Vikan


Vikan - 19.03.1992, Blaðsíða 6

Vikan - 19.03.1992, Blaðsíða 6
TEXTI: JÓHANN GUÐNI REYNISSON / LJÓSM,: BRAGI Þ. JÓSEFSSON O.FL HETJULEG BARÁTTA VILBORGAR VIÐ VEIKINDIN: ÉGHÉLTAÐÉG MYNDIDEYJA - EN BARÐIST ÓTRAUÐ Eftir aðstæðum og útliti um lífslíkur ungrar konu á ákveðnu tímabili síðastliðins árs hefði enginn látið sér detta í hug að þessar iínur ættu nokkurn tímann eftir að birtast lesendum Vikunnar. Dauðinn blasti við. Á þessari og næstu síðum munum við kynnast konunni, lækni og miðli sem hafa komið við sögu þeirrar fyrstnefndu og eru sammála um að bati hennar eftir heilablóðföll og lömun í kjölfar þeirra sé með ólíkindum. Reyndar greinir menn á um hvort almættið hafi með kraftaverki gripið í taumana þegar konunni var vart hugað líf eða að um út- skýranlegt tiifelli hafi verið að ræða því fram koma meðal annars læknisfræði- legar sem og yfirnáttúrlegar skýringar. Þessi einstæða saga hófst í júlí árið 1991 þegar átta og hálfur mánuður var liðinn af meðgöngutíma Vilborg- ar Kristjánsdóttur, ungrar konu í Reykjavík. Þá var hún lögð inn á sjúkrahús með blóðtappa í fótlegg. Síðan þetta átti sér stað hefur ýmislegt á daga henn- ar drifið og saga hennar er vægast sagt stór- kostleg. „Ég var búin að vera með stanslausan verk í fótlegg allan daginn, hann var allur orðinn blár og tvöfaldur af bólgum. Ég gat þó gengið inn á spítalann, aðeins hölt reyndar, en um leið og ég kom þangað gat ég ekki stigið í fótinn. Þá var mér gefið kvalastillandi lyf og blóðþynn- ingarlyf sem síðar reyndist örlagaríkt. Meira var ekki hægt að gera fyrir mig að svo stöddu og ég var lögð inn. Þetta var aðfaranótt fimmtudags og læknarnir veltu því fyrir sér hvort þeir ættu að fjarlægja blóðtappann eða taka barnið strax með keisaraskurði," segir Vilborg. Á mánudag var slagur látinn standa, drengurinn var tekinn með keisaraskurði. Hann fæddist fjórtán merkur, stór og stálsleg- inn þrátt fyrir að tvær og hálf vika væru enn eft- ir af meðgöngutímanum. ROSALEGAR KVALIR Næstu tíu dagar báru meö sér uggvænleg tíð- indi. Hlutar blóðtappans (einnig kallað blóð- segi) voru farnir af stað og bárust með blóðrás- inni til lungnanna. Á tíunda degi segist Vilborg hafa verið viðþolslaus af kvölum, sérstaklega í baki og öxlum, kvölum sem hún hélt að tákn- uðu endalok hennar og dauða. „Sársaukinn var rosalegur þegar tappinn var kominn í lung- un og tveir skammtar af sterku lyfi slógu ekkert á kvalirnar. Þá þurfti ég að halda mér í keng og ég fékk kulda- og hitaköst til skiptis. Ég gat ekki einu sinni grenjað þó ég fegin hefði viljað," segir hún og getur í dag jafnvel brosað aö þessu, tvíræðu brosi reyndar. „Ég andaði mjög hratt og ef til vill hef ég bara gleymt að gráta því ég hugsaði um það eitt að lifa þetta af, að berjast á móti. Þá gaf læknirinn mér meiri háttar gott lyf og mér leið ótrúlega vel eftir það. Þegar ég spurði hann hvaða lyf þetta væri vildi hann ekki segja mér það. Ég sveif hreinlega," bætir Vilborg við og þessi orð segir hún með sælutón. Hvað þarna linaði þjáningar hennar fær hún sennilega aldrei að vita. Eva var ekki lengi í Paradís. Skömmu síðar fékk Vilborg heilablóðfall. Þetta var um hádegi og hún ætlaði að hringja í Steinar, manninn sinn, úr svítunni sinni en svo kallar hún her- bergið á fæðingardeildinni. Hún mundi ekki númerið. Það skildi hún alls ekki og við þetta bættist lömunartilfinning. „Ég varð rosalega hrædd því þetta haföi aldrei komið fyrir mig áður. Ég dofnaði í andlitinu og fékk ógurlegan höfuðverk. Þá var heilablæðingin örugglega byrjuð og þegar Steini kom sagði hann að ég hefði byrjað aö rugla eitthvað, hélt reyndar að ég hefði verið að grínast," segir Vilborg. Þegar hún hafði ruglað í Steina dágóða stund missti hún meðvitund. Og tveimur dögum síðar fékk hún annað heilablóðfall. Helgangan var hafin. Vilborg var í dái næstu tíu daga. í Ijós kom við röntgen- og sneiðmyndatökur að bjúgur, sem myndast innan höfuðkúpunnar við heila- blóðfall, var mjög mikill og hann þrýsti mikið á heilann. Meðan hún iá á gjörgæsludeild fékk hún tvisvar mikla krampa en læknum tókst að koma líkamsstarfsemi hennar aftur í eðlilegt ástand þegar þetta gerðist. Talið var að hún ætti ekki langt eftir ólifað, aðeins væri tíma- spursmál hvenær Vilborg Kristjánsdóttir kveddi þennan heim. Hún var samt ekkert á því að kveðja einn eða neinn og eftir að hún komst til meðvitundar var hún flutt yfir á lyf- lækningadeild þar sem við tóku batahorfur sem engan óraði fyrir. LÖMUÐ OG MÁLLAUS „Þegar ég vaknaði var ég lömuð og mállaus," segir Vilborg og ekur sér til í sæti sínu. Hún lætur fara vel um sig og hreyfir sig og talar eins og veikindi hennar hafi aðeins verið vondur draumur. „Ég var alveg lömuð hægra megin en rétt gat hreyft vinstri höndina, án þess þó að hafa stjórn á henni. Læknarnir, sem fylgdust með mér, voru alltaf að fá mig til að brosa til að sjá viðbrögðin í andlitinu. Og ég brosti, öll skökk og skæld. Með tímanum fóru þeir að tala um hve brosið væri orðið gott og ég hugs- aði með mér hvernig undangengin bros hefðu eiginlega verið," segir Vilborg, hlær við og bendir á efri vörina þar sem eiga víst að vera tvær hrukkur sem engir nema sérmenntaðir læknar taka eftir. Þetta eru einu ummerki þess að Vilborg hafi verið lömuð en það er mjög al- gengt að fólk sem lamast beri lýti vegna þess ævilangt. Blaðamaður sér ekki einu sinni aðra hrukkuna, hvað þá hina! Og Vilborg hélt áfram að láta sér batna, langt fram úr vonum lækna. Hægri hliðin fór nú að gera vart við sig en hún hafði ekkert getað hreyft hægri höndina. Máttur hægri handar kom skyndilega að fjórum vikum liðnum. „Ég var sofandi og mig dreymdi að hendur mínar væru bundnar fastar þannig að ég gat ekki hreyft þær. Síöan fer um hægri höndina ótrú- lega mikill hiti og þá er ég viss um að einhver öfl að handan, kannski læknarnir hans Einars, hafi verið að lækna mig,“ segir hún, sposk en þó af einhverri sannfæringu sem engin skýring er til á I vorum veraldlega heimi. Hún gerir sér grein fyrir því að sagan er ótrúleg. Vilborg er greinilega öllum viðbrögð- um vön við sögunni en í einlægni og sakleysi hlýtur að slá að mörgum þeirri hugsun að slík- um hlutum sé hvorki hægt aö hafna né hampa því sannanir fyrir kraftaverkum af þessu tagi eru í raun nægar fyrir þá sem hafa upplifað þau og trúa að þau hafi átt sér stað. „En hvort sem það var Einar einn eða hvað sem þetta nú var þá trúi ég því að máttur bænarinnar sé mjög sterkur ef allir leggjast á eitt. Það var J eins og ýtt væri á takka, skyndilega skaust K handleggurinn upp eins og gorkúla," segir M Vilborg en bætir þvi við að henni hafi ver- 'A ið sagt að undirmeðvitundin búi lamaðan fl sjúkling undir það að fá mátt að nýju im þannig að hann fær stingi í viðkomandi 9 líkamshluta. „En ég þekki vel muninn fl á hita og sting," segir hún sannfærð fl um að þetta hafi ekki veriö neinir fl stingir. Ó VIKAN 6. TBL, 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.