Vikan


Vikan - 19.03.1992, Blaðsíða 62

Vikan - 19.03.1992, Blaðsíða 62
* Hanna Maja umgengst daglega frægar stjörnur úr heimi kvik- myndanna og rokksins. Þaö var samband hennar við Peter í Cock Robin sem beindi henni fyrst vestur um haf. Ég sjóaðist fljótt á Stöð 2 og fyrr en varði skipti ekki máli hvort ég var að sminka Vigdísi forseta eða Vaigeir Guðjóns- son_____Ég hef aldrei kippt mér upp við að hitta allar þessar stjörnur, þetta er allt ósköp venju- legt listafólk. sér og komin í kjól sem var í stíl viö fötin hans. Þegar hún kom svo og sýndi honum dýrð- ina þá leit hann varla á hana! Hún var nú svolítið svekkt, stelpugreyið. Þetta kom mér á óvart með hann, eins og hann var skemmtilegur og indæll að öðru leyti. MIKIL, ÞREYTANDI OG SLÍTANDI VINNA Eitt af minnisstæðu verkefn- Ég þekki náttúrlega fáa vel en er málkunnug mun fleiri. Og ég hef aldrei hitt Kevin Costner... og þó, ég hitti hann í boði um daginn. unum er myndband sem David Lynch leikstýrði við lag Chris Isaacs, Wicked Game. Það var geysilega gaman aö sjá hvernig þessi heimsfrægi leikstjóri vinnur. Hann er ótrú- lega mikill listamaður og fínn náungi.“ - Þú ert komin í hringiðu glæsilífsins, býrð f hjarta skemmtanaiðnaðarins og um- gengst súperstjörnur daglega. Er þetta ekki það sem alla dreymir um? „Jú, ætli það ekki, annars er þetta ekki alltaf jafnmikill glamúr. Oftast er þessi skemmtanabransi bara mikil vinna og yfirleitt þreytandi og slítandi. Þegar verið er að vinna við tónlistarmyndbönd, er til dæmis oft ekki hætt að vinna fyrr en allt er búið. Ég hef lent í þrjátíu tíma vinnu- törnum. Ástæðurnar eru mis- munandi; stundum er hús- næðið ekki laust lengur, kannski þarf listamaðurinn að komast á annan stað á til dæmis tónleika eða eitthvað annað. Svo er þetta stundum brjálæðislega erfitt. Um dag- inn vorum við að mynda í eyði- mörk og það kom sandstorm- ur. Svo var ég að vinna við Apple-auglýsingu um daginn. Þetta var mjög stór auglýsing og sviðið var rosalega flott. Því miður var það kolanámugöng með ekta kolum og skít á gólf- inu og svo kom reykur og gufa út úr veggjunum. Allir voru orðnir svo þreyttir, skítugir og pirraðir að fólk var við það að springa. Menn verða samt að halda ró sinni, sama á hverju gengur, öðruvísi heldur enginn velli í þessum bransa." EIN OFURLÍTIL ÁSTARSAGA - Snúum okkur að byrjuninni. Hvernig stóö á því að þú flutt- ist hingað út? „Það er nú aldeilis saga í lagi. Ég veit ekki hvort ég á að vera að segja hana en læt hana þó flakka. Þannig var aö þegar ég var í Frakklandi að læra förðun hlustaði ég mikið á hljómsveit sem heitir Cock Robin. Þegar ég var komin heim og farin að vinna á Stöð 2 geröist það að þessi hljóm- sveit kom heim i tónleikaför. Ég fékk fyrir tilviljun verkefni við að farða þau í hljómsveit- inni fyrir viðtal Stöðvar 2 á Hard Rock. Ég var rosalega taugatrekkt og vissi ekki al- mennilega hvernig ég átti að haga mér innan um svona frægt og fínt fólk en fór þó að tala við gæjann sem ég komst seinna að raun um að heitir Peter. Hann var rosalega indæll og reyndar var það þannig að eftir viðtalið tók hann stefnuna beint á mig og fór að tala við mig. Hann spurði hvort ég væri ekki til í að koma í göngutúr með sér um Kringluna. Það voru allar búðir lokaðar og enginn inni í Kringlu svo að við höfðum ró og næði til að spjalla saman. Við kjöftuðum einhvern helling saman þetta indæla kvöld í Kringlunni. Síðan komst ég ekki einu sinni á tónleikana, var að vinna, en veit ekki fyrr en hann er farinn að skrifa mér og hringja í gríð og erg. Hann vildi endilega að ég kæmi út til sín og sagði það í hvert skipti sem við töluðum saman. Það endaði svo með því að ég lét slag standa og kom hingað til Kaliforníu til hans og var hjá honum í sex vikur. Svo fór ég aftur heim eftir indælan tíma en kom svo aftur árið eftir vegna viðtals fyrir Stöð 2, kom síðan aftur fyrir tveimur árum, en þá var Peter aö flytja til Par- ísar þar sem hann býr enn. Reyndar hitti ég hann hérna daginn fyrir Þorláksmessu og fór út að borða með honum. Við erum ennþá mjög góðir vinir." VINNUR HJÁ PROPAGANDA - Þú komst hingað fyrir um það bil tveimur árum til aö búa og vinna. Hvað gerðir þú þá? „Þannig var aö ég leigði með tveimur strákum. Annar þeirra var að vinna sem pró- dúsent hjá Propaganda Film sem Sigurjón Sighvatsson átti þá. Propaganda er stærsta framleiðslufyrirtækið á sviði tónlistarmyndbanda og hefur gríðarlega markaðshlutdeild. Þessi strákur reddaði mér einu og einu verkefni sem til féll og þannig kynntist ég nokkrum leikstjórum sem síðan kom sér vel að þekkja. Flestir halda lík- lega að það hafi verið Sigurjón Sighvatsson sem reddaði mér um vinnu hjá sér en þannig eru málin ekki vaxin. Hins veg- ar hefur hann verið mér ákaf- lega hjálþlegur á allan hátt. Fyrsta verkefnið mitt var kókauglýsing með New Kids on the Block. Þeir eru ósköp venjulegir litlir strákar. Næsta verkefnið, sem ég fékk, var að vinna fyrir MTV. Það var átak hjá þeim i gangi sem þeir kalla Rock the Vote og gengur út á að fá krakka sem komnir eru með kosningarétt til að kjósa. Þar sminkaði ég meðal annars leikarana Söru Jessiku Parker (Equal Justice og LA Story) og Robert Downey jr. (Air Amer- ica) en þau voru saman þá. Hún er alveg æðisleg stelþa og við urðum ágætis vinkonur. Síöan þá hef ég unnið við mik- 62 VIKAN 6. TBL.1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.