Vikan


Vikan - 19.03.1992, Blaðsíða 43

Vikan - 19.03.1992, Blaðsíða 43
Charlie Chaplin var heiöraður sérstaklega viö athöfnina áriö 1927 fyrir aö skrifa, stjórna, framleiöa og leika aðalhlutverkið í mynd sinni Sirkusnum. Walt Disney er sá einstaklingur sem hlotiö hefur lang- flesta óskara eða þrjátíu talsins. Sérstaka viðurkenningu hlaut hann meöal annars fyrir aö skapa Mikka mús. orðið siður að fremstu tónlist- armenn heims taki þátt í skemmtiatriðum kvöldiö sem tileinkað er styttunni gylltu. Þá var Charlie Chaplin heiðraður fyrir að skrifa, framleiða, leik- stýra og leika aðalhlutverkið í mynd sinni Sirkusinn. Strax á öðru afhendingarári óskarsins var Ijóst að stefndi í heimsviðburð og athyglin var slík að útvarpsstöð í Los Angeles sendi út beint frá at- höfninni. Mary Pickford, leik- kona og einn af stofnendum United Artists kvikmyndafyrir- tækisins, er sennilega minnis- stæðust þeirra listamanna sem þá hlutu viðurkenningu. Cedric Gibbons teiknaöi verðlaunastyttuna. Hún er af vöðvastæltum karlmanni sem stendur á filmuspólu og heldur á krossfarasveröi en George Stanley sá um útfærsluna á höggmyndinni. Hlutföllin á milli undirstöðunnar og styttunnar sjálfra eru það eina sem breyst hefur frá frummyndinni. Það var ekki fyrr en 1931 sem stytt- an fékk óskarsnafnið. Það gerðist á þann veg að blaða- maöur heyrði á tal bókasafns- varðar í kvikmyndaakademí- unni, sem var að skoða stytt- una gaumgæfilega, en hún sagði að styttan væri alveg eins og Skari frændi hennar. Blaðamaðurinn skrifaði í grein að starfsmenn akademíunnar kölluöu gripinn Óskar sín á milli og þannig festist nafnið við hann. Walt Disney er sá listamað- ur sem hlotiö hefur langflesta óskara eða þrjátíu samtals en hann tók á móti fyrstu verð- launum sínum 1932 fyrirbestu teiknimyndina það ár. Sérstak- ur heiðursóskar kom einnig í hans hlut viö sama tækifæri fyrir að skapa Mikka mús. Það er athyglisvert hve margir frumherjanna í kvikmyndaiðn- aðinum eru framarlega enn þann dag í dag og nú, þegar óskarinn verður afhentur í 64. sinn, er myndin Beauty and the Beast frá Disney fyrirtæk- inu fyrst teiknimynda til að vera útnefnd sem besta mynd- in f fullri lengd. Frá árinu 1935 hefur alþjóð- lega ráðgjafarfyrirtækinu Price Waterhouse & Co. verið falið að sjá um talningu atkvæð- anna og halda niðurstööunum leyndum þangað til umslögin, sem þær hafa að geyma, eru opnuö og sigurvegararnir til- kynntir. Umslagakerfið var tek- ið upp 1941 en fyrir þann tíma hafði pressan fengið úrslitin skömmu áður en þau voru opinberuð til þess að geta birt þau í kvöldblöðunum að lok- inni athöfninni. Óvandaðir blaðasnápar sáu þó til þess að gestir á leið til afhendingarinn- ar árið 1940 gátu keypt sér blað sem sagði nákvæmlega frá hvernig Á hverfanda hveli og Stagecoach skiptu á milli sín verðlaununum. Þaö varð til þess að innsigluðu umslögin voru tekin í notkun. Óskar fór ekki varhluta af heimsstyrjöldinni og mátti sæta þeirri niðurlægingu að vera steyptur úr gifsi í fjögur ár í röð vegna þess að menn þóttust hafa brýnni not fyrir málma á stríðstímum. Casa- blanca var kosin besta myndin 1944 og The Lost Weekend, sem var fyrsta Hollywood- myndin til aö fjalla um alkóhól- isma, var sigurvegarinn 1946. ftalska nýraunsæismyndin Skóburstarinn var brautryðj- andinn í flokki mynd á erlendu tungumáli en hún varð fyrir valinu á tvítugsafmæli óskars- ins 1947. Ári síðar unnu feðg- arnir John og Walter Huston til verðlauna fyrir leikstjórn og besta aukahlutverk í vestran- um góðkunna The Treasure of Sierra Madre. Sir Lawrence Olivier fékk önnur verðlaun sín fyrir aðalhlutverkið í Hamlet og eru hann og Vivian Leigh einu hjónin sem hafa bæði sigrað í þeim flokki en hún hlaut heið- urinn fyrir hlutverk sitt sem ríka spillta Suðurríkjastúlkan í stórrómansinum Á hverfanda hveli. Hún lék sama leikinn 1952 þegar hún var heiðruð fyrir framgang sinn í Spor- vagninum Girnd eftir sögu Tennessee Williams. Karl Malden, núverandi forstöðu- maður kvikmyndaakademí- unnar, vann einnig til verð- A Sir Lawrence Olivier fékk önnur verðlaun sín 1947 fyrir leik sinn í Hamlet. Hann átti eftir að koma við sögu síðar. ◄ Anna Björns og Hrafn Gunnlaugs- son við setningu Norrænu kvikmynda- hátíðar- innar í Los Angeles fyrir nokkrum árum. VIKAN 43 ▲ Humphrey Bogart hlaut verð- launin fyrir aðalkarl- hlutverkið i Afríku- drottning- unni árið 1952.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.