin, þeg-
ar þið eruð búin að liggja alla nóttina á fleka
úti á reginhafi — og svo eruð þið ekki búin
að fá neitt að borða!"
Alys fann roðann koma fram í andlitið.
„Ég er að minnsta kosti að deyja úr hungri,
Hortense, og ég vona, að við fáum eitthvað æti-
legt," sagði Enrico, sem kom upp tröppurnar.
„Fjárans handleggurinn," sagði hann, og benti á
fetilinn. „En,“ bætti hann við brosandi, „það get-
ur einnig haft sína kosti."
Blessaö
barnið!
Teikning eftir
George McManus.
Pabbinn: Ég er nýbúinn að hitta nýja nágrannann okkar, og ég bauð hon-
um hingað — mig langar til að hann sjái Lilla og myndirnar, sem ég hef
tekið af honum!
Mamman: Þær eru inni. Ég er að fara í búðir.
Pabbinn: Þetta hlýtur að vera hann, sem
er að hringja dyrabjöllunni. Ég vona nú, að
ég sé með allar myndirnar!
Nágranninn: Halló, nágranni. — Ég tók með mér
nokkrar myndir af syni mínum, úr því að ég er að
heimsækja þig.
Pabbinn: Ha:
Nágranninn: Þessa tók ég, þegar hann var Nágranninn: Þú skalt skoða þessar,
tveggja ára — þessi var tekin í garðinum. Hér eru meðan ég hleyp heim og næ í kvikmynd-
nokkrar, sem eru teknar uppi í sumarbústaðn- irnar. Hann er yndislegur á kvikmynd!
um okkar. Það var heldur þykkt loft!